Almannavarnir

Seyðisfjörður: Rýmingu aflétt á svæðinu undir Múlanum – Almannavarnastig lækkað í óvissustig

//Polski poniżej//
//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

  • Rýmingu aflétt á svæðinu undir Múlanum
  • Almannavarnastig lækkað úr hættustigi í óvissustig

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði úr hættustigi á óvissustig.  Hættustig hefur verið í gildi frá 20. desember þegar það var lækkað úr neyðarstigi vegna skriðunnar sem féll 18. desember síðastliðinn.

Síðustu vikur hefur farið fram hreinsun á áhrifasvæðum skriðufalla sem féllu 15.-18. desember og hefur gengið vel.  Samhliða hreinsuninni hefur verið unnið að gerð bráðavarna og telst þeim lokið á nokkrum svæðum.  Jafnframt er fylgst grant með frekari skriðuhættu og telst hún ekki yfirvofandi til skamms tíma litið.  Vegna þessa hefur verið ákveðið að aflétta rýmingu á þeim húsum sem standa undir Múlanum:

Um er að ræða hús við Hafnargötu nr.  10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c, en þau hafa öll verið rýmd frá því 18. desember þegar stóra skriðan féll. Búið er að kynna íbúum undir Múla þessa ákvörðun.

Unnið er að frumathugun vegna varanlegra varna fyrir byggðina og endurskoðun á hættumati vegna skriðufalla.  Unnið er að sérstöku mati fyrir svæðið utan við stóru skriðuna sem féll 18. desember við Stöðvarlæk og má búast við niðurstöðum á næstu dögum.  Ekki er enn sem komið er heimilt að dvelja í þeim íbuðarhúsum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar.

Gerð reitaskipts rýmingakorts vegna hættu á skriðuföllum er á lokastigum.  Áfram má búast við að gripið verður til rýminga á næstu mánuðum ef veðurskilyrði verða óhagstæð eða mikil rigning í veðurspám.

Opnunartími Þjónustumiðstöðvar almannavarna í Herðubreið á Seyðisfirði er á milli klukkan 11-17 mánudaga til fimmtudaga og 11-16 á föstudögum. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og hringja í 839 9931 utan opnunartíma.


//Polski//

Komunikat Departamentu Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji i Komendanta Policji we wschodniej Islandii:

  • Odwołanie ewakuacji w rejonie Múli
  • Alarm osuwiskowy ze stanu alarmowego zmniejszono do stanu ostrzegawczego 

Krajowy komisarz policji w porozumieniu z komendantem policji we wschodniej Islandii podjął decyzję o obniżeniu stanu alarmowego w Seyðisfjörður ze stanu alarmowego do stanu ostrzegawczego. Stan alarmowy obowiązuje od 20 grudnia, po obniżeniu stanu z kryzysowego w wyniku osuwiska, jakie zeszło 18 grudnia. 

W ostatnich tygodniach porządkowano obszary uderzenia osuwisk, jakie zeszły w dniach 15-18 grudnia. Prace te zakończone zostały pomyślnie. Równolegle z porządkowaniem przeprowadzano prace nad budową tymczasowych konstrukcji ochronnych, które na kilku obszarach już zostały utworzone. Ponadto, dalsze zagrożenie osuwiskami jest ściśle monitorowane. Nie uważa się aby jakieś zagrożenie miało wystąpić w najbliższym czasie. W związku z tym postanowiono odwołać ewakuację domów pod Múli.

Są to domy przy ulicy Hafnargata nr 10, 11, 12, 14, 15, 16b i 18c. Wszystkie te zabudowania zostały objęte ewakuacją 18 grudnia, kiedy nastąpiło wielkie osuwisko. Mieszkańcy Múli już zostali poinformowani o tej decyzji.

Prowadzone są prace studyjne pod kątem trwałej konstrukcji zabezpieczającej zabudowania oraz prace nad oceną zagrożenia wystąpienia osuwisk. Obszar poza dużym osuwiskiem, które spadło 18 grudnia w Stöðvarlækur, będzie poddany specjalnej ocenie. Wyników można się spodziewać w ciągu najbliższych kilku dni. W tych budynkach mieszkalnych nie jest jeszcze dozwolone przebywanie na podstawie decyzji rady gminy.

Wykonanie mapy ewakuacji zmian terenowych ze względu na zagrożenie osuwiskami jest w końcowej fazie. W nadchodzących miesiącach nadal można spodziewać się ewakuacji, w przypadku prognozy niekorzystnych warunków pogodowych lub ulewnego deszczu.

Centrum Służby Ochrony Ludności w Herðubreið w Seyðisfjörður jest otwarte w godzinach 11-17 od poniedziałku do czwartku i 11-16 w piątki. Zapytania można również wysyłać na adres e-mail [email protected] i dzwonić pod numer 839 9931 poza godzinami otwarcia.


//English//

Notification from the Department of Civil Protection and Emergency Management and the Police Commissioner in East Iceland:

  • Evacuation lifted in the area under Múlinn 
  • Civil protection phase lowered from danger alert to uncertainty phase

The National Police Commissioner in agreement with the Police Commissioner in East Iceland has decided to lower the civil protection phase in Seyðisfjörður from danger alert to uncertainty phase. Danger alert has been in effect from December 20, when it was reduced from crisis phase, due to the mud slide which fell last December 18th.   

Cleaning has been ongoing in the past weeks in the areas affected by mudslides, which fell December 15-18 and has been successful. Emergency levees have been constructed at the same time and they are considered completed in some areas. Further risk of mudslides is closely monitored and it is not considered imminent in the coming days. It has therefore been decided to lift evacuation of the houses standing under Múlinn.   

The houses referred to are in Hafnargata no. 10, 11, 12, 14, 15, 16b and 18c; they have all been evacuated since December 18th when the big mudslide fell. Residents under Múli have been notified of this decision. 

An initial examination is being done with view of permanent protection of the population as well as a review of the danger assessment due to mudslides. A specific assessment is being done for the area outside the big mudslide which fell December 18 by Stöðvarlækur and results may be expected in the next few days. It is still not permitted to stay in those homes, according to the municipality’s decision. 

The making of an area-divided evacuation map is in its final stages. Evacuation may still be expected in the coming months if weather conditions become unfavorable or the weather forecast is for heavy rain.

Opening hours of the Department of Civil Protection and Emergency Management Service Centre in Herðubreið in Seyðisfjörður are between 11 AM and 5 PM, Monday through Friday. Inquiries may also be sent to the email address [email protected]and tel. 839 9931 outside opening hours. 

Síðast uppfært: 25. janúar 2021 klukkan 23:46

Almannavarnir

Kort af hættusvæðinu við gosstöðvarnar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út kort sem afmarkar það svæði sem er lokað á gosstöðvunum. Á þessu svæði er fólk í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið á gosstöðvum. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættur sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Opnun nýrrar gossprungu án sýnilegra undanfara gæti valdið bráðri hættu

Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag 8. apríl 2021. Á fundinum var farið yfir skjálftagögn og mælingar á aflögun auk framgang gossins, dreifingu hrauns, framleiðslu gosefna og þeirri mengun sem fylgir eldgosinu.

Þá voru ræddar þær hættur sem snúa að fólki sem sækir gosstöðvarnar heim og hvaða svæði væru hættulegust með tilliti til mögulegrar opnunar á nýjum sprungum, hraunflæðis og gasmengunar.

Mesta skjálftavirknin á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta fundi er norðarlega í kvikuganginum og nær að Keili. Við Litla Hrút mælast grunnir skjálftar og er fylgst vel með þeirri virkni. Lítil aflögun mælist á Reykjanesskaganum en merki um breytingar komu fram við nýjar gossprungur sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt þriðjudags.

Breytingarnar eru mjög litlar og fyrirboðar áður en sprungurnar opnast ekki greinanlegir. Vísbendingar eru um að á svæðinu frá sunnanverðum Geldingadölum og NA fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur geti opnast á næstu dögum eða vikum.

Bráðabirgðamælingar benda til þess að hraunflæði hafi frekar aukist við opnun síðustu gossprungna, en nákvæmari mælinga er að vænta fyrir morgundaginn. Hraun rennur frá öllum sprungunum þremur og fer það niður í Meradali og Geldingadali. Við opnun á fleiri sprungum og auknu hraunflæði má leiða líkur að því að magn gass frá gosstöðvunum gæti hafi aukist miðað við það sem áður var þegar einungis gaus í Geldingadölum. Mesta afgösunin kemur frá gígunum en mun minna frá hraunrennslinu sjálfu. Mikil mengun mælist í kringum gosstöðvarnar, en utan hennar dvínar hún hratt. Veðurstofan hefur sett upp tvo síritandi gasmæla, annan við gönguleið A og hinn í Meradölum.

Veðurstofan mun vinna heildarhættumat fyrir svæðið þar sem tekið er á hættu vegna hraunrennslis, gasmengunar og möguleika á myndun nýrra gossprungna. Opnun nýrrar gossprungu án sjáanlegra undanfara gæti valdið bráðri hættu fyrir fólk. Svæðið sem þessi hætta nær til er talið vera þar sem kvikan náði næst yfirborði eða frá SV hluta Geldingadala NA að Litlahrúti.

Mynd: Almannavarnir

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd beðnir um að loka gluggum vegna gasmengunnar.

Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu. Hún er aðallega ætluð íbúum Voga á Vatnsleysuströnd:
Gasspáin sýnir mökkinn fara yfir Voga á Vatnsleysuströnd í kvöld og þar mælist nú mengun: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Spáð er að vindinn lægi um miðnætti og verður breytilega átt í fyrramálið, ný gasspá er væntaleg um kl. 22:30.

Íbúar eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín. Sjá mæld gildi og frekari leiðbeiningar á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin