Alþingi

Þúsundasti fundur forsætisnefndar

14.1.2022

Forsætisnefnd Alþingis hélt í dag sinn þúsundasta fund. Vegna kórónuveirufaraldursins var fundurinn fjarfundur. Á fundinum var m.a. rætt um skipulag þingstarfanna, fjárhag og rekstur Alþingis, þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi og stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.

Forsætisnefnd kom fyrst saman árið 1991 þegar deildaskipting Alþingis féll brott við breytingar á stjórnarskrá og hefur þingið starfað í einni málstofu alla tíð síðan. Forsætisnefnd hefur frá upphafi verið skipuð forseta Alþingis og varaforsetum. Við breytingar á þingsköpum, sem tóku gildi í byrjun árs 2008, var veitt heimild fyrir setu áheyrnarfulltrúa þeirra þingflokka sem ekki hafa þingstyrk til að hljóta kjörinn varaforseta.

Forsætisnefnd fundar að jafnaði í byrjun hverrar viku yfir þingtímann en aukafundir eru haldnir eftir þörfum. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja þinghaldið, hafa umsjón með alþjóðasamstarfi, fjalla um fjárhagsáætlanir þingsins og setja almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu. Auk þess fjallar nefndin um þau mál sem forseti leggur fyrir hana eða varaforsetar óska að ræða.

Fyrstu forsætisnefnd Alþingis skipuðu Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, Jón Helgason, 1. varaforseti, Gunnlaugur Stefánsson, 2. varaforseti, Hjörleifur Guttormsson, 3. varaforseti, og Kristín Einarsdóttir, 4. varaforseti.

Núverandi forsætisnefnd skipa Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og varaforsetarnir: Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. varaforseti, Diljá Mist Einarsdóttir, 4. varaforseti, Björn Leví Gunnarsson, 5. varaforseti, og Jódís Skúladóttir, 6. varaforseti. Þá eiga nú sæti í nefndinni tveir áheyrnarfulltrúar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Frá skrifstofu Alþingis sitja fundi nefndarinnar skrifstofustjóri Alþingis, varaskrifstofustjóri, fjármála- og rekstrarstjóri auk forstöðumanns forsetaskrifstofu sem er ritari nefndarinnar.

Birgir Ármannsson stýrir þúsundasta fundi forsætisnefndar Alþingis.Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrir þúsundasta fundi forsætisnefndar, 14. janúar 2022.

Alþingi

Nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí

23.5.2022

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Við ákvörðun um fundartíma er reynt að gæta samræmis og mið tekið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Miðvikudagur 25. maí

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–14: Þingflokksfundir
  • Kl. 14–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Föstudagur 27. maí

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Endanlegir fundartímar og dagskrár birtast á vef Alþingis.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Þingskjali útbýtt utan þingfunda föstudaginn 20. maí


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. maí

20.5.2022

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin