Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins – „State of the Global Climate“
Síðustu sjö ár hafa verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust.
19.5.2022
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins – „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt sem unnin er af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Four key climate change indicators – greenhouse gas concentrations, sea level rise, ocean heat and ocean acidification – set new records in 2021.
Í skýrslunni fyrir árið 2021 kemur fram að ný met voru slegin á árinu ef litið er til lykilþátta loftslagsbreytinga – magns gróðurhúsalofttegunda, hækkunar sjávarborðs, sjávarhita og sýrustigs sjávar.
This is yet another clear sign that human activities are causing planetary scale changes on land, in the ocean, and in the atmosphere, with harmful and long-lasting ramifications for sustainable development and ecosystems, according to the World Meteorological Organization (WMO).
Í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kemur fram að þetta sé enn eitt óhrekjanlegt merki þess að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru að leiða til hnattrænna breytinga á landi, í hafi og í andrúmslofti, sem hafi skaðleg og varanleg áhrif á sjálfbæra þróun og vistkerfi jarðar. Einnig kemur fram í skýrslunni að síðustu sjö ár hafa verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust.
Extreme weather – the day-to-day “face” of climate change – led to hundreds of billions of dollars in economic losses and wreaked a heavy toll on human lives and well-being and triggered shocks for food and water security and displacement that have accentuated in 2022.
Veðuröfgar- ein birtingarmynd loftslagsbreytinga – hafa valdið mörg þúsund milljarða fjárhagslegu tjóni, miklu manntjóni og dregið verulega úr lífsgæðum. Að auki hafa veðuröfgar dregið úr fæðu- og vatnsöryggi sem og valdið fólksflótta sem hefur aukist árið 2022.
United Nations Secretary-General António Guterres used the publication of the WMO flagship report to call for urgent action to grab the “low-hanging fruit” of transforming energy systems away from the “dead end” of fossil fuels.
Við kynningu á skýrslunni, sem er leiðandi rit Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar ár hvert, hvatti António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna eindregið til þess að nýta þær lausnir “sem blasa við” til þess að umbreyta orkukerfum jarðar þannig að þau rati út úr þeirri “blindgötu” sem notkun jarðefnaeldsneytis er.

Nánar um skýrsluna á heimasíðu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO