Umhverfisstofnun

Skilti tímabundið úr leik vegna framkvæmda við Gullfoss

31. júlí.2020 | 14:04

Skilti tímabundið úr leik vegna framkvæmda við Gullfoss

Vegna frétta og umræðu um skilti við Gullfoss og meintan skort á mikilvægum upplýsingum um umhverfissinnann Sigríði frá Brattholti, vill Umhverfisstofnun, umsjónaraðili hins friðlýsta svæðis, taka fram að baráttu Sigríðar gegn virkjun fossins er að jafnaði getið í ýmsum upplýsingum sem lesa má á skiltum við fossinn. Vegna framkvæmda á efri stíg og við útsýnispall við Gullfoss hafa aftur á móti nokkur skilti verið tekin niður tímabundið í sumar. Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.

“Barátta Sigríðar fyrir fossinum var ósérhlífin og einstök. Hún lagði oft nótt við dag til að fylgja máli sínu eftir, fór í langferðir yfir fjallvegi, óð stórár á hvaða tíma árs sem var og átti marga fundi með embættismönnum í Reykjavík. Vegna þessarar baráttu hefur Sigríður oft verið nefnd fyrsti umhverfissinni Íslands,” segir m.a. í texta á skilti í gestastofu Gullfoss.

Öll skilti við efri stíg hafa verið fjarlægð tímabundið vegna framkvæmdanna. Áætlað er að framkvæmdum við fossinn ljúki í september. Ætla má að upplýsingamál og samhengi þeirra komist í gott horf upp úr því.

Umhverfisstofnun þakkar vinsamlegar ábendingar um texta á einu skiltanna sem hverfist nokkuð ítarlega um útlit Sigríðar. Mun sá texti sæta endurskoðun.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

24. júní.2021 | 13:30

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf., Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi þar sem breytingin fól í sér að bæta við tegundinni gullinrafa í eldið.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. maí 2021 til og með 21. júní 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

Halda áfram að lesa

Heilsa

Nýir sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun

23. júní.2021 | 15:52

Nýir sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun

Inga Dóra Hrólfsdóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir hafa verið ráðnar til starfa sem sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun.

Aðalbjörg Birna er ráðin í starf sviðsstjóra sviðs mengunarvarna, vatns, lofts og jarðvegs. Hún er með B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í umhverfis – og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám í umhverfisstjórnun á Ítalíu og umhverfisverkfræði í Danmörku.

Aðalbjörg Birna hefur góða stjórnunarreynslu auk víðtækrar þekkingar á málaflokkum sviðs mengunarvarna. Hún hefur starfað hjá Umhverfisstofnun síðustu tólf ár, þar af síðustu fjögur ár sem verkefnisstjóri fyrir innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins á Íslandi þ.m.t. við áætlanagerð. Áður starfaði hún sem teymisstjóri fyrir mengandi starfsemi og mat á umhverfisáhrifum í fjögur ár, sem deildarstjóri náttúruverndarmála í tvö ár og sem sérfræðingur í náttúruvernd fyrstu tvö árin hjá stofnuninni. Aðalbjörg Birna starfaði auk þess í sjö ár samhliða störfum sínum hjá Umhverfisstofnun sem gestafyrirlesari og þátttakandi í rannsóknarverkefnum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði hjá Háskóla Íslands. Birna hefur störf sem sviðsstjóri þann 1. september, samhliða gildistöku nýs skipurits.

Inga Dóra er ráðin í starf sviðsstjóra náttúruverndar og grænna áfangastaða. Inga Dóra er með B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Chalmers Tækniháskóla í Svíþjóð. Auk þess er hún með D-vottun í verkefnastjórnun IPMA og er að ljúka AMP stjórnunarnámi frá IESE Háskólanum í Barcelona.

Inga Dóra hefur víðtæka reynslu af stjórnun. Hún hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í tæp tuttugu ár og undanfarin tvö ár hefur hún gegnt stöðu verkefnisstjóra stefnumótandi verkefna, þar sem hún sá m.a. um verkefnastýringu SPARCS Evrópuverkefnis og hélt utan um verkefni tengd umhverfismálum. Áður starfaði Inga Dóra sem framkvæmdastjóri hjá Veitum ohf. í fimm ár en fyrirtækið annast rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu í almannaþágu. Fram að því var hún í ýmsum öðrum stjórnunarstörfum hjá OR en hún hefur starfað þar sem framkvæmdastjóri veitusviðs, framkvæmdastjóri þróunar, sviðsstjóri framkvæmda, sviðsstjóri tæknimála og deildarstjóri landupplýsingakerfis. Inga Dóra hefur störf þann 1. ágúst.

Mikill fengur er af þessum reyndu stjórnendum til að leiða öflugan hóp starfsfólks Umhverfisstofnunar til áframhaldandi árangurs í náttúru- og umhverfisvernd á grundvelli framsýni og samstarfs.   

Halda áfram að lesa

Heilsa

Skotpróf vegna hreindýraveiða, frestur til og með 30. júní

22. júní.2021 | 10:55

Skotpróf vegna hreindýraveiða, frestur til og með 30. júní

Umhverfisstofnun vill minna hreindýraveiðimenn, sem eru með úthlutað leyfi, á að taka skotpróf vegna hreindýraveiða fyrir 1.júlí.

Nú þegar þetta er skrifað eiga um 700 veiðimenn eftir að taka skotpróf. Tíminn styttist og því hvetjum við veiðimenn til að fara í prófið sem fyrst til að losna við örtröð sem getur myndast síðustu dagana. Upplýsingar um skotprófið  má finna á hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin