Innlent

Samvinna hins opinbera við einkageirann mikilvægur hluti nýsköpunar

Samvinna milli hins opinbera og einkageirans er lykilatriði þegar kemur að nýskapandi lausnum. Þetta kom fram í ávarpi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á nýsköpunardegi hins opinbera sem haldinn var í dag.

Bjarni sagði að hið opinbera hefði mikilvægu hlutverki að gegna í þessum efnum, þrátt fyrir að hugmyndir, fyrirtæki og lausnir yrðu helst til úti í samfélaginu. „Hlutverk þess felst ekki aðeins í stuðningi við nýsköpun á einkamarkaði heldur þarf hið opinbera að hagnýta hana sjálft og veita þannig enn betri þjónustu,“ sagði Bjarni.

Hugsa eigi þjónustu hins opinbera upp á nýtt, og við séum raunar vel á veg komin með það.

„Ég hef stundum sagt að hið opinbera ætti að vera nánast eins og snjallsími – aðgengilegur vettvangur fyrir þjónustu, upplýsingar og aðstoð við daglegt líf.“

Sparnaður á tíma og minna kolefnisspor

Ráðherra vék að því að á vegum Stafræns Íslands væri nú unnið að því að gjörbreyta samskiptum við hið opinbera og þjónustu sem áður kallaði á ferðalög og pennastrik væri nú hægt að nálgast með nokkrum smellum í appi, sem sparaði tíma og minnkaði kolefnisspor.

Á nýsköpunardeginum, sem fram fór í Grósku, var fjölbreytt dagskrá. Þemað í ár var græn nýsköpun og erindi sem flutt voru sneru jafnt að nýjum tækifærum í nýsköpun, sem og reynslusögum af vel heppnuðum verkefnum. M.a. var rætt um græn áhrif stafrænnar umbreytingar hjá hinu opinbera, um óstaðbundin störf, fjarlækningar, jarðvarmatengda nýsköpun og margt fleira.

Að deginum stóðu Ríkiskaup, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og orkumálaráðuneytið.

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 13. – 14. júní 2022

01. júlí 2022

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu fjármálafyrirtækja og fjármálakerfis, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðuna á fasteignamarkaði og eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja. Jafnframt ræddi nefndin um öryggi og skilvirkni fjármálainnviða og mikilvægi þeirra fyrir stöðugleika fjármálakerfisins. Nefndin fékk upplýsingar um skilaáætlanir fyrir kerfislega mikilvæga banka og um gerð opinberrar stefnu um fjármálastöðugleika sem Fjármálastöðugleikaráð vinnur að.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90% í 85% en að halda hlutfallinu fyrir aðra kaupendur óbreyttu í 80%. Nefndin ákvað jafnframt að setja viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar í reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána til neytenda. Viðmiðið er að lágmarki 3% fyrir vexti verðtryggðra íbúðalána og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Nefndin ákvað jafnframt að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár. Fjármálastöðugleikanefnd ákvað við ársfjórðungslegt endurmat á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi hans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í september sl. mun hann hækka úr 0% í 2% í lok september 2022.

Þá áréttaði nefndin mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 13. -14. júní 2022 (13.fundur). Birt 1. júlí 2022.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar

Halda áfram að lesa

Innlent

Tiltekinn fjöldi tapaðra tanna ekki eina forsenda þátttöku sjúkratrygginga vegna slyss

 

Í lögum um sjúkratryggingar er ekki kveðið með tæmandi hætti á um hvaða rétt fólk hefur til fjárhagslegrar aðstoðar vegna tannréttinga. Sama gegndi um reglugerðarákvæði þar að lútandi. 

Halda áfram að lesa

Innlent

Utanríkisráðherra ávarpar sérstaka umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan

Mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna bar hæst í ávarpi utanríkisráðherra fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í sérstakri umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan í dag. Ráðherra tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. 

„Síversnandi staða mannréttinda kvenna og stúlkna í Afganistan er gífurlegt áhyggjuefni. Ekkert ríki í alþjóðasamfélaginu neitar stúlkum um grunnskólamenntun með aðeins einni undantekningu, Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ávarpi fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þá lagði hún áherslu á að alþjóðasamfélagið haldi áfram að styðja við afgönsku þjóðina og hvatti til stofnsetningu réttmæts kjörins stjórnvalds sem fulltrúi þjóðarinnar sem virðir jafnframt mannréttindi allra, þar með talið kvenna og stúlkna. 

Ávarp sem utanríkisráðherra flutti á fundinum í dag má lesa í heild sinni hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin