Alþingi

Sendinefnd frá Georgíu heimsækir Alþingi

3.5.2022

Sendinefnd frá þjóðþingi Georgíu, ásamt sendiherra landsins, heimsótti Alþingishúsið sl. laugardag, 30. apríl, og átti fund með Birgi Ármannsyni, forseta Alþingis. Í dag, þriðjudaginn 3. maí, hittu Georgíumenn svo formann og nefndarmenn í utanríkismálanefnd Alþingis að máli. Á báðum fundum var rætt um samskipti Alþingis og Georgíuþings og stöðuna í Úkraínustríðinu.

Þá bar hátt umræður um samskipti Georgíumanna við nágrannann í norðri, en tæp 14 ár eru frá innrás Rússlands í Georgíu. Lýstu georgískir gestir áhyggjum af stöðu mála, lýstu vilja til aðildar að Atlantshafsbandalaginu og óskuðu eftir stuðningi við þau áform. Fyrir sendinefndinni frá Georgíu fór Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar, en með honum í för voru þingmennirnir Givi Mikanadze og David Zilpimiani, auk Nata Menabde sendiherra. Tilefni heimsóknarinnar er 30 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Georgíu.

Sendinefnd-fra-Georgiu-30042022

Sendinefnd-fra-Georgiu-asamt-utanrikismalanefnd-03052022

Alþingi

Nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí

23.5.2022

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Við ákvörðun um fundartíma er reynt að gæta samræmis og mið tekið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Miðvikudagur 25. maí

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–14: Þingflokksfundir
  • Kl. 14–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Föstudagur 27. maí

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Endanlegir fundartímar og dagskrár birtast á vef Alþingis.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Þingskjali útbýtt utan þingfunda föstudaginn 20. maí


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. maí

20.5.2022

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin