Alþingi

Þórunn Egilsdóttir alþingismaður látin

11.7.2021

Þórunn Egilsdóttir alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknarflokksins lést 9. júlí. Hér á eftir fara kveðjuorð forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar:

Þær sorgarfréttir bárust í gær að Þórunn Egilsdóttir, félagi okkar og vinur hér á þingi, væri látin. Þessar fréttir voru óvæntar þó svo við höfum öll fylgst með hetjulegri baráttu hennar við sjúkdóminn sem nú hefur lagt hana að velli langt fyrir aldur fram.

Hún var baráttuglöð og bar sig vel þegar hún kom og heilsaði upp á okkur undir lok þinghaldsins í vor, hafandi þá tekið að sér að flytja ávarp þingkvenna á atburði á vegum heimsþings kvenleiðtoga sem Ísland hefur fóstrað sl. fjögur ár.

Eftir á að hyggja var þetta verðugt lokaverkefni fyrir Þórunni, hún var baráttukona í margföldum skilningi þess orðs, sauðfjárbóndi efst úr Vesturdal í Vopnafirði sem með virkri þátttöku í sínu nærsamfélagi vann sér inn orðstír til að setjast á þing og starfa þar með reisn svo lengi sem henni entist heilsa og aldur til.

Hér á þingi minnumst við hennar sérstaklega sem félaga í forsætisnefnd Alþingis og sem þingflokksformanns. Í báðum tilvikum var jafn gott að vinna með Þórunni, sem ver einstaklega traust og yfirveguð á hverju sem gekk.

Alþingi saknar vinar í stað þar sem er Þórunn Egilsdóttir. Við kveðjum hana með söknuð í hjarta, vottum eiginmanni hennar, börnum, fjölskyldu og nærsamfélagi samúð okkar allra, þingmanna og starfsfólks Alþingis.

Þórunnar Egilsdóttur verður minnst með hefðbundnum hætti á þingfundi þegar þing kemur saman að nýju.

Steingrímur J. Sigfússon,
forseti Alþingis

Alþingi

Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 22. september

22.9.2021

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 22. september 2021:

Skjölin eru aðgengileg á vef þingsins.


Halda áfram að lesa

Alþingi

Auður Hauksdóttir hlýtur verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021

17.9.2021

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021 voru afhent í Jónshúsi 11. september þegar haldið var upp á 50 ára afmæli menningar- og félagsstarfs í Jónshúsi. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Auður Hauksdóttir, prófessors emerita. Að mati forsætisnefndar Alþingis hefur Auður með störfum sínum lagt af mörkum ríkulegan skerf til skilnings á mikilvægi dönskukennslu í íslenska skólakerfinu og þeirri þýðingu sem hún hefur sem samskiptamál fyrir Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir. Með þessu hefur hún styrkt bönd Íslands við norrænar frændþjóðir og fyrir það hlaut hún Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2021.

Verðlaunin hafa áður hlotið:

 • 2020: Böðvar Guðmundsson, rithöfundur. ljóðskáld, leikskáld og fv. kennari
 • 2019: Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundur og fv. kennari
 • 2018: Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður
 • 2017: Annette Lassen, rannsóknardósent
 • 2016: Dansk-Islandsk samfund
 • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri
 • 2013: Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari
 • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus
 • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
 • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri
 • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi
 • 2008: Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

JS-5F.v. Helga Hauksdóttir sendiherra, Auður Hauksdóttir verðlaunahafi og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Málverk af Guðbjarti Hannessyni í Alþingishúsinu

14.9.2021

Málverk af Guðbjarti Hannessyni, fyrrverandi forseta Alþingis, var afhjúpað í Skála Alþingishússins í dag að viðstöddum forseta Alþingis, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Guðbjarts úr Samfylkingunni, og fleiri gestum.

Stephen Lárus Stephen listmálari málaði myndina og verður henni komið fyrir í efrideildarsal.

Guðbjartur Hannesson var forseti Alþingis árið 2009.

Guðbjartur var alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2007 þar til hann lést, 23. október 2015. Hann var þingmaður fyrir Samfylkinguna og var félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra 2010 og velferðarráðherra 2011–2013.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_1Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ásamt Sigrúnu Ásmundsdóttur, ekkju Guðbjarts, við afhjúpun málverksins af Guðbjarti Hannessyni.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_2Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, flutti ávarp fyrir hönd flokkssystkina.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_3

Sigrún Ásmundsdóttir og dæturnar Hanna María og Birna Guðbjartsdætur.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_4

Sigrún Ásmundsdóttir ásamt Stephen Lárus Stephen listmálara, höfundi portrettsins.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin