Almannavarnir

Seyðisfjörður: Hættustigi almannavarna ekki aflétt

//English below//
//Polski poniżej//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

Síðustu vikur hefur verið unnið að hreinsunarstarfi á Seyðisfirði, meðal annars á áhrifasvæði stóru skriðunnar er féll 18. desember við svokallaðan Múla. Þar er um hús að ræða við Hafnargötu númer 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c. Svæðið telst vinnusvæði þar sem óviðkomandi er bannaður aðgangur. Stórvirkar vélar eru notaðar við hreinsunarstarf og gerð varnargarðs ofan við fyrrnefnd hús.

Þá hefur Múlaþing, ásamt fulltrúa Ofanflóðasjóðs, lagt til að hættumati verði flýtt á svæði utan við stóru skriðuna vegna húsa sem eru sitt hvoru megin við Stöðvarlæk. Óvissa ríkir varðandi íbúðabyggð þar til framtíðar.

Ríkislögreglustjóri hefur því ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands að aflétta ekki hættustigi á Seyðisfirði meðan hreinsunarstarf er enn í gangi samanber ofangreint, unnið að gerð varnargarðs  og frummatsskýrslu beðið fyrir svæðið utan við skriðu.

Á meðan kalt er í veðri og ekki rigning, telur Veðurstofan að ekki sé yfirvofandi skriðuhætta. Á næstu mánuðum má búast við að rýmt verði í öryggisskyni þegar og ef veðurspá er óhagstæð. Unnin hafa verið drög að reitaskiptri rýmingaráætlun til þess að bregðast við slíkum aðstæðum.  Áætlunin verður unnin í samráði við íbúa Seyðisfjarðar og kynnt þegar hún verður tilbúin.


//English//

Notification from the Department of Civil Protection and Emergency Management and the Police Commissioner in East Iceland:

Cleaning work has been done in Seyðisfjörður in past weeks, i.a. in the area affected by the big mud slide which fell December 18th by the so-called Múli. This involves houses number 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c on Hafnargata. The area is considered a work area where unauthorized access is prohibited.

Heavy machinery is used for the cleaning work and the construction of a levee above the aforementioned houses.

Múlaþing, as well as a representative from the Flood Fund, have suggested to quicken the danger assessment in an area on the outside of the big slide, on account of houses that are on both sides of Stöðvarlækur. There is an uncertainty regarding the residential area there in the future.

The National Police Commissioner has therefore decided, in agreement with the Police Commissioner of East Iceland and the Icelandic Met Office, not to lift the alert phase in Seyðisfjörður while the cleaning work is still ongoing, as per abovementioned, as well as the construction of a levee and a preliminary assessment report is awaited for the area on the outside of the mud slide.  

While the weather is still cold and it does not rain, the Icelandic Met Office does not consider there to be an imminent danger of a mud slide. Evacuation can be expected in the coming months as a precautionary measure, when and if the weather forecast is unfavorable. A draft has been made for an evacuation plan divided into grids, as a reaction to such circumstances. The plan will be processed in consultation with the residents of Seyðisfjörður and introduced when it is ready.


//Polski//

//Polski//

Komunikat Departamentu Obrony Cywilnej Krajowego Komisarza Policji oraz Komisarza Policji w Islandii Wschodniej.

W ostatnich tygodniach przeprowadzone zostały prace porządkowe w Seyðisfjörður, między innymi na obszarze objętym przez duże osuwisko, które spadło 18 grudnia z tzw. Múli. Dotyczy to domów przy Hafnargata, pod numerami 10, 11, 12, 14, 15, 16b i 18c. Obszar ten jest uważany za strefę roboczą, do której dostęp osób nieupoważnionych jest zabroniony. Do prac porządkowych i budowy umocnień zabezpieczających nad w/w domami wykorzystywany jest ciężki sprzęt budowlany.

Múlaþing, wraz z przedstawicielem Funduszu Lawinowego (Ofanflóðasjóðs), zaproponował przyspieszenie analizy zagrożeń na terenie poza dużym osuwiskiem, dotyczącej domów po obu stronach Stöðvarlækur. Nie ma pewności odnośnie terenów mieszkaniowych w przyszłości.

W związku z tym Krajowy Komisarz Policji w porozumieniu z Komisarzem Policji we Wschodniej Islandii i Islandzkim Urzędem Meteorologicznym zdecydował, aby nie zwiększać stopnia zagrożenia w Seyðisfjörður, podczas trwających nadal prac porządkowych jak nadmieniono powyżej, przygotowania umocnień oraz opracowywania raportu wstępnej oceny obszaru poza osuwiskiem.

Urząd Meteorologiczny uważa, że podczas obecnej zimnej i bezdeszczowej pogody ​​nie ma bezpośredniego ryzyka osunięć ziemi. Ewakuacji ze względów bezpieczeństwa w najbliższych miesiącach można się spodziewać jeśli prognoza pogody byłaby niekorzystna. W odpowiedzi na taką sytuację został przygotowany projekt planu ewakuacji. Plan zostanie przygotowany w porozumieniu z mieszkańcami Seyðisfjörður i przedstawiony, gdy będzie gotowy.

Síðast uppfært: 18. janúar 2021 klukkan 17:25

Almannavarnir

Fundur vísindaráðs almannavarna 5. mars

Vísindaráð 05.03.

Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Fundinn sátu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Orkuveitu Reykjavíkur, Kaust háskóla, Uppsala háskóla, Embætti landlæknis, Sóttvarnalæknir, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR.

Á fundinum var farið yfir mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn.

Líkt og í tilkynningu frá vísindaráði í gær er það mat vísindamanna að nýjustu gögn gefi ekki vísbendingar um að kvika sé að færast nær yfirborði. Meðan þetta ástand varir eru ekki miklar líkur á eldgosi, en gera verður ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt.

Það er sameiginlegt mat vísindaráðs, að ef til goss kemur, benda öll fyrirliggjandi gögn til þess að það verði á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þetta er í samræmi við þær sviðsmyndir sem þegar hafa verið birtar í tilkynningum vísindaráðs. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýra að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hefur engin aflögun mælst sem tengja má því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því er ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili.

Nánar um virknina og úrvinnslu nýjustu gagna

Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram. Mesta skjálftavirknin eftir miðnætti er bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst aðeins í NA, miðað við virkni í gær. Líkanreikningur sýnir að skjálftavirkni vestur af Fagradalsfjalli og við Þorbjörn er vegna spennubreytinga sem kvikugangurinn veldur á stóru svæði allt í kring. Sömuleiðis er virkni við Trölladyngju tengd spennubreytingum frá kvikuganginum.

Enginn órói hefur mælst líkt og mældist fyrir um tveimur sólarhringum síðan. Sá órói benti til þess að kvika væri á hreyfingu á því svæði þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið. Þar er líklega um að ræða svokallaðan kvikugang sem er að myndast, sem mögulega getur brotið sér leið alla leið til yfirborðs.

Farið var yfir nánari túlkun á þeim gervihnattamyndum sem bárust í gær, sem og nýjustu GPS mælingar, sem sýna áframhaldandi færslur á svæðinu. Útbúin voru nokkur líkön byggð á gervihnattamyndunum og nýjustu GPS mælingum til átta sig betur á umfangi og staðsetningu kvikugangsins. Kvikugangurinn liggur nær lóðrétt í jarðskorpunni og áætlað er að hann nái upp á um 2 km dýpi í jarðskorpunni. Mesta opnun jarðskorpunnar er þar fyrir neðan og nær niður á um 5 km dýpi. Miðað við niðurstöður líkanreikninganna þykir hvað áreiðanlegast að gera ráð fyrir að ef til goss kæmi, þá gæti sprunga opnast einhvers staðar á því svæði sem virkast hefur verið undanfarið, sem liggur frá miðju Fagradalsfjalli að Keili.

Líkön gefa til kynna að um væri að ræða meðalstórt gos um 0.3 km3, sem er sambærilegt að umfangi og Arnarseturshraun á Reykjanesskaga. Slíkt gos mynd að öllum líkindum ekki ógna byggð.

Kvikugangurinn liggur mjög grunnt í jarðskorpunni. Líklegustu líkönin benda til þess að gangurinn sé 5-6 km langur og að 1.5-2 km geti verið niður á efra borð hans. Því er full ástæða áfram til að bregðast við þegar óróapúlsar mælast, líkt og um daginn, sem geta verið vísbendingar um upphaf goss.

Þær sviðsmyndir sem eru líklegastar:

 • Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur.
 • Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall
 • Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum
 • Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall:
  • Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar
  • Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð

Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar.

Vísindaráð mun hittast aftur stuttlega á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar.

Rada Naukowa 05.03.

Informacja prasowa:

Rada Naukowa ds. Ochrony Ludności spotkała się dziś na telekonferencji, aby omówić trzęsienie ziemi na półwyspie Reykjanes. W spotkaniu wzięli udział przedstawiciele Islandzkiego Urzędu Meteorologicznego, Uniwersytetu Islandzkiego, Agencji Środowiska, Orkuveity Reykjavíkur, Uniwersytetu Kaust, Uniwersytetu w Uppsali, Embætti landlæknis( Naczelna Izba Lekarska), Epidemiologa, Isavia-ANS, HS-Orka oraz ÍSOR.

Na spotkaniu omówiono pomiary oraz dane z ostatnich 24 godzin.

Jak we wczorajszym komunikacie Rady Naukowej, zdaniem naukowców najnowsze dane nie wskazują na to, że magma szybko zbliża się ku powierzchni. W obecnej sytuacji nie istnieje większe prawdopodobieństwo erupcji, jednak należy brać pod uwagę możliwość, że ta sytuacja może ulec szybkiej zmianie.

Według wspólnej opinii Rady Naukowej wszystkie dostępne dane wskazują na to, że jeśli erupcja nastąpi to obejmie ona obszar między Fagradalsfjall i Keilir. Jest to zgodne z wcześniej opublikowanymi scenariuszami w komunikatach Rady Naukowej. Ponieważ nie wykryto deformacji, która mogłaby być powiązana z wydostawaniem się magmy na powierzchnię efekty napięcia na obszarze metamorficznym między Fagradalsfjall i Keilir mogą być więc wyjaśnieniem dla tych trzęsień ziemi, jakie miały miejsce w Svartsengi i niedaleko Trölladyngja w ostatnich dniach. Dlatego nie ma powodu, aby sądzić, że erupcje teraz w tych miejscach, czy w innych miejscach na półwyspie Reykjanes są nieuchronne, oprócz strefy poza strefą metamorficzną w Fagradalsfjall i Keilir.

Więcej o funkcjonalności i przetwarzaniu najnowszych danych

Trzęsienie ziemi i ruchy magmy trwają nadal. Największa aktywność sejsmiczna jaka miała miejsce po północy ogranicza się do obszaru przy Fagradalsfjall przenosząc się trochę w kierunku NA, w porównaniu z aktywnością wczorajszą. Obliczenia modelowe pokazują, że aktywność sejsmiczna na zachód od Fagradalsfjall i przy Þorbjörn wynika ze zmian napięcia spowodowanych przez kanał magmy na dużym obszarze dookoła. Podobnie aktywność w Trölladyngja jest związana ze zmianami napięcia w komorze magmowej.

Nie zaobserwowano żadnej niepokojącej aktywności, jak miało to miejsce dwa dni temu. Aktywność ta wskazywała na to, że ​​magma przemieszczała się na obszarze, w którym aktywność sejsmiczna była największa. Była to prawdopodobnie formująca się tak zwana komora magmowa (kanał), która prawdopodobnie może przedrzeć się aż do powierzchni.

Dokonano przeglądu bardziej szczegółowej interpretacji otrzymanych wczoraj zdjęć satelitarnych, a także najnowszych pomiarów GPS, które pokazują trwające ruchy w okolicy. Na podstawie zdjęć satelitarnych i najnowszych pomiarów GPS przygotowano kilka modeli, aby lepiej zrozumieć zasięg i lokalizację komory magmowej. Komora magmowa utworzona jest pionowo w skorupie ziemskiej i szacuje się, że sięga na głębokość około 2 km w skorupie ziemskiej. Największe pęknięcie w skorupie ziemskiej znajduje się poniżej i osiąga głębokość około 5 km. Na podstawie wyników obliczeń modelowych za najbardziej wiarygodne uważa się założenie, że w przypadku erupcji ujście może powstać gdzieś w najbardziej aktywnym ostatnio obszarze, który biegnie od centrum Fagradalsfjall do Keilir.

Modele wskazują, że erupcja byłaby średniej wielkości 0,3 km3, porównywalna pod względem wielkości do pola lawy Arnarsetur na półwyspie Reykjanes. Taki obraz erupcji prawdopodobnie nie zagraża osadzie.

Komora magmowa znajduje się bardzo płytko w skorupie ziemskiej. Najbardziej prawdopodobne modele wskazują, że korytarz ma 5-6 km długości, i znajduje się na wysokości 1,5-2 km do jego górnego poziomu. Dlatego istnieją wszelkie powody, aby nadal reagować w przypadku wykrycia impulsów magmy, tak jak miało to miejsce wcześniej, co może wskazywać na początek erupcji.

Najbardziej prawdopodobne scenariusze:

 • Aktywność sejsmiczna zmniejszy się w najbliższych dniach lub tygodniach.
 • Serie trzęsień ziemii będą częstrze wraz z większymi trzęsieniami ziemi, do wielkości 6 w pobliżu Fagradalsfjall.
 • Trzęsienie ziemi o sile do 6,5 będzie miało swoje źródło w Brennisteinsfjöllum.
 • W pobliżu Fagradalsfjall nadal będzie notowana aktywność magmy:

o Aktywność magmy spada, a magma zastyga

o Nastąpi wypływanie lawy z jej przepływem, który prawdopodobnie nie zagrozi zabudowaniom

Przeanalizowano również stan instalacji nowych przyrządów pomiarowych. Eksperci z Biura Meteorologicznego, Uniwersytetu i innych instytucji ciężko pracowali w ostatnich dniach, aby zwiększyć liczbę przyrządów pomiarowych na tym obszarze, aby dać jaśniejszy obraz przebiegu wydarzeń na półwyspie Reykjanes. Liczba stacji GPS została już zwiększona w tym tygodniu i będą kontynuowane prace nad instalacją kolejnych takich stacji w weekend oraz instalacją sejsmometrów. Wszystkie przyrządy pomiarowe będą następnie podłączone do systemu monitoringu Urzędu Meteorologicznego.

Rada naukowa zbierze się ponownie jutro, aby omówić najnowsze dane i pomiary.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis

//English below//
//Tekst w języku polskim poniżej// 

Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Fundinn sátu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR.

Á fundinum var farið yfir mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Mat vísindamanna er að nýjustu gögn gefi ekki vísbendingar um að gos sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Jarðskjálftamælingar sýna að virknin er ennþá mikil á svæðinu, þó dregið hafi úr henni eftir óróapúlsinn sem mældist í gær. Skjálftavirknin hefur verið að færast örlítið í suðvestur, en ennþá er megin virknin á þeim slóðum sem hún hefur verið að undanförnu.

Einnig var farið yfir nýjar InSAR gervihnattamyndir sem bárust í dag. Þær myndir spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars (kl.18:59) og sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Það styðja einnig GPS mælingar, sem sýna áfram nokkuð stöðuga hreyfingu, sem þó virðist hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. GPS mælingarnar, ásamt InSAR gögnum, sýna því að ekki varð veruleg aukning í kvikurhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni 3. mars. Sérfræðingar munu túlka frekar aflögunargögn til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála.

Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög.  Jarðskjálftavirkni og aflögun heldur eigi að síður áfram.  Því hefur þessi atburðarás ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir, að gera verði ráð fyrir að gos geti brotist út ásamt líklegustu staðsetningu og mögulegu umfangi goss. 

Gera verður ráð fyrir að framvinda á Reykjanesskaga muni verða kaflaskipt næstu daga og aftur geta komið skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum (óróapúlsar), sambærilegir þeim sem mældust í gær. Dæmi um slíka kaflaskipta virkni, þar sem kvika kemst á hreyfingu og framkallar púlsa með tíðum smáskjálftum, eru Kröflueldar 1975-1984.  Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni.  Í sumum tilfellum urðu eldgos, í öðrum ekki.

Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast.

Vísindaráð mun hittast aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar.

——–

English

Still signs of a magma path forming in the area between Fagradalsfjall and Keilir

The Civil Protection and Emergency Management‘s Science Board held a meeting online today to discuss the earthquake swarm in Reykjanes Peninsula. Representatives from the Icelandic Met Office, the University of Iceland, the Environment Agency of Iceland, Isavia-ANS, HS-Orka and ÍSOR.

Measuring and data received in the last 24 hours was reviewed at the meeting. Scientists‘ assessment is that the latest data does not indicate an imminent eruption in the next few hours. Earthquake measuring shows that the activity is still strong in the area, although it has decreased after the volcanic unrest measured yesterday. The earthquake activity has been moving slightly southwest, but the main activity is still in the area where it has been as of late.

New InSAR satellite images received today were also reviewed. These images cover the period from February 25 to March 3 (6:59pm) and still show signs of a magma path forming in the area between

 Fagradalsfjall and Keilir. GPS measuring which continues to show a rather consistent movement, that seems however to have slowed down with view of the past few days, as well as InSAR data, also supports this.  The GPS measuring, as well as InSAR data therefore show that there was not a considerable increase in magma movements along with the earthquake activity on March 3. Specialists will further interpret deformation data to understand how much change has taken place and what they mean regarding further developments.

The Science Board‘s conclusion is that the latest measuring and data shows that the signs which surfaced yesterday of a considerable risk of an eruption possibly commencing in the next few hours had greatly diminished. Earthquake activity and deformation continues, nevertheless. This chain of events does therefore not affect the scenarios which the work has been based on, which is that an eruption must be assumed as well as the likeliest location and the possible extent of an eruption.

It must be assumed that developments in Reykjanes Peninsula will be chapter-divided in the next few days and sudden volcanic unrest may occur with frequent small quakes (volcanic unrest), comparable to those measured yesterday. An example of such chapter-divided activity, where magma starts to move and produce unrest with frequent small quakes is the Krafla Fires 1975-1984. The activity there was characterized by considerable earthquake activity and magma movements along with volcanic unrest with small quake activity. In some cases there was an eruption, in others not.

It is the Science Board‘s assessment that it is necessary to take volcanic unrest comparable to that which took place yesterday seriously and assume the possibility of an imminent eruption such measuring is obtained.  

The Science Board will meet again tomorrow to discuss the latest data and measuring.

Photograph obtained from the Icelandic Met Office‘s website.


Polski

W dalszym ciągu istnieją oznaki zbierania się magmy na obszarze między Fagradalsfjall oraz Keilir

Rada Naukowa ds. Ochrony Ludności spotkała się dziś na telekonferencji, aby omówić trzęsienie ziemi na półwyspie Reykjanes. W spotkaniu wzięli udział przedstawiciele Islandzkiego Urzędu Meteorologicznego, Uniwersytetu Islandzkiego, Agencji Środowiska, Isavia-ANS, HS-Orka i ÍSOR.

Na spotkaniu omówiono pomiary i dane otrzymane w ciągu ostatnich 24 godzin. Według oceny naukowców najnowsze dane nie wskazują na nieuchronność erupcji w ciągu najbliższych kilku godzin. Pomiary trzęsień ziemi pokazują, że aktywność na tym obszarze jest nadal wysoka, chociaż zmniejszyła się impulsywność magmy, jaka została zarejestrowana wczoraj. Aktywność sejsmiczna przesunęła się nieznacznie na południowy zachód, ale główna aktywność nadal występuje na obszarach, na których występowała ostatnio.

Przeanalizowano również otrzymane dziś nowe obrazy satelitarne InSAR. Obrazy te obejmują okres od 25 lutego do 3 marca (18:59) i nadal wykazują oznaki formowania się magmy na obszarze między Fagradalsfjall i Keilir. Monitoring GPS nadal wykazuje dość stabilną aktywność, chociaż wydaje się, że zmniejszyła się ona w porównaniu do ostatnich kilku dni. Pomiary GPS wraz z danymi InSAR pokazują, że nie było znaczącego wzrostu ruchów magmy wraz z aktywnością trzęsienia ziemi w dniu 3 marca. Eksperci będą dalej interpretować dane dotyczące zmian jakie zaszły, aby zrozumieć, jaki może mieć to wpływ na rozwoju wydarzeń.

Konkluzja Rady Naukowej jest taka, że ​​najnowsze pomiary i dane pokazują, że aktywność jaka pojawiła się wczoraj, wskazująca na znaczące ryzyko erupcji, mogące zacząć się w ciągu najbliższych kilku godzin, znacznie przygasła. Niemniej jednak aktywność trzęsienia ziemi i deformacje trwają w dalszym ciągu. Te wydarzenia nie zmieniają opracowanych scenariuszy, które zakładają że erupcja może się pojawić oraz że może pojawić się na tej najbardziej prawdopodobnej lokalizacji i z tym możliwym zasięgiem erupcji.

Należy założyć, że wydarzenia na półwyspie Reykjanes zostaną podzielone na sekcje w ciągu najbliższych kilku dni i że nagłe impulsy z częstymi, małymi trzęsieniami ziemi (impulsy aktywności magmy), podobne do tych zmierzonych wczoraj, mogą się powtórzyć. Przykładami takiej przerywanej aktywności, w której magma porusza się i wytwarza impulsy z częstymi małymi trzęsieniami ziemi, są erupcje wulkanu Krafla z lat 1975-1984. Tam aktywność charakteryzowała się znaczną aktywnością sejsmiczną i ruchami magmowymi, którym towarzyszyły impulsy o małej aktywności sejsmicznej. W niektórych przypadkach doszło do erupcji, w innych nie.

Rada Naukowa jest zdania, że ​​impulsy aktywności magmy podobne do tych, które miały miejsce wczoraj, należy potraktować poważnie i wziąć pod uwagę taką możliwość, że jak można z pomiarów wywnioskować, że erupcje mogą się pojawić.

Rada naukowa spotka się jutro ponownie, aby omówić najnowsze dane i pomiary.

Zdjęcie pochodzi ze strony Islandzkiego Urzędu Meteorologicznego

Mynd tekin af vef Veðurstofu Íslands

Síðast uppfært: 4. mars 2021 klukkan 20:46

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Ef gýs á Reykjanesi

//English below// Polski poniże//

Hvernig gosi má búast við?
Eldgos á Reykjanesi eru yfirleitt sprungugos á landi (hraungos) sem vara í nokkra daga eða vikur. Stundum koma vísbendingar stuttu áður en eldgos hefst, en það er ekki alltaf. Sprungugosum af þessu tagi fylgir hraunrennsli og eiturgas getur einnig komið upp. Hraunið rennur hægt, miðað er við gönguhraða, og ef það kemur upp fjarri íbúabyggð þá tekur töluverðan tíma að renna til byggðar ef það nær þangað yfirhöfuð.

Hraun og aska
Í slíkum sprungugosum koma lítil til meðalstór hraun og óverulegur vikur og aska, sem þó geta valdið óþægindum og hættu ef gosið er í stærra lagi. Gosmökkur getur myndast þegar vatnsgufa sameinast eldfjallagasi. Aska sem kemur úr gosi af þessu tagi er óveruleg og ekki það mikil að hún t.d. byrgi fólki sýn. Þetta gerist á öllu tímabilinu samanlagt og getur tekið marga daga.

Hvað þú getur gert til að verja þig gegn ösku?
Dragðu úr ösku innanhúss
• Hafðu allar dyr og glugga lokaða hvenær sem þess er kostur.
Hlífðu augum
• Ef askan er fíngerð skal ganga með hlífðargleraugu eða sjóngleraugu í stað augnlinsa til að hlífa augunum við ertingu.
Takmarkaðu akstur
• Strax eftir öskufall, jafnvel lítið öskufall, geta akstursaðstæður, skyggni og loftgæði versnað verulega, sérstaklega þegar umferð þyrlar öskunni aftur upp. Rigning hefur skyndileg en tímabundin bætandi áhrif á loftgæði þangað til askan þornar aftur. Við mælum með að þú forðist akstur og haldir þig innandyra í kjölfar öskufalls ef þess er kostur. Ef þú verður að aka skaltu halda löngu bili á milli þín og næsta ökutækis á undan og aka hægt.

Varúðarráðstafanir vegna barna
Börnum stafar sama hætta af svifösku og öðrum aldurshópum en áhrifin á þau geta orðið meiri vegna þess að þau eru minni vexti og ekki eins líkleg til að grípa til eðlilegra og skynsamlegra ráðstafana til að forðast snertingu við gosösku að nauðsynjalausu. Þó að allt bendi til þess að inntaka lítils magns af ösku sé ekki hættuleg mælum við með að gerðar séu eftirfarandi varúðarráðstafanir:
• Haldið börnum innandyra eins og kostur er.
• Börn eiga að forðast mikla áreynslu við leiki og hlaup meðan askan svífur í loftinu því að áreynsla veldur hraðari andardrætti og smáar agnir dragast dýpra niður í lungun.
• Gætið þess sérstaklega að koma í veg fyrir að börn leiki sér á svæðum þar sem eru djúp öskulög eða askan hefur dregist í skafla.

Loftmengun
Gas sem kemur upp með gosi getur verið hættulegt í miklu magni. Í minna magni getur það valdið óþægindum s.s. sviða í augum og öndunarfærum. Viðkvæmir einstaklingar, þ.á m. fólk með hjarta- og lungasjúkdóma og börn, ættu að vera sem minnst úti við þegar styrkur gass fer yfir hættumörk. Ungabörn ættu því ekki að sofa utandyra í slíkum aðstæðum.
Almennar ráðleggingar vegna loftmengunar
• Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
• Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.
• Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
Svona gos eru annars eðlis en gos undir jökli eða vatni/sjó þar sem mikið öskufall fylgir, en mjög ólíklegt er að slík gos verði á svæðinu.

Hvað þýðir þetta fyrir almenning?
Allir þeir sem búa í nálægð við eldgos ættu að fylgjast vel með fjölmiðlum og tilkynningum sem berast varðandi gasmengun, en þær upplýsingar eru uppfærðar a.m.k. tvisvar dag hvern í samræmi við veðurspá.

Viðbrögð
Eldgos á því svæði sem nú er talið líklegast er fjarri byggð og kallar ekki á skjót viðbrögð íbúa. Það sem mikilvægast er fyrir fólk á svæðinu er að halda ró sinni og fylgjast með fréttum, sérstaklega hvað varðar loftmengun og öskufall.
Fólk ætti að forðast að fara í skoðunarferðir nærri eldgosasvæðinu

Síðast uppfært: 3. mars 2021 klukkan 19:37

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin