Almannavarnir

Seyðisfjörður: Rýming í varúðarskyni vegna hættu á skriðuföllum

//Polski poniżej//
//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

 • Rýming á Seyðisfirði í varúðarskyni vegna hættu á skriðuföllum.
 • Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum.  Ákveðið hefur verið að rýma neðangreind svæði á Seyðisfirði vegna áframhaldandi úrkomuspár. Rýmingu skal lokið í kvöld kl. 19:00.

Um eftirtalin hús er að ræða:

 • Öll hús við Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52,  54 og 56.
 • Fossgata 4, 5 og 7
 • Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c

Í kvöld og nótt þriðjudaginn 16. febrúar, er spáð ákafri úrkomu á Austfjörðum í austan- eða norðaustanátt, meðal annars á Seyðisfirði. Spáð er að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði geti jafnvel orðið yfir 60 mm sem leggst við 70 mm úrkomu og leysingar frá því á laugardag. Reiknað er með því að það byrji að rigna upp úr hádegi en mestri ákefð er spáð milli kl. 18-24 í kvöld. Hitastig er núna yfir frostmarki í fjallahæð og talsverð leysing hefur verið síðan um helgina.

Þessi rýming er í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember 2020 og hvernig jarðlög bregðast við ákafri úrkomu. Rýmt er til að byrja með við minni rigningu og/eða leysingu en áður, þar til meiri reynsla fæst á stöðugleika hlíðarinnar. Þessi reynsla fæst með því að fylgjast með því hvernig jarðlög bregðast við úrkomu í kjölfar skriðuhrinunnar í desember og einnig er verið að byggja upp reynslu á túlkun gagna úr nýjum mælitækjum.

Staða rýmingar verður endurmetin á morgun, en búist er við hægt kólnandi veðri á miðvikudag og á fimmtudag verður aftur komið frost til fjalla.

Fjöldahjálparstöðin í Herðubreið verður opin eins og þörf þykir. Þjónustumiðstöð almannavarna verður áfram opin í Herðubreið á Seyðisfirði en einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og hringja í 839 9931 utan opnunartíma. 


//Polski//

Komunikat Departamentu Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji i Szefa Policji we wschodniej Islandii:

 • Ewakuacja jako środek ostrożności ze względu na ryzyko osunięcia się ziemi.
 • Ogłoszono stan wyjątkowy w Seyðisfjörður.

Krajowy komisarz policji, w porozumieniu z komisarzem policji we wschodniej Islandii i Islandzkim Urzędem Meteorologicznym, ogłasza stan wyjątkowy w Seyðisfjörður ze względu na ryzyko osunięć ziemi. Podjęto decyzję o ewakuacji obszaru poniżej w Seyðisfjörður ze względu na dalsze prognozy opadów. Ewakuacja zakończy się dziś wieczorem o godz 19:00.

Są to następujące domy:

 • Wszystkie domy od Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52,  54 og 56.
 • Fossgata 4, 5 og 7
 • Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c

Dziś wieczorem i wieczorem we wtorek 16 lutego na wschodnich i północnych Fiordach Wschodnich, w tym w Seyðisfjörður, prognozowane są obfite opady deszczu. Skumulowane opady w Seyðisfjörður mogą nawet przekroczyć 60 mm, nawet do 70 mm opadów i roztopy od soboty. Oczekuje się, że około południa zacznie padać, ale największe opady spodziewane są między 18-24 wieczorem. Temperatura wyżej w górach jest teraz powyżej zera, a od weekendu nastąpią znaczne roztopy.

Ta ewakuacja jest środkiem ostrożności, ponieważ nie ma pewności co do stabilności zboczy w Botnabrún po osuwiskach w grudniu 2020 r. I tego, jak warstwy reagują na intensywne opady. Można rozpocząć od mniejszej ilości opadów i / lub roztopów niż wcześniej, aż do zdobycia większych danych w zakresie stabilności zbocza. Dane te zdobywane są poprzez obserwację, jak warstwy reagują na opady atmosferyczne po grudniowym osuwisku, a także na podstawie interpretacji danych z nowych przyrządów pomiarowych.

Stan ewakuacji zostanie jutro ponownie poddany ocenie. W środę spodziewane jest stopniowe ochłodzenie, mróz w górach od czwartku.

Punkt pomocy w Herðubreið będzie otwarty w razie potrzeby. Centrum Służby Ochrony Ludności będzie nadal otwarte w Herðubreið w Seyðisfjörður, można jednak również wysyłać zapytania na adres e-mail [email protected] i dzwonić pod numer 839 9931 poza godzinami otwarcia.


//English//

Announcement from the national commissioner’s civil defence department and the chief of police in East Iceland:

 • Precautionary evacuation due to possibility of landslides.
 • Alert phase declared in Seyðisfjörður.

The national commissioner, in consultation with the chief of police of the East of Iceland and Iceland’s meteorological office declares a phase of alert in Seyðisfjörður due to possibility of landslides. It has been decided to evacuate the following areas in Seyðisfjörður due to continuous foercasted precipitation. Evacuation shall be complete by 19:00 this evening.

 The following houses are to be evacuated:

 • All houses by Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52,  54 og 56.
 • Fossgata 4, 5 og 7
 • Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c

 Heavy rain and easterly- or northeasterly wind is forecasted the evening and night of Thursday the 16th in East Iceland, including Seyðisfjörður. Cumulative precipitation could go above 60 mm, which will add to 70 mm precipitation and thaw from Saturday. It’s expected to start raining around noon, but rainfall will peak in intensity between 18:00-24:00 tonight. The temperature is currently above freezing point in the mountains and there has been a considerable thaw since the weekend. This evacuation is precautionary since there is uncertainty regarding the stability of the hills in Botnabrún prior to the landslides in December of 2020 and how sedimentary strata has responded to excessive precipitation. Evacuation is initiated by a less amount of rain and/or thaw than before, until more knowledge is acquired on the stability of the hill. This knowledge is acquired by monitoring how strata reacts to precipitation following the landslide in December. Experience is also being acquired in reading data from new monitoring devices.

The evacuation will be evaluated tomorrow, but the temperature is expected to cool on Wednesday and will drop below freezing in the mountains on Thursday.

The mass emergency shelter will be open in Herðubreið as needed. The Civil Defence and Emergency Management‘s Service Centre will continue to be open in Herðubreið in Seyðisfjörður but inquiries can also be directed to the email address [email protected] or at tel. 839 9931 outside of opening hours.

Síðast uppfært: 16. febrúar 2021 klukkan 16:33

Almannavarnir

Kort af hættusvæðinu við gosstöðvarnar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út kort sem afmarkar það svæði sem er lokað á gosstöðvunum. Á þessu svæði er fólk í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið á gosstöðvum. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættur sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Opnun nýrrar gossprungu án sýnilegra undanfara gæti valdið bráðri hættu

Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag 8. apríl 2021. Á fundinum var farið yfir skjálftagögn og mælingar á aflögun auk framgang gossins, dreifingu hrauns, framleiðslu gosefna og þeirri mengun sem fylgir eldgosinu.

Þá voru ræddar þær hættur sem snúa að fólki sem sækir gosstöðvarnar heim og hvaða svæði væru hættulegust með tilliti til mögulegrar opnunar á nýjum sprungum, hraunflæðis og gasmengunar.

Mesta skjálftavirknin á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta fundi er norðarlega í kvikuganginum og nær að Keili. Við Litla Hrút mælast grunnir skjálftar og er fylgst vel með þeirri virkni. Lítil aflögun mælist á Reykjanesskaganum en merki um breytingar komu fram við nýjar gossprungur sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt þriðjudags.

Breytingarnar eru mjög litlar og fyrirboðar áður en sprungurnar opnast ekki greinanlegir. Vísbendingar eru um að á svæðinu frá sunnanverðum Geldingadölum og NA fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur geti opnast á næstu dögum eða vikum.

Bráðabirgðamælingar benda til þess að hraunflæði hafi frekar aukist við opnun síðustu gossprungna, en nákvæmari mælinga er að vænta fyrir morgundaginn. Hraun rennur frá öllum sprungunum þremur og fer það niður í Meradali og Geldingadali. Við opnun á fleiri sprungum og auknu hraunflæði má leiða líkur að því að magn gass frá gosstöðvunum gæti hafi aukist miðað við það sem áður var þegar einungis gaus í Geldingadölum. Mesta afgösunin kemur frá gígunum en mun minna frá hraunrennslinu sjálfu. Mikil mengun mælist í kringum gosstöðvarnar, en utan hennar dvínar hún hratt. Veðurstofan hefur sett upp tvo síritandi gasmæla, annan við gönguleið A og hinn í Meradölum.

Veðurstofan mun vinna heildarhættumat fyrir svæðið þar sem tekið er á hættu vegna hraunrennslis, gasmengunar og möguleika á myndun nýrra gossprungna. Opnun nýrrar gossprungu án sjáanlegra undanfara gæti valdið bráðri hættu fyrir fólk. Svæðið sem þessi hætta nær til er talið vera þar sem kvikan náði næst yfirborði eða frá SV hluta Geldingadala NA að Litlahrúti.

Mynd: Almannavarnir

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd beðnir um að loka gluggum vegna gasmengunnar.

Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu. Hún er aðallega ætluð íbúum Voga á Vatnsleysuströnd:
Gasspáin sýnir mökkinn fara yfir Voga á Vatnsleysuströnd í kvöld og þar mælist nú mengun: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Spáð er að vindinn lægi um miðnætti og verður breytilega átt í fyrramálið, ný gasspá er væntaleg um kl. 22:30.

Íbúar eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín. Sjá mæld gildi og frekari leiðbeiningar á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin