Connect with us

Alþingi

Stafrænir fundir í stað Norðurlandaráðsþings

Birt

on

26.10.2020

Norðurlandaráðsþingi sem halda átti í Reykjavík þessa viku var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir það er fundað í nefndum, landsdeildum og flokkahópum. Allir fundir eru fjarfundir en vikan verður samt sem áður hápunktur norrænna stjórnmála árið 2020, því fjölmargir mikilvægir pólitískir leiðtogafundir verða haldnir dagana 26.–30. október. Vegna hinnar norrænu þingviku eru engir þingfundir á Alþingi þessa viku. 

Opinn umræðufundur um Covid-19 og afleiðingar faraldursins fyrir norrænt samstarf verður haldinn þriðjudagskvöldið 27. október kl. 18–19:30. Umræðurnar verða sendar út beint á netinu. Sérstakur gestur fundarins verður António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 

Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs verður sömuleiðis stafræn og verður hægt að fylgjast með henni í sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum, þar með talið á RÚV, eða í beinu streymi á netinu á þriðjudagskvöld og hefst kl. 20:10. 

67. Norðurlandaráðsþing í HörpuNorðurlandaráðsþing var síðast haldið í Reykjavík haustið 2015. 

Lesa meira

Alþingi

Þingskjali útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 27. nóvember

Birt

on

By


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,
Fax 563 0550,
Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Lesa meira

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 2. desember

Birt

on

By

27.11.2020

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 2. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

Alþingi

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hittast á fjarfundi

Birt

on

By

26.11.2020

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hitti þingforseta norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkja á fjarfundi í dag að frumkvæði forseta finnska þingsins, fr. Anu Vehviläinen. Ræddu þingforsetarnir stöðu kórónuveirufaraldursins og viðbrögð þjóðþinganna í löndunum átta en viðsjár eru víða í fjölgun smita.

Þá gerðu forsetarnir grein fyrir þeim málum sem efst eru á baugi í þingunum og þjóðmálaumræðu. Einnig ræddu þátttakendur öryggisógnir, svo sem upplýsingaöryggi, uppgang öfgahyggju og aðrar ógnir. Ennfremur var á dagskrá staða mála á nærsvæðum ríkjanna átta og fluttu tveir finnskir sérfræðingar erindi um stöðu og þróun mála í Hvíta-Rússlandi. Að lokum ræddu þingforsetarnir um sameiginleg verkefni til eflingar lýðræðis og styrkingar þingræðis í Evrópu.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin