Sönghópurinn Spectrum þakkaði heilbrigðisstarfsfólki fyrir hjálp í Covid-19 faraldrinum með því að syngja við upphaf Sumargleði Landspítala 15. maí 2020.

Sönghópurinn Spectrum hefur starfað síðan árið 2003. Stjórnandi er Ingveldur Ýr Jónsdóttir. 
Þetta er metnaðarfullur hópur sem alltaf syngur nótnalaust á tónleikum og „giggum“ og æfir reglulega einu sinni í viku. Æfingin 10. mars var örlagarík því í kjölfar hennar veiktust átta af nítján sem á henni voru. Allur hópurinn þurfti að fara í sóttkví og sumir urðu mikið veikir og þurftu á þjónustu Landspítala að halda. Fyrir þá hjálp þökkuðu kórfélagarnir í Spectrum með söng sínum í beinni útsendingu frá tómri Seltjarnarneskirkju þar sem tveir metrar voru milli fólks.