Innlent

Sérrit 14: Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins, ytri staða og áhættuþættir

logo-for-printing

03. maí 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rit um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins, ytri stöðu og áhættuþætti. Þar er fjallað um greiðslujöfnuð og ytri stöðu á árinu 2020, sem litaðist talsvert af COVID-19-faraldrinum, og dregin upp greiðslujafnaðarsviðsmynd fyrir árið 2021. Kastljósinu er sérstaklega beint að þróun viðskipta við útlönd og fjármagnsflæðis til og frá landinu og að áhrifum breytinga í flæði á erlenda stöðu, samsetningu erlendra eigna og skulda og innlendan gjaldeyrismarkað.

Meginniðurstaða ritsins er að þótt heimsfaraldurinn hafi haft talsverð áhrif á greiðslujöfnuðinn í fyrra og muni hafa nokkur áhrif út þetta ár þá var þjóðarbúið vel í stakk búið til að mæta áfalli. Viðskiptajöfnuður hafði verið jákvæður frá árinu 2009 sem hafði ásamt farsælli losun fjármagnshafta bætt erlenda stöðu þjóðarbúsins og gert það mögulegt að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Erlendar skuldir í upphafi faraldursins höfðu ekki verið lægri í tvo áratugi, gjaldeyrisforðinn var rúmur og hrein erlend staða hin hagstæðasta frá stofnun lýðveldisins. Innlendur þjóðarbúskapur var af þeim sökum vel búinn undir að mæta verri ytri skilyrðum og viðsnúningi í fjárfestingum erlendra aðila í innlendum fjáreignum.

Ritið er hið fjórtánda í röð Sérrita bankans og er það aðgengilegt á vef Seðlabanka Íslands.

Sjá hér: Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins, ytri staða og áhættuþættir.

Til baka

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin