Almannavarnir

Seyðisfjörður: Rýmingu ekki aflétt í bili – Hreinsun gengur vel

//Polski poniżej//
//English below//

Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og sveitarfélagsins Múlaþings var haldinn í dag. Fjallað var um stöðu rýminga, almannavarnastig, veðurspá næstu daga og fleira.

Unnið er að hreinsunarstarfi í Fossgötu og í Múla. Það starf gengur vel og unnið að því samhliða að mynda varnargarð fyrir ofanflóð við Fossgötu og dýpka farveg Búðarár. Vonir standa til að þeirri vinnu verði að mestu lokið innan fárra daga.

Vegna úrkomuspár fyrir laugardag var ákveðið að aflétta ekki rýmingu í Fossgötu að svo komnu. Það mun þó ráðast nokkuð af hversu vel veðurspá gengur eftir og vinna við gerð varnargarðs. Náttúrulegar varnir eru við Múla en engu að síður þykir rétt að aflétta ekki rýmingu þar heldur vegna úrkomuspár fyrir laugardag. Það verði þá gert samhliða afléttingu rýmingar í Fossgötu. Vonir standa til að hvorutveggja geti gerst á sunnudag eða mánudag.  

Þá var farið yfir mögulega afléttingu rýmingar utan við skriðu, við Stöðvarlæk.  Þar er enn unnið að mælingum vegna sprungna meðal annars sem myndast hafa á svæði er tengist stóru skriðunni er féll 18. desember síðastliðinn. Ekki er talið ráðlegt að aflétta rýmingum þar fyrr en frekari mælingar og greiningar hafa verið gerðar. Stefnt verður að ákvörðun um þau hús eins fljótt og auðið er.

Talsverðri úrkomu er sem fyrr segir spáð á laugardag. Vel er fylgst með stöðugleika í hlíðum vegna þess og verða upplýsingar sendar daglega á þessum vettvangi fram á laugardag, lengur ef þurfa þykir.


//English//

A consultation meeting of the Police in Austurland (East fjords), the Civil Protection Department of the National Commissioner of Police, Icelandic Meteorological Office, and the municipality of Múlaþing was held today. The status of evacuations, civil protection level, the weather forecast of the next few days and more were discussed.

Clearance work is being carried out in Fossgata and in Múli. The job is going well and at the same time work is carried out in making flood defences at Fossgata and deepening the channel of Búðarár river. It is hoped that this work will be completed for the most part within a few days.

Due to precipitation forecasts for Saturday, it was decided not to cancel evacuation in Fossgata for the time being.  However, it will depend somewhat on to what extent the weather forecast proves true. There are natural defences by Múli but, nevertheless, it is considered right not to cancel evacuation there either due to precipitation forecasts for Saturday. It will then be carried out in parallel to the cancellation of evacuation in Fossgata. It is hoped that both can happen on Sunday or Monday. 

Moreover, the possible cancellation of evacuation outside the landslide, by Stöðvará river, was reviewed. There, measurements are being carried out due to cracks that have formed among others in areas connected to the big avalanche that occurred on 18 December.  It is not considered advisable to cancel evacuations there until further measurements and analyses have been made.  A decision regarding those houses will be made as soon as possible. 

As mentioned before, a considerable precipitation is forecast on Saturday. Stability in the hills is closely monitored due to this and information will be sent daily in this forum until Saturday, longer if necessary.


//Polski//

W dniu dzisiejszym odbyło się spotkanie konsultacyjne między policją we wschodniej Islandii, Departamentem Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji, Islandzkim Urzędem Meteorologicznym oraz gminą Múlaþing. Omówiono stan ewakuacji, status ochrony ludności, prognozę pogody na najbliższe dni i nie tylko. 

Na ulicy Fossgata i Múli trwają prace porządkowe. Prace przebiegają dobrze, a jednocześnie trwają prace nad utworzeniem zabezpieczenia przeciwpowodziowego przy ulicy Fossgata i pogłębieniem koryta rzeki Búðará. Mamy nadzieję, że większość tych prac zostanie ukończona w ciągu kilku dni. 

Ze względu na prognozę pogody względem opadów, na sobotę zdecydowano nie odwoływać ewakuacji dla ulicy Fossgata. Będzie to jednak w pewnym stopniu zależało od tego, jak dobrze się sprawdzi prognoza pogody i jak będą przebiegać prace przy budowie zabezpieczeń. Przy Múli istnieją naturalne ochrony, ale mimo to uważa się, że nie należy odwoływać tam ewakuacji, ze względu na prognozę sobotnich opadów. Odwołanie ewakuacji nastąpi równolegle z odwołaniem dla ulicy Fossgata. Mamy nadzieję, że w niedzielę lub poniedziałek oba te miejsca będą mogły odwołać stan ewakuacyjny. 

Omówiono również możliwość odwołania ewakuacji poza osuwisko, przy Stöðvará. Pomiary są tam nadal prowadzone ze względu na pęknięcia, które powstały na obszarze związanym z dużym osuwiskiem, które miało miejsce 18 grudnia. Nie uważa się za wskazane odwoływanie tam ewakuacji do czasu wykonania dalszych pomiarów i analiz. Decyzja w sprawie tych domów zostanie podjęta tak szybko, jak to możliwe. 

W sobotę prognozowane są spore opady. W rezultacie stabilność na stokach jest ściśle monitorowana, a informacje będą przesyłane na tym forum codziennie do soboty, w razie potrzeby dłużej.

Síðast uppfært: 13. janúar 2021 klukkan 18:12

Almannavarnir

Ekki sér fyrir endann á gosinu

Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag 15. apríl 2021. Á fundinum var farið yfir skjálftagögn og mælingar á aflögun, framgang gossins, dreifingu hrauns, framleiðslu gosefna og þá mengun sem fylgir eldgosinu.

Áfram er mesta skjálftavirkni á Reykjanesskaga norðarlega í kvikuganginum, við Litla-Hrút og að Keili.  Lítil aflögun mælist á þessu svæði bæði á GPS tækjum og í gervitunglagögnum.

Síðustu vikuna hafa opnast nýir gígar á sprungunni á milli Geldingadala og þess gígs sem opnaðist annan í páskum.  Þetta hefur haft áhrif á hvert hraun rennur og bunkast nú upp hraun í SA hluta Geldingadala og má búast við að það renni úr skarðinu sem þar er á næstunni.  Rætt var um hvort hægt væri að sjá fyrir þegar nýjar opnanir verða á sprungunni innan eldgosasvæðisins, en merkin eru afar lítil og erfitt að mæla þau með þeim hætti að hægt verði að vara fyrir með mikilli vissu og fyrirvara.

Hraunflæði hefur verið nokkuð stöðugt frá upphafi goss, þó hægt sé að greina litlar sveiflur inn á milli.  Ekkert bendir til þess að það sjái fyrir endann á gosinu.  Gosmengun er mest við gosstöðvarnar og dvínar hratt með aukinni fjarlægð frá þeim.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Kort af hættusvæðinu við gosstöðvarnar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út kort sem afmarkar það svæði sem er lokað á gosstöðvunum. Á þessu svæði er fólk í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið á gosstöðvum. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættur sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Opnun nýrrar gossprungu án sýnilegra undanfara gæti valdið bráðri hættu

Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag 8. apríl 2021. Á fundinum var farið yfir skjálftagögn og mælingar á aflögun auk framgang gossins, dreifingu hrauns, framleiðslu gosefna og þeirri mengun sem fylgir eldgosinu.

Þá voru ræddar þær hættur sem snúa að fólki sem sækir gosstöðvarnar heim og hvaða svæði væru hættulegust með tilliti til mögulegrar opnunar á nýjum sprungum, hraunflæðis og gasmengunar.

Mesta skjálftavirknin á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta fundi er norðarlega í kvikuganginum og nær að Keili. Við Litla Hrút mælast grunnir skjálftar og er fylgst vel með þeirri virkni. Lítil aflögun mælist á Reykjanesskaganum en merki um breytingar komu fram við nýjar gossprungur sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt þriðjudags.

Breytingarnar eru mjög litlar og fyrirboðar áður en sprungurnar opnast ekki greinanlegir. Vísbendingar eru um að á svæðinu frá sunnanverðum Geldingadölum og NA fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur geti opnast á næstu dögum eða vikum.

Bráðabirgðamælingar benda til þess að hraunflæði hafi frekar aukist við opnun síðustu gossprungna, en nákvæmari mælinga er að vænta fyrir morgundaginn. Hraun rennur frá öllum sprungunum þremur og fer það niður í Meradali og Geldingadali. Við opnun á fleiri sprungum og auknu hraunflæði má leiða líkur að því að magn gass frá gosstöðvunum gæti hafi aukist miðað við það sem áður var þegar einungis gaus í Geldingadölum. Mesta afgösunin kemur frá gígunum en mun minna frá hraunrennslinu sjálfu. Mikil mengun mælist í kringum gosstöðvarnar, en utan hennar dvínar hún hratt. Veðurstofan hefur sett upp tvo síritandi gasmæla, annan við gönguleið A og hinn í Meradölum.

Veðurstofan mun vinna heildarhættumat fyrir svæðið þar sem tekið er á hættu vegna hraunrennslis, gasmengunar og möguleika á myndun nýrra gossprungna. Opnun nýrrar gossprungu án sjáanlegra undanfara gæti valdið bráðri hættu fyrir fólk. Svæðið sem þessi hætta nær til er talið vera þar sem kvikan náði næst yfirborði eða frá SV hluta Geldingadala NA að Litlahrúti.

Mynd: Almannavarnir

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin