Innlent

Þingsályktun um framtíðarsýn fyrir heilbrigðisþjónustu við aldraða

Tillaga heilbrigðisráðherra til þingsályktunar sem felur í sér framtíðarsýn fyrir heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní síðastliðinn. Þingsályktunin verður grunnur að vinnu verkefnastjórnar sem skipuð hefur verið til að leiða vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk og vinna aðgerðaáætlun á þessu sviði til fjögurra ára sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2023.

Vorið 2021 lét heilbrigðisráðherra vinna drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða með áherslu á heildarskipulag þjónustunnar og þverfaglegt samstarf. Þingsályktunartillagan sem Alþingi hefur nú samþykkt var byggð á þessum stefnudrögum og tekur framsetning hennar mið af áherslum heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Eins og þar kemur fram ályktar Alþingi að aldrað fólk á Íslandi skuli búa við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra er tryggt. 

Helstu efnisatriði þingsályktunarinnar

Meðal þess sem þingsályktunin kveður á um er að löggjöf um réttindi, þátttöku og skipulag þjónustu við eldra fólk verði endurskoðuð. Þjónusta í sveitarfélögum og heilbrigðisumdæmum verði samræmd og sömuleiðis mat á þjónustuþörf. Velferðartækni verði nýtt í auknum mæli í þjónustu við eldra fólk. Öldruðum og aðstandendum þeirra verði tryggður aðgangur að samræmdum upplýsingum um þjónustuframboð á öllum stigum heilbrigðisþjónustu. Einnig er kveðið á um að fjármögnunarkerfi vegna dvalar og langtímaumönnunar á hjúkrunarheimilum verði endurskoðað, reglulegt gæðaeftirlit verði með öllum hjúkrunarheimilum á landinu og að menntun og þjálfun starfsfólks sem veitir öldruðu fólki heilbrigðisþjónustu verði í samræmi við kröfur um gæði þjónustunnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdar verði reglubundnar þjónustukannanir. Aukin áhersla verður lögð á að vinna gegn einmanaleika aldraðs fólks, meðal annars með auknum forvörnum og aukinni virkni.

Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hefur verið skipuð verkefnastjórn sem mun leiða vinnu við heildarendurskoðun þjónustu við eldra fólk. Henni er ætlað að stuðla að samvinnu og samhæfingu á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila. Einnig er henni ætlað að forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem lögð verður fram á Alþingi vorið 2023. Í framhaldi af því skal verkefnastjórnin vinna skipulega að innleiðingu og framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar, meðal annars með tillögum um hvaða breytingar á lögum og reglugerðum þarf að ráðast í til að ná fram þeim markmiðum sem sett eru fram. Verkefnastjórnin skal hafa víðtækt samráð við sveitarfélög, samtök eldri borgara, þjónustuaðila og aðra hagaðila. Í gær, 21. júní var undirrituð viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Að yfirlýsingunni standa félags- og vinnumálaráðherra, heilbrigðisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamband eldri borgara. 

Eins og áður segir verða gerðar áætlanir um aðgerðir til fimm ára í senn til að hrinda í framkvæmd þeirri framtíðarsýn sem þingsályktunin byggir á í samráði við helstu hagsmunaaðila og verða þær áætlanir uppfærðar árlega.

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 13. – 14. júní 2022

01. júlí 2022

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu fjármálafyrirtækja og fjármálakerfis, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðuna á fasteignamarkaði og eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja. Jafnframt ræddi nefndin um öryggi og skilvirkni fjármálainnviða og mikilvægi þeirra fyrir stöðugleika fjármálakerfisins. Nefndin fékk upplýsingar um skilaáætlanir fyrir kerfislega mikilvæga banka og um gerð opinberrar stefnu um fjármálastöðugleika sem Fjármálastöðugleikaráð vinnur að.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90% í 85% en að halda hlutfallinu fyrir aðra kaupendur óbreyttu í 80%. Nefndin ákvað jafnframt að setja viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar í reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána til neytenda. Viðmiðið er að lágmarki 3% fyrir vexti verðtryggðra íbúðalána og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Nefndin ákvað jafnframt að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár. Fjármálastöðugleikanefnd ákvað við ársfjórðungslegt endurmat á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi hans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í september sl. mun hann hækka úr 0% í 2% í lok september 2022.

Þá áréttaði nefndin mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 13. -14. júní 2022 (13.fundur). Birt 1. júlí 2022.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar

Halda áfram að lesa

Innlent

Tiltekinn fjöldi tapaðra tanna ekki eina forsenda þátttöku sjúkratrygginga vegna slyss

 

Í lögum um sjúkratryggingar er ekki kveðið með tæmandi hætti á um hvaða rétt fólk hefur til fjárhagslegrar aðstoðar vegna tannréttinga. Sama gegndi um reglugerðarákvæði þar að lútandi. 

Halda áfram að lesa

Innlent

Utanríkisráðherra ávarpar sérstaka umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan

Mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna bar hæst í ávarpi utanríkisráðherra fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í sérstakri umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan í dag. Ráðherra tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. 

„Síversnandi staða mannréttinda kvenna og stúlkna í Afganistan er gífurlegt áhyggjuefni. Ekkert ríki í alþjóðasamfélaginu neitar stúlkum um grunnskólamenntun með aðeins einni undantekningu, Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ávarpi fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þá lagði hún áherslu á að alþjóðasamfélagið haldi áfram að styðja við afgönsku þjóðina og hvatti til stofnsetningu réttmæts kjörins stjórnvalds sem fulltrúi þjóðarinnar sem virðir jafnframt mannréttindi allra, þar með talið kvenna og stúlkna. 

Ávarp sem utanríkisráðherra flutti á fundinum í dag má lesa í heild sinni hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin