Almannavarnir

Seyðisfjörður: Hættustigi aflýst

//Polski poniżej//
//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

 • Hættustigi aflýst á Seyðisfirði
 • Óvissutigi vegna ofanflóða á Austfjörðum aflýst

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur  aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Rýmingu hefur verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geta því snúið heim.

Um eftirtalin hús er að ræða:

 • Öll hús við Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56
 • Fossgata 4, 5 og 7
 • Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c

Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni.

Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegra rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.

Auk þess hefur óvissustigi vegna hættu á ofanflóðum verið aflýst á Austfjörðum.


//English//

Announcement from the Civil Protection Department of the National Commissioner of the Icelandic Police and the Chief of Police in East Iceland:

 • The civil protection crisis level for Seyðisfjörður has been lifted.
 • The uncertainty level due to floods in the East Fjords has been lifted.

The National Commissioner of Police, in consultation with the Commissioner of Police in East Iceland and the Icelandic Meteorological Office, has lifted the civil protection crisis level for Seyðisfjörður due to a risk of mudflows. Evacuation protocol has been lifted for the residential buildings that were evacuated yesterday and residents are therefore permitted to return to their homes.

This applies to the following houses:

 • All houses by Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54, and 56
 • Fossgata 4, 5, and 7
 • Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b, and 18c

Precipitation has decreased and the weather forecast assumes low levels of precipitation and cooling weather until Friday. No floods have been detected since Monday. In Seyðisfjörður, the accumulated precipitation is over 100 mm since Saturday, which is the most that has been seen since the mudflows in December. Readings in boreholes in Neðri-Botnar confirmed a fairly rapid rise in the water level on Sunday, but it has since decreased.

Strata activity readings were made using a total station and automatic GPS stations and no significant movement was detected. It is a good sign that this weather has not lead to instability in the strata of the slope, and therefore we do not expect that evacuations of the scale seen previously, will need to be carried out in Seyðisfjörður unless we detect considerably more precipitation and thawing. Measuring instruments for monitoring the risk of mudflows in the hillside, which have been installed in recent weeks, proved a success.

In addition, the uncertainty level due to floods in the East Fjords has been lifted.


//Polski//

Komunikat Departamentu Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji i Szefa Policji we wschodniej Islandii:

 • Odwołano stan wyjątkowy w Seyðisfjörður
 • Odwołano stan alarmowy w związku z zagrożeniem powodziami na Fiordach Wschodnich

Krajowy komisarz policji, w porozumieniu z komisarzem policji we wschodniej Islandii i Islandzkim Urzędem Meteorologicznym, odwołał stan wyjątkowy w Seyðisfjörður ze względu na ryzyko osuwisk. Zniesiono również ewakuację budynków mieszkalnych, które ewakuowano wczoraj, dzięki czemu mieszkańcy mogą wrócić do domu.

Są to następujące domy:

 • Wszystkie domy w Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 i 56
 • Fossgata 4, 5 i 7
 • Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b i 18c

Opady spadły, a prognoza pogody przewiduje niewielkie opady i ochłodzenie do piątku. W tej chwili nie wiadomo, jak bardzo tendencja jest spadkowa. W Seyðisfjörður suma opadów przekracza 100 mm. od soboty, czyli jest to najwięcej od czasu grudniowego osuwiska. Pomiary w odwiertach w Neðri-Botnar wykazały dość gwałtowny wzrost poziomu wody w niedzielę, jednak teraz spadł.

Pomiary ruchu warstw gleby monitorowane za pomocą stacji uniwersalnej i automatycznych stacji GPS nie wykazują znaczącego ruchu. Dobrym wydaje się, że ta pogoda nie spowoduje niestabilności warstw zbocza i dlatego nie oczekuje się, że podobne ewakuacje będą musiały być przeprowadzane w Seyðisfjörður, chyba że opady i roztopy będą intensywniejsze niż do tej pory. Z powodzeniem sprawdziły się instalowane w ostatnich tygodniach urządzenia pomiarowe do monitorowania ryzyka osuwisk na zboczu.

Ponadto stan alarmowy związany z ryzykiem gwałtownych powodzi został odwołany na Fiordach Wschodnich.

Síðast uppfært: 17. febrúar 2021 klukkan 16:31

Almannavarnir

Kort af hættusvæðinu við gosstöðvarnar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út kort sem afmarkar það svæði sem er lokað á gosstöðvunum. Á þessu svæði er fólk í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið á gosstöðvum. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættur sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Opnun nýrrar gossprungu án sýnilegra undanfara gæti valdið bráðri hættu

Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag 8. apríl 2021. Á fundinum var farið yfir skjálftagögn og mælingar á aflögun auk framgang gossins, dreifingu hrauns, framleiðslu gosefna og þeirri mengun sem fylgir eldgosinu.

Þá voru ræddar þær hættur sem snúa að fólki sem sækir gosstöðvarnar heim og hvaða svæði væru hættulegust með tilliti til mögulegrar opnunar á nýjum sprungum, hraunflæðis og gasmengunar.

Mesta skjálftavirknin á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta fundi er norðarlega í kvikuganginum og nær að Keili. Við Litla Hrút mælast grunnir skjálftar og er fylgst vel með þeirri virkni. Lítil aflögun mælist á Reykjanesskaganum en merki um breytingar komu fram við nýjar gossprungur sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt þriðjudags.

Breytingarnar eru mjög litlar og fyrirboðar áður en sprungurnar opnast ekki greinanlegir. Vísbendingar eru um að á svæðinu frá sunnanverðum Geldingadölum og NA fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur geti opnast á næstu dögum eða vikum.

Bráðabirgðamælingar benda til þess að hraunflæði hafi frekar aukist við opnun síðustu gossprungna, en nákvæmari mælinga er að vænta fyrir morgundaginn. Hraun rennur frá öllum sprungunum þremur og fer það niður í Meradali og Geldingadali. Við opnun á fleiri sprungum og auknu hraunflæði má leiða líkur að því að magn gass frá gosstöðvunum gæti hafi aukist miðað við það sem áður var þegar einungis gaus í Geldingadölum. Mesta afgösunin kemur frá gígunum en mun minna frá hraunrennslinu sjálfu. Mikil mengun mælist í kringum gosstöðvarnar, en utan hennar dvínar hún hratt. Veðurstofan hefur sett upp tvo síritandi gasmæla, annan við gönguleið A og hinn í Meradölum.

Veðurstofan mun vinna heildarhættumat fyrir svæðið þar sem tekið er á hættu vegna hraunrennslis, gasmengunar og möguleika á myndun nýrra gossprungna. Opnun nýrrar gossprungu án sjáanlegra undanfara gæti valdið bráðri hættu fyrir fólk. Svæðið sem þessi hætta nær til er talið vera þar sem kvikan náði næst yfirborði eða frá SV hluta Geldingadala NA að Litlahrúti.

Mynd: Almannavarnir

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd beðnir um að loka gluggum vegna gasmengunnar.

Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu. Hún er aðallega ætluð íbúum Voga á Vatnsleysuströnd:
Gasspáin sýnir mökkinn fara yfir Voga á Vatnsleysuströnd í kvöld og þar mælist nú mengun: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Spáð er að vindinn lægi um miðnætti og verður breytilega átt í fyrramálið, ný gasspá er væntaleg um kl. 22:30.

Íbúar eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín. Sjá mæld gildi og frekari leiðbeiningar á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin