Innlent

Skýrsla ASÍ um verðþróun á dagvörumarkaði

Framboð eða úrval á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum hefur aukist töluvert undanfarna mánuði, en verð á innfluttum landbúnaðarvörum hefur hækkað í flestum tilfellum meira en á þeim innlendu.Í sumum vöruflokkum hækkaði verð á innfluttum landbúnaðarvörum þó ekki mikið umfram verð á innlendum vörum og tiltölulega lítið sé horft til veikingar krónunnar á tímabilinu sem verðtakan fór framÞetta er niðurstaða verðkönnunar sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undanfarna mánuði.

Mikilvægt er að fylgjast með verðþróun samhliða breytingum á tollaumhverfi svo unnt sé að greina hvort breytingar skili sér raunverulega í auknu framboði og/eða lægri verðum til neytenda. Tilgangur verkefnisins var því að styrkja eftirlit á markaði og afla nauðsynlegra verðgagna svo unnt sé  fylgjast sérstaklega með samkeppni og verðþróun á dagvörumarkaði, á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörumVerkefnið nær einkum tilkjötafurða, osta og grænmetis.

Frá desember 2019 til september 2020 framkvæmdi ASÍ því mánaðarlegar verðkannanir í verslunum á öllu landinu (að mars mánuði undanskildum) og hefur nú skilað Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skýrslu. 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:

• Framboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði til hefur aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum aukast á sama tíma. 

• Verð á innfluttum landbúnaðarvörum hækkaði í sumumtilfellum meira en verð á innlendum landbúnaðarvörum. Verðhækkanir á innfluttu svínakjöti og innfluttum ostum voru töluvert meiri en á innlendum vörum í sömu flokkum. Minni munur var á verðhækkunum á innfluttu og innlendu nautakjöti. Innfluttar unnar kjötvörur (reykt kjöt, álegg, pylsur o.þ.h.) hækkuðu minna í verði en þær innlendu. Innflutt alifuglakjöt lækkaði í verði á meðan innlent alifuglakjöt hækkaði í verði. Mestar verðhækkanir voru á ostum í könnuninni, en innfluttir ostar hækkuðu um 9% samanborið við 6,5% hækkun á innlendum ostum. 

•  Á því tímabili sem verðtakan fór fram veiktist gengi krónunnar um 16,7%. Ef gengi krónu gagnvart Evru á sama tímabili er skoðað má sjá að krónan hefur veikst um 20% síðan í desember 2019.Veiking krónunnar hefur tilhneigingu til að fara nokkuð hratt út í verðlag á dagvörumarkaði. 

• Almennt virðist innflutt grænmeti hækkað umtalsvert meira á tímabilinu en innlendar vörur. Framboð reyndist hins vegar nokkuð óstöðugt og liggja ekki eins góð verðgögn fyrir um grænmeti, líkt og fyrir kjöt og osta

Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020

Vöruflokkur í könnun

Innfluttar vörur

Innlendar vörur

Nautakjöt

Svínakjöt

Alifuglakjöt

Unnar kjötvörur

Ísl. rófur

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 13. – 14. júní 2022

01. júlí 2022

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu fjármálafyrirtækja og fjármálakerfis, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðuna á fasteignamarkaði og eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja. Jafnframt ræddi nefndin um öryggi og skilvirkni fjármálainnviða og mikilvægi þeirra fyrir stöðugleika fjármálakerfisins. Nefndin fékk upplýsingar um skilaáætlanir fyrir kerfislega mikilvæga banka og um gerð opinberrar stefnu um fjármálastöðugleika sem Fjármálastöðugleikaráð vinnur að.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90% í 85% en að halda hlutfallinu fyrir aðra kaupendur óbreyttu í 80%. Nefndin ákvað jafnframt að setja viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar í reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána til neytenda. Viðmiðið er að lágmarki 3% fyrir vexti verðtryggðra íbúðalána og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Nefndin ákvað jafnframt að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár. Fjármálastöðugleikanefnd ákvað við ársfjórðungslegt endurmat á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi hans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í september sl. mun hann hækka úr 0% í 2% í lok september 2022.

Þá áréttaði nefndin mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 13. -14. júní 2022 (13.fundur). Birt 1. júlí 2022.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar

Halda áfram að lesa

Innlent

Tiltekinn fjöldi tapaðra tanna ekki eina forsenda þátttöku sjúkratrygginga vegna slyss

 

Í lögum um sjúkratryggingar er ekki kveðið með tæmandi hætti á um hvaða rétt fólk hefur til fjárhagslegrar aðstoðar vegna tannréttinga. Sama gegndi um reglugerðarákvæði þar að lútandi. 

Halda áfram að lesa

Innlent

Utanríkisráðherra ávarpar sérstaka umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan

Mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna bar hæst í ávarpi utanríkisráðherra fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í sérstakri umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan í dag. Ráðherra tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. 

„Síversnandi staða mannréttinda kvenna og stúlkna í Afganistan er gífurlegt áhyggjuefni. Ekkert ríki í alþjóðasamfélaginu neitar stúlkum um grunnskólamenntun með aðeins einni undantekningu, Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ávarpi fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þá lagði hún áherslu á að alþjóðasamfélagið haldi áfram að styðja við afgönsku þjóðina og hvatti til stofnsetningu réttmæts kjörins stjórnvalds sem fulltrúi þjóðarinnar sem virðir jafnframt mannréttindi allra, þar með talið kvenna og stúlkna. 

Ávarp sem utanríkisráðherra flutti á fundinum í dag má lesa í heild sinni hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin