Neytendastofa

Thule innkallar Thule Sleek barnakerrur

30.07.2020

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Thule AB vegna innköllunar á Thule Sleek barnakerrum með tegundarnúmerum 11000001 – 11000019. Barnakerrurnar sem verið er að innkalla voru framleiddar á tímabilinu maí 2018 til september 2019. Innan Íslands var viðkomandi vöru dreift af Nordic Games Ltd. Samkvæmt tilkynningunni kemur fram að handfang á barnakerrunni eigi í hættu á að losna frá grind kerrunnar sem geti haft fallhættu í för með sér fyrir barnið.
Thule mun hafa samband við neytendur sem hafa orðið fyrir áhrifum af gallanum í gegnum vefsíðu sína og með aðstoð dreifingaraðila.
Neytendastofa hvetur neytendur til að hætta notkun á barnakerrunni þangað til að úrbætur hafa verið gerðar.

Halda áfram að lesa

Innlent

Pústþjónusta BJB ehf innkallar dekk

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pústþjónustu BJB ehf sem er umboðsaðili Continental dekkja um að innkalla þurfi 16 bíldekk sem seld hafa verið hérlendis. Um er að ræða innköllun sem er í gildi á öllu EU og EES svæðinu. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að dekkið haldi ekki lofti og geti þar af leiðandi skapað hættu í akstri.

Halda áfram að lesa

Innlent

Pínupons innkallar Regnboga Nagleikfang

Neytendastofu hefur borist tilkynningin frá vefversluninni pinupons.is um innköllun á vörunni “Regnboga Nagleikfang”, í öllum seldum litum, sem markaðsett var sem leikfang og selt á tímabilinu 20. desember 2020 – 24. febrúar 2021. Neytendastofa fékk ábendingu um að verslunin hafi verið að selja nagleikföng sem væru ekki CE-merkt og gætu því verið hættuleg börnum

Halda áfram að lesa

Innlent

Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum

Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna á Instagram síðu einstaklings þar sem fjallað var um margvíslegar vörur og þjónustu fyrirtækja án þess að það kæmi fram að um auglýsingu væri að ræða. Neytendastofa óskaði eftir upplýsingum um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina, hvernig viðskiptasambandi hans og fyrirtækjanna væri háttað og hvort þriðji aðili hefði annast milligöngu vegna umfjöllunarinnar. Við meðferð málsins kom fram að einstaklingurinn hafði í einhverjum tilvikum þegið vörur að gjöf frá fyrirtækjunum eða fengið afslátt sem telst vera endurgjald.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin