Innlent

Samið um nýbyggingu fyrir 44 íbúa við hjúkrunarheimilið Hamra í Mosfellsbæ

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í dag samning um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ. Reist verður nýbygging áföst heimilinu fyrir 44 íbúa. Þar með ríflega tvöfaldast stærð heimilisins með aðstöðu fyrir samtals 77 íbúa. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist seinni hluta næsta árs og að hægt verði að taka heimilið í notkun í ársbyrjun 2026.

„Þetta er mikið gleðiefni. Hér er um stóra og mikilvæga framkvæmd að ræða sem skiptir miklu máli fyrir samfélagið hér. Þörfin fyrir fleiri hjúkrunarrými er brýn samhliða uppbyggingu annarrar þjónustu. Með þessu er framfylgt stefnu stjórnvalda um að mæta aukinni þörf fyrir hjúkrunarrými, jafnframt því að bæta aðbúnað fyrir íbúa og starfsfólk og efla og bæta þjónustu við aldraða“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

„Við Mosfellingar fögnum ríflega tvöföldun hjúkrunarheimilisins Hamra. Þannig getum við betur mætt þörfum íbúa Hamra og eflt starfsemina frá því sem nú er enda verður einingin hagkvæmari í rekstri sem mun skila sér til íbúanna. Þá notum við tækifærið til að efla félagsstarf Mosfellsbæjar í húsinu til hagsbóta fyrir alla eldri íbúa og fjölskyldur þeirra“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Hjúkrunarheimilið Hamrar stendur við Langatanga í Mosfellsbæ. Húsnæðið er um 2.200 fermetrar með aðstöðu fyrir 33 íbúa. Þjónustumiðstöð og dagvistun eru samtengdar heimilinu. Nýbyggingin mun rísa norðan við núverandi heimili, samtals 2.860 fermetrar á tveimur hæðum og verður samtengd eldri byggingu.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina eru tæpir 2,5 milljarðar króna og skiptist kostnaðurinn þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði á móti 15% framlagi bæjarfélagsins sem jafnframt leggur til lóðina undir húsnæðið.

Innlent

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Halda áfram að lesa

Innlent

Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve.

Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía og hún setti þar fram tillögur að stefnumótun sem snúa meðal annars að þjálfun starfsmanna lögreglu, dómsstóla og fjölmiðla. Verðlaun fyrir lokaverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.

Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launavísitala hækkaði um 1,6% í apríl

Flýtileið yfir á efnissvæði