11.12.2019

Neytendastofa auglýsir eftir tilboðum í 10 stykki steypujárnlóð í nákvæmnisflokki M1, hvert um sig 200 kg. Lóðin seljast öll í einu, eða eftir samkomulagi og verða afhent kvörðuð, með óvissu upp á +/- 5,0 g. Stærð lóða er 51 x 30 x 20 cm og verða þau stillt inn í M1 flokk fyrir afhendingu, þ.e. 200 kg +/- 10 g. Lóð verða kvörðuð eftir að kauptilboð berst, í samráði við væntanlegan eiganda. Lóðin eru staðsett hjá kvörðunarþjónustu Neytendastofu, Borgartúni 21 og er það jafnframt afhendingarstaður.

Lágmarksverð hvers lóðs, með kvörðun, er 200.000 krónur án virðisaukaskatts. Skila má tilboðum á [email protected] til og með 15. janúar 2020. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar veitir Benedikt G. Waage ([email protected]).