Innlent

Seyðisfjörður: Ekki talið að sprunga hafi gliðnað

14 Janúar 2021 16:23

//English below//
//Polski poniżej//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

  • Hreinsunarstarf stöðvað á áhrifasvæði skriðu af öryggisástæðum.
  • Áfram í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði.
  • Veðurspá fyrir Eskifjörð.

Seyðisfjörður:
Af öryggisástæðum var hreinsunarvinnu innan áhrifasvæðis skriðunnar sem féll 18. desember stöðvuð rétt fyrir hádegi í dag.  Það var gert eftir að tilkynning barst um að sprunga í skriðusárinu hefði stækkað. Auk þess ákvaðu stjórnendur síldarvinnslunnar á Seyðisfirði að stöðva vinnslu.  Eftir yfirferð ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands, á fjarlægðarmælingum á speglum, var ljóst að ekki var um hreyfingar á jarðlögum að ræða en við vettvangskönnun var ljóst að hrunið hafði úr börmum sprungunnar og hún orðið greinilegri.  Ekki var því talin frekari hætta á skriðuföllum út frá þessum athugunum.

Talsverðri úrkomu er spáð á Seyðisfirði eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Dregur úr úrkomuákefð eftir kl. 15 síðdegis á laugardag. Spáð uppsafnaðri úrkoma á þeim tíma, um 50 mm. Byrjar mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann. Hlýnar heldur en megnið af tímanum verður slydda yfir 200 m og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína upp í 800-900 m. Áfram dálítil væta seinnipartinn á laugardag og á sunnudag, um 15 mm uppsafnað er spáð á þeim tíma.

Vegna úrkomunnar á laugardag kann að koma til frekari rýminga á Seyðisfirði. Staðan verður endurmetin á morgun og kynnt.

Eskifjörður:
Úrkoman byrjar um miðnætti seint á föstudagskvöld og dregur úr úrkomuákhefð um kl. 14 á laugardag. Spáð uppsöfnuð úrkoma um 35 mm á þessum tíma. Heldur hlýrra en á Seyðisfirði, slyddu- og snjólína um 50-100 m hærri á Eskifirði. Áframhaldandi uppsöfnuð úrkoma frá seinnipartinum á laugardegi fram á sunnudagskvöld eru um 10 mm í spám.

Vel er fylgst með hlíðinni ofan Eskifjarðar af hálfu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Ekki þykir ástæða til viðbragða vegna úrkomunnar.

Þjónustumiðstöð almannavarna í Herðubreið er opin alla virka daga fra 10-18. Utan opnunartíma er hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og hringja í 839 9931 utan opnunartíma.  


//English//

Announcement from the Civil Protection Department of the National Commissioner of Police and the Police in Austurland:

  • Clear-up activity stopped in the area of danger due to security reasons.
  • Civil defence department alert phase still in force in Seyðisfjörður.
  • Weather forecast for Eskifjörður

Seyðisfjörður: 

Due to security reasons clearing of the affected area after the landslide that happened on December 18th was stopped before noon today after a notice was given that a spilt in the fracture zone had enlarged. Managers at the herring processing plant also decided to stop processing. The meteorological office carried out an avalanche watch through range meters on mirrors and concluded land movement was not underway but on site inspection it was clear that the split has become bigger. There for there was not thought to be a danger of landslide. 

A considerable precipitation is forecasted in Seyðisfjörður after midnight on Saturday. Precipitation will slow down after 15:00 on Saturday. Forecasted cumulation precipitation around 50 mm. It will possibly begin as sleet for the first hour. The temperature will rise but for the most part there will be sleet over 200 m and snow over 300 m. Temperature will then rise after noon on Saturday and snow line will go up to 800-900 m. There will be minimal rain from Saturday afternoon till Sunday, around 15 mm cumulation precipitation is forecasted. 

Because of the precipitation forecasted for Saturday further evacuations might take place in Seyðisfjörður. The situation will be reassessed and announced tomorrow. 

Eskifjörður: 

Precipitation will start around midnight on Friday night and slow down around 14:00 on Saturday. Forecasted cumulative precipitation is around 35 mm at that time. The temperature will be higher in Seyðisfjörður, sleet- and snow line around 50-100 m higher in Eskifjörður. Continuing forecasted cumulative precipitation from Saturday afternoon until Sunday night is 10 mm.

The slope above Eskifjörður is being monitored by the meteorological offices avalanche watch. There is not thought to be a reason to take action due to the precipitation.

The service centre of the Civil Protection Department in Herðubreið is open all working days from 10-18. Outside of opening hours inquires can be sent to [email protected] or call 839 9931 outside opening hours.


//Polski//

Komunikat Departamentu Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji i Szefa Policji we Wschodniej Islandii:

  • Ze względów bezpieczeństwa wstrzymano prace porządkowe na obszarze osuwiska.
  • W dalszym ciągu stan alarmowy dla Seyðisfirði.
  • Prognoza pogody dla Eskifjörður


Seyðisfjörður:
Ze względów bezoieczeństwa prace porządkowe w rejonie osuwiska jakie zeszło 18 grudnia zostały dzisiaj przed południem wstrzymane. Wstrzymane zostały po otrzymaniu zawiadomienia, że miejsce pęknięcia się powiększyło.  Ponadto kierownictwo zakładu przetwórstwa śledzi w Seyðisfirði postanowiło wstrzymać prace.  Po dokładniejszych badaniach przeprowadzonych przez Biuro Meteorologiczne terenu osuwiska, nie stwierdzono tam żadnej aktywności warstw gleby jednak krawędzie miejsca pęknięcia uległy rozpadowi. Na podstawie tych obserwacji nie stwierdza się zagrożenia ryzykiem osuwiska. 

Po północy w sobote w Seyðisfirði spodziewane są spore opady deszczu. Opady znacznie sie zmniejszą po godz. 15:00 tego samego dnia. Natężenie opadu wynosić będzie 50 mm. Przez pierwszą godzię można spodziewać się opadu deszczu ze śniegiem. Będzie ocieplenie przez większośc czasu, opady deszczu głównie na ponad 200m a opady śniegu na ponad 300m. W sobotę po południu przyjdzie ocieplenie i linia opadów śniegu będzie na ponad 800-900m. W dalszym ciągu pod koniec dnia w sobotę i niedzielę będzie dosyć mokro, prognozuje się opady na około 15mm natężenia. 

Z powodu deszczu w sobotę w Seyðisfirði można spodziewać się dalszych ewakuacji. Sytuacja zostanie poddana ponownej ocenie  i jutro podana do wiadomości. 

Eskifjörður:
Opady zaczną się  w piątek o północy i będą trwały do soboty do godz. 14:00. Natężenie opadów będzie wynosiło 35mm. Nieco cieplej niż w Seyðisfirði, linia opadów deszczu ze śniegiem na ponad  50-100 m wyżej w Eskifirði. Kontynuacja opadów skumulowanych od południa w sobotę do niedzieli wieczorem będzie wynosi ć 10 mm.

Zbocze w Eskifjarðar jest ściśle monitorowane przez Biuro Meteorologiczne. Nie ma powodu, do działań w związku z opadami atmosferycznymi. 

Centrum Departamentu Ochrony Ludności Herðubreið  jest otwarte we wszystkie dni powszednie od 10:00-18:00. Zapytania można przesyłać na adres e-mail: [email protected] i dzwonić pod numer 839 9931 poza godzinami otwarcia.

Innlent

Frumvarp til innleiðingar á hringrásarhagkerfi lagt fram á Alþingi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sem felur í sér innleiðingu Evróputilskipana sem er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Tilgangurinn er að ýta undir bætta endurvinnslu úrgangs, draga úr myndun hans og draga stórlega úr urðun. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.

Markmiðið með hringrásarhagkerfi er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Þannig eru fullnægjandi úrgangsforvarnir og úrgangsstjórnun mikilvægur hluti þess sem til staðar þarf að vera í virku hringrásarhagkerfi. Ljóst er að tækifæri eru til bættrar úrgangsstjórnunar hér á landi. Endurvinnsla heimilisúrgangs var einungis 28% árið 2018 en markmiðið var 50% árið 2020 samkvæmt gildandi löggjöf. Á komandi árum verður markmiðið hækkað í 65% og því ljóst að bregðast þarf strax við með bættri úrgangsstjórnun hér á landi. Með frumvarpinu er ætlunin að stíga mikilvæg skref í átt að hringrásarhagkerfi.

Með frumvarpinu er komið á skyldu til flokkunar og söfnunar fleiri úrgangstegunda en í núgildandi lögum og samræmdum flokkunarmerkingum á landsvísu. Jafnframt að skylt verði að flokka byggingar- og niðurrifsúrgang.

Skerpt er á þeirri skyldu í lögunum að sveitarfélög og fyrirtæki sem safna flokkuðum úrgangi komi honum sannanlega til endurvinnslu. Þá eru lagðar til breytingar sem varða heimildir sveitarfélaga til innheimtu gjalds fyrir meðhöndlun úrgangs.

Í frumvarpinu er lögð til framlengd framleiðendaábyrgð fyrir allar umbúðir, sem felur í sér að framleiðendur og innflytjendur bera ábyrgð á vöru þegar hún er orðin að úrgangi. Úrvinnslugjald er lagt á vöruna til þess að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af meðhöndlun viðkomandi úrgangs og Úrvinnslusjóður sér um framkvæmdina. Þá er lagt til að framleiðendaábyrgð gildi einnig um plastvörur og veiðarfæri úr plasti.  

„Innleiðing hringrásarhagkerfisins er eitt af stóru áherslumálunum mínum. Við höfum þegar gripið til ákveðinna aðgerða varðandi plastmengun, mótun nýrrar stefnu um meðhöndlun úrgangs er á lokametrunum og sama gildir um aðgerðaáætlun um að draga úr matarsóun. Í þessu frumvarpi eru stjórntæki úrgangsmála styrkt til muna, þjónusta við almenning aukin og frekari kröfur gerðar til flokkunar úrgangs og meðhöndlunar hans, ekki síst að draga stórlega úr urðun sem er stórt loftslagsmál. Þá er kveðið á um að samræma flokkunarmerkingar á öllu landinu. Ég bind miklar vonir við að þetta frumvarp verði að lögum í vor og að það muni leiða til þess að við náum markmiðum okkar í úrgangsmálum sem fyrst,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum
um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).

Halda áfram að lesa

Innlent

Ráðherra undirritar Bratislava yfirlýsingu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag s.kBratislava yfirlýsingu er hann tók þátt í fundi Forest Europe, en fjöldi ráðherra skógarmála í Evrópu sátu fundinn. Forest Europe er samstarf ráðherra á því sviði í álfunni sem hefur það markmið að efla og samhæfa, vernd, ræktun og nýtingu skóga í Evrópu.

Bratislava yfirlýsingin sem ráðherrarnir undirrituðu felur meðal annars í sér að stefnt er að því að stöðva eyðingu líffræðilegrar fjölbreytni í skógum, endurheimt skóga og að hlutverk skóga í jarðvegsvernd sé að fullu viðurkennt. Jafnframt felur hún í sér staðfestingu á  að skógar leiki stórt hlutverk við að sjálfbærni nái fram að ganga þ.á.m. í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Einnig er viðurkennt að hagaðilar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í leiðinni að sjálfbærni sem og mikilvægi rannsókna í skógrækt og kynning á vísindalegri þekkingu.

Með undirritun sinni staðfestu ráðherrarnir einnig áframhaldandi vinnu og samstarf um þætti skógræktar á borð við gerð landsáætlana fyrir skógrækt, aðlögun skóga að loftslagsmálum og stuðning við hringrásarhagkerfið.

„Með þessari yfirlýsingu erum við að efla samstarf í Evrópu á sviði skóga, skógverndar, endurheimtar skóga og nýskógræktar. Þetta er mikilvægur liður í að styðja við stefnu um náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum þar sem á sama tíma er horft til loftslagsmála, endurheimtar líffræðilegrar fjölbreytni og að sporna gegn landeyðingu með samhæfingu þessara stóru umhverfismála að leiðarljósi, en ég hef lagt ríka áherslu á þessa nálgun í ráðherratíð minni. Það var jafnframt ánægjulegt að heyra hversu víða hefur komið í ljós síðasta árið hvað skógar sem útivistarsvæði geta haft jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Halda áfram að lesa

Innlent

Öll þingmál heilbrigðisráðherra komin til nefndar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn