Eftirfarandi grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, birtist í Kjarnanum á jóladag:
Það verður víst nóg um greinar sem tíunda allt hið slæma sem gerst hefur á því annus horribilis sem 2020 hefur verið. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott eins og sagði í Dýrunum í Hálsaskógi. Kófið hefur haft ýmsar jákvæðar aukaverkanir og sú sem við hjá SVÞ fögnum helst er að fleiri hafa öðlast skilning á mikilvægi stafrænnar umbreytingar og séð kosti hennar og þau tækifæri sem hún skapar. Fjöldi fastheldinna manna og kvenna sem aldrei fyrr hefðu samþykkt fundarhöld á netinu, rafræna viðburði og annað slíkt, hafa verið neyddir út fyrir þægindarammann og ýtt af hörku inn í nútímann. Fólk sem áður fussaði og sveiaði yfir frösum á borð við „stafræn þróun” og „stafræn umbreyting” gerir sér í dag ekki bara grein fyrir því að það verður að vera með, heldur einnig því að þessar breytingar eru af hinu góða ef við höldum rétt á málunum.
Hið opinbera hefur sett stafræna stjórnsýslu kyrfilega á dagskrá og nýlega bárust af því fréttir að Ísland hafi færst upp um sjö sæti á mælikvarða Sameinuðu þjóðanna á stafrænni opinberri þjónustu og sitji þar nú í 12. sæti af 193 löndum. Því ber að fagna, enda njótum við öll góðs af þeirri hagræðingu sem þessi vegferð hefur í för með sér, bæði í tíma og fjármagni, svo ekki séu nefnd jákvæð umhverfisáhrif. Þeir tæpu tíu milljarðar á ári sem ríkið mun spara árlega eftir um 3-5 ár eru einnig fjármunir sem augljóslega má nýta til betri verka í framtíðinni. Stafrænt Ísland og tengd verkefni eru því mikilvæg og verðug fjárfesting ríkisins.
Stjórnvöld hafa einnig hugað að ýmsum fleiri þáttum, svo sem máltækni og gervigreind, gagnanýtingu, færnimati á vinnumarkaði, tæknilegum innviðum og netöryggi, að ekki sé minnst á nýsköpun, auk þess að hafa skuldbundið sig til norræns samstarfs sem kallar á verulega nýtingu stafrænnar tækni – og nauðsynlegrar tilheyrandi hæfni. Í sumum þessara þátta hefur aðgerðum verið hrint af stað en öðrum ekki.
Það sem stjórnvöldum hefur hins vegar yfirsést hingað til er að huga að stuðningi við stafræna umbreytingu atvinnulífsins. Tækniþróunin er einfaldlega svo hröð að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að hægt sé að treysta eingöngu á markaðsöflin til að atvinnulífið geti haldið í við hana og nýtt sér ávinning hennar almennilega. Þátttaka í þessu tæknikapphlaupi er óhjákvæmileg – það er einfaldlega ekki hægt að vera ekki með – og eins og staðan er núna er íslenskt atvinnulíf að dragast aftur úr.
Hvað er þá til ráða? Til að Ísland geti verið samkeppnishæft á alþjóðasviðinu verðum við öll að leggjast á eitt til að efla atvinnulífið í nýtingu stafrænnar tækni til verðmætasköpunar – og sköpunar starfa. Stjórnvöld víða um heim hafa þegar gert sér grein fyrir þessu, ekki síst á hinum Norðurlöndunum og víða annars staðar í Evrópu þar sem til staðar er skýr skilningur á mikilvægi stafrænnar umbreytingar atvinnulífsins sem undirstöðu lífsgæða og velferðar. Stjórnvöld þessara landa hafa nú fyrir nokkrum árum bæði mótað stefnu og gripið til markvissra aðgerða til að tryggja að fyrirtæki þeirra og starfsfólk á vinnumarkaði hafi það sem þarf til þess að halda í við þróunina á alþjóðavísu og í tilfelli nágranna okkar á hinum Norðurlandanna, að vera í fremstu röð stafrænnar umbreytingar í heiminum.
Íslenskt atvinnulíf er því miður almennt skammt komið á stafrænni vegferð og hefur hingað til ekki hlotið stuðnings stjórnvalda í því efni. Því lengur sem við erum að koma okkur almennilega af stað, því erfiðara verður að ná og halda í við samanburðarríki okkar og tryggja til framtíðar þá velferð og þau lífsgæði sem við viljum búa við. Önnur lönd eru komin á fljúgandi ferð – við verðum að koma okkur úr startholunum sem allra fyrst. Til að íslenskt atvinnulíf geti nýtt stafræna þróun sér og okkur öllum til framdráttar þurfa nokkrir hlutir að gerast:
Stjórnir og stjórnendur fyrirtækja þurfa að öðlast greinargóðan skilning og þekkingu á stafrænni umbreytingu, ávinningi hennar, hvernig á að stýra stafrænum umbreytingarverkefnum á farsælan og árangursríkan hátt og síðast en ekki síst því að þessi þróun er ekki einstakt verkefni heldur nýr veruleiki sem kominn er til að vera
Bæði stjórnendur fyrirtækja og starfsfólk á vinnumarkaði þurfa að hafa þá stafrænu hæfni sem þarf til að geta nýtt sér tæknina sér til framdráttar
Fjármagn til að fara í stafræn umbreytingarverkefni og almennur skilningur þarf að vera á að slík verkefni eru fjárfesting til framtíðar, en ekki útgjöld
SVÞ og VR hafa hafið samtal við stjórnvöld um þetta mikilvæga mál og fengið jákvæðar undirtektir. Við höfum lagt til samstarf þvert á stjórnvöld, atvinnulíf, vinnumarkað, háskólasamfélag og aðra hagaðila um að hraða stafrænni þróun í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði með vitundarvakningu og eflingu stafrænnar hæfni, til að tryggja samkeppnishæfni Íslands og lífsgæði í landinu. Lagðar hafa verið fram markvissar, skýrar og vel ígrundaðar tillögur sem eru tilbúnar til framkvæmda. Málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum og vonir okkar standa til að samstarf geti hafist sem allra fyrst á nýju ári.
Stafræn vegferð ríkisins hefur sýnt, svo ekki verður um villst, að ef við Íslendingar tökum skýra ákvörðun um að ganga í málin getum við áorkað ótrúlegustu hlutum. Á mettíma höfum við rokið upp stigatöfluna í opinberri stafrænni stjórnsýslu. Nú er kominn tími til að setja stafræna umbreytingu atvinnulífsins á dagskrá, rjúka upp þá stigatöflu og verða fullgildir þátttakendur með frændum okkar á Norðurlöndunum í því að leiða stafræna umbreytingu okkur öllum til heilla.
Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Fundinn sátu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Orkuveitu Reykjavíkur, Kaust háskóla, Uppsala háskóla, Embætti landlæknis, Sóttvarnalæknir, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR.
Á fundinum var farið yfir mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn.
Það er sameiginlegt mat vísindaráðs, að ef til goss kemur, benda öll fyrirliggjandi gögn til þess að það verði á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þetta er í samræmi við þær sviðsmyndir sem þegar hafa verið birtar í tilkynningum vísindaráðs. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýra að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hefur engin aflögun mælst sem tengja má því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því er ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili.
Nánar um virknina og úrvinnslu nýjustu gagna
Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram. Mesta skjálftavirknin eftir miðnætti er bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst aðeins í NA, miðað við virkni í gær. Líkanreikningur sýnir að skjálftavirkni vestur af Fagradalsfjalli og við Þorbjörn er vegna spennubreytinga sem kvikugangurinn veldur á stóru svæði allt í kring. Sömuleiðis er virkni við Trölladyngju tengd spennubreytingum frá kvikuganginum.
Enginn órói hefur mælst líkt og mældist fyrir um tveimur sólarhringum síðan. Sá órói benti til þess að kvika væri á hreyfingu á því svæði þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið. Þar er líklega um að ræða svokallaðan kvikugang sem er að myndast, sem mögulega getur brotið sér leið alla leið til yfirborðs.
Farið var yfir nánari túlkun á þeim gervihnattamyndum sem bárust í gær, sem og nýjustu GPS mælingar, sem sýna áframhaldandi færslur á svæðinu. Útbúin voru nokkur líkön byggð á gervihnattamyndunum og nýjustu GPS mælingum til átta sig betur á umfangi og staðsetningu kvikugangsins. Kvikugangurinn liggur nær lóðrétt í jarðskorpunni og áætlað er að hann nái upp á um 2 km dýpi í jarðskorpunni. Mesta opnun jarðskorpunnar er þar fyrir neðan og nær niður á um 5 km dýpi. Miðað við niðurstöður líkanreikninganna þykir hvað áreiðanlegast að gera ráð fyrir að ef til goss kæmi, þá gæti sprunga opnast einhvers staðar á því svæði sem virkast hefur verið undanfarið, sem liggur frá miðju Fagradalsfjalli að Keili.
Líkön gefa til kynna að um væri að ræða meðalstórt gos um 0.3 km3, sem er sambærilegt að umfangi og Arnarseturshraun á Reykjanesskaga. Slíkt gos mynd að öllum líkindum ekki ógna byggð.
Kvikugangurinn liggur mjög grunnt í jarðskorpunni. Líklegustu líkönin benda til þess að gangurinn sé 5-6 km langur og að 1.5-2 km geti verið niður á efra borð hans. Því er full ástæða áfram til að bregðast við þegar óróapúlsar mælast, líkt og um daginn, sem geta verið vísbendingar um upphaf goss.
Þær sviðsmyndir sem eru líklegastar:
Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur.
Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall
Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum
Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall:
Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar
Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð
Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar.
Vísindaráð mun hittast aftur stuttlega á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar.
Rada Naukowa 05.03.
Informacja prasowa:
Rada Naukowa ds. Ochrony Ludności spotkała się dziś na telekonferencji, aby omówić trzęsienie ziemi na półwyspie Reykjanes. W spotkaniu wzięli udział przedstawiciele Islandzkiego Urzędu Meteorologicznego, Uniwersytetu Islandzkiego, Agencji Środowiska, Orkuveity Reykjavíkur, Uniwersytetu Kaust, Uniwersytetu w Uppsali, Embætti landlæknis( Naczelna Izba Lekarska), Epidemiologa, Isavia-ANS, HS-Orka oraz ÍSOR.
Na spotkaniu omówiono pomiary oraz dane z ostatnich 24 godzin.
Według wspólnej opinii Rady Naukowej wszystkie dostępne dane wskazują na to, że jeśli erupcja nastąpi to obejmie ona obszar między Fagradalsfjall i Keilir. Jest to zgodne z wcześniej opublikowanymi scenariuszami w komunikatach Rady Naukowej. Ponieważ nie wykryto deformacji, która mogłaby być powiązana z wydostawaniem się magmy na powierzchnię efekty napięcia na obszarze metamorficznym między Fagradalsfjall i Keilir mogą być więc wyjaśnieniem dla tych trzęsień ziemi, jakie miały miejsce w Svartsengi i niedaleko Trölladyngja w ostatnich dniach. Dlatego nie ma powodu, aby sądzić, że erupcje teraz w tych miejscach, czy w innych miejscach na półwyspie Reykjanes są nieuchronne, oprócz strefy poza strefą metamorficzną w Fagradalsfjall i Keilir.
Więcej o funkcjonalności i przetwarzaniu najnowszych danych
Trzęsienie ziemi i ruchy magmy trwają nadal. Największa aktywność sejsmiczna jaka miała miejsce po północy ogranicza się do obszaru przy Fagradalsfjall przenosząc się trochę w kierunku NA, w porównaniu z aktywnością wczorajszą. Obliczenia modelowe pokazują, że aktywność sejsmiczna na zachód od Fagradalsfjall i przy Þorbjörn wynika ze zmian napięcia spowodowanych przez kanał magmy na dużym obszarze dookoła. Podobnie aktywność w Trölladyngja jest związana ze zmianami napięcia w komorze magmowej.
Nie zaobserwowano żadnej niepokojącej aktywności, jak miało to miejsce dwa dni temu. Aktywność ta wskazywała na to, że magma przemieszczała się na obszarze, w którym aktywność sejsmiczna była największa. Była to prawdopodobnie formująca się tak zwana komora magmowa (kanał), która prawdopodobnie może przedrzeć się aż do powierzchni.
Dokonano przeglądu bardziej szczegółowej interpretacji otrzymanych wczoraj zdjęć satelitarnych, a także najnowszych pomiarów GPS, które pokazują trwające ruchy w okolicy. Na podstawie zdjęć satelitarnych i najnowszych pomiarów GPS przygotowano kilka modeli, aby lepiej zrozumieć zasięg i lokalizację komory magmowej. Komora magmowa utworzona jest pionowo w skorupie ziemskiej i szacuje się, że sięga na głębokość około 2 km w skorupie ziemskiej. Największe pęknięcie w skorupie ziemskiej znajduje się poniżej i osiąga głębokość około 5 km. Na podstawie wyników obliczeń modelowych za najbardziej wiarygodne uważa się założenie, że w przypadku erupcji ujście może powstać gdzieś w najbardziej aktywnym ostatnio obszarze, który biegnie od centrum Fagradalsfjall do Keilir.
Modele wskazują, że erupcja byłaby średniej wielkości 0,3 km3, porównywalna pod względem wielkości do pola lawy Arnarsetur na półwyspie Reykjanes. Taki obraz erupcji prawdopodobnie nie zagraża osadzie.
Komora magmowa znajduje się bardzo płytko w skorupie ziemskiej. Najbardziej prawdopodobne modele wskazują, że korytarz ma 5-6 km długości, i znajduje się na wysokości 1,5-2 km do jego górnego poziomu. Dlatego istnieją wszelkie powody, aby nadal reagować w przypadku wykrycia impulsów magmy, tak jak miało to miejsce wcześniej, co może wskazywać na początek erupcji.
Najbardziej prawdopodobne scenariusze:
Aktywność sejsmiczna zmniejszy się w najbliższych dniach lub tygodniach.
Serie trzęsień ziemii będą częstrze wraz z większymi trzęsieniami ziemi, do wielkości 6 w pobliżu Fagradalsfjall.
Trzęsienie ziemi o sile do 6,5 będzie miało swoje źródło w Brennisteinsfjöllum.
W pobliżu Fagradalsfjall nadal będzie notowana aktywność magmy:
o Aktywność magmy spada, a magma zastyga
o Nastąpi wypływanie lawy z jej przepływem, który prawdopodobnie nie zagrozi zabudowaniom
Przeanalizowano również stan instalacji nowych przyrządów pomiarowych. Eksperci z Biura Meteorologicznego, Uniwersytetu i innych instytucji ciężko pracowali w ostatnich dniach, aby zwiększyć liczbę przyrządów pomiarowych na tym obszarze, aby dać jaśniejszy obraz przebiegu wydarzeń na półwyspie Reykjanes. Liczba stacji GPS została już zwiększona w tym tygodniu i będą kontynuowane prace nad instalacją kolejnych takich stacji w weekend oraz instalacją sejsmometrów. Wszystkie przyrządy pomiarowe będą następnie podłączone do systemu monitoringu Urzędu Meteorologicznego.
Rada naukowa zbierze się ponownie jutro, aby omówić najnowsze dane i pomiary.
Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur, eða til föstudagsins 19. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um miðjan febrúar. Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Alþjóðamál, öryggis- og varnarmál og COVID-19 voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda sem fram fór í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir samband ríkjanna standa sterkar eftir kórónuveirufaraldurinn.
Utanríkisráðherrar Norðurlanda ræddust við á fjarfundi í dag þar sem þróun mála á alþjóðavettvangi var meðal annars í brennidepli. Ráðherrarnir ítrekuðu mikilvægi Atlantshafstengslanna og fögnuðu m.a. endurkomu Bandaríkjanna í Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra leiddi þessa umræður og gerði þar m.a. grein fyrir nýafstöðnu samráði Íslands við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál.
„Norðurlandasamstarfið er bæði fjölbreytt og þróttmikið og líklega hefur það aldrei staðið sterkar en einmitt nú. Í fyrra tók ég þátt í 31 ráðherrafundi með Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem segir sína sögu um mikilvægi samstarfsins á þeim óvissutímum sem nú eru uppi. Þar gildir einn fyrir alla og allir fyrir einn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Þá fjölluðu ráðherrarnir um málefni Kína, þar á meðal stöðuna í Hong Kong. Einnig lýstu ráðherrarnir yfir stuðningi við formennsku Svíþjóðar í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem þeir tóku við um áramótin. Norðurlöndin hafa lagt sérstaka áherslu á mannréttindamál innan ÖSE og í því sambandi áréttuðu ráðherrarnir stuðning sinn við lýðræði og mannréttindi í Hvíta-Rússlandi. Noregur tók sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um áramótin til næstu tveggja ára og fögnuðu ráðherrarnir áherslu þeirra á fjölþjóðasamvinnu og alþjóðalög, friðaruppbyggingu, málefni hafsins, loftslagsmál, mannréttindi og jafnrétti innan ráðsins.
Þá var rætt um stöðu mála varðandi yfirstandandi heimsfaraldur m.a. hvað varðar bólusetningar og bólusetningarvottorð, sem gætu auðveldað ferðalög milli ríkja.
Auk Guðlaugs Þórs tóku þátt í fundinum Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, og Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands.