Veður

Tíðarfar í apríl 2022

Stutt yfirlit

3.5.2022

Tíðarfar var hagstætt í apríl. Mánuðurinn var hægviðasamur og hlýr um allt land. Ekki hefur verið jafn hægviðrasamt í apríl síðan árið 1989.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig. Það er 1,5 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,2 stigum yfir meðallagi undanfarins áratugar. Meðalhitinn var 4,4 stig á Akureyri, eða 1,8 stigi yfir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 4,0 stig og á Höfn í Hornafirði var hann 4,6 stig.

Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1991-2020 °C röð af vik 2012-2021 °C
Reykjavík 5,1 1,5 10 152 1,2
Stykkishólmur 4,0 1,4 10 177 0,9
Bolungarvík 3,0 1,5 12 125 1,0
Grímsey 2,2 1,1 15 149 1,7
Akureyri 4,4 1,8 12 142 1,4
Egilsstaðir 3,2 1,2 16 68 0,9
Dalatangi 2,6 0,5 24 84 0,3
Teigarhorn 3,5 0,6 25 til 27 150 0,6
Höfn í Hornaf. 4,6 0,8
Stórhöfði 5,0 1,1 17 146 1,1
Hveravellir -0,6 1,7 6 58 1,4
Árnes 4,8 1,9 8 til 9 143 1,6

Meðalhiti og vik (°C) í apríl 2022

Apríl var hlýr um allt land. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins, einkum á Norðausturlandi, en mánuðurinn var hlýrri en meðalapríl undanfarins áratugar um allt land. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 2,4 stig við Kröflu. Hitavik miðað við síðustu tíu ár var aðeins neikvætt á einni stöð, -0,1 stig á Vattarnesi á Austfjörðum.


Hitavik sjálfvirkra stöðva í apríl miðað við síðustu tíu ár (2012 – 2021)

Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 6,6 stig á Steinum undir Eyjafjöllum en lægstur mældist hann -2,2 stig á Gagnheiði. Lægsti meðalhiti í byggð mældist 0,6 stig í Möðrudal.

Hæstur mældist hitinn í mánuðinum 17,7 stig í Ásbyrgi þ. 30. Lægsti hiti mánaðarins mældist -17,2 stig á Kárahnjúkum þ. 10., en lægsti hiti í byggð mældist -16,0 stig á Rifi á Melrakkasléttu sama dag.

Úrkoma

Heildarúrkoma mánaðarins í Reykjavík mældist 71,6 mm, eða 21 % yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist mánaðarúrkoman 13,9 mm sem er um helmingur af meðalmánaðarúrkomu aprílmánaðar árin 1991 til 2020. Síðast mældist jafnlítil aprílúrkoma á Akureyri árið 2008. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 33,8 mm í mánuðinum.

Fjöldi daga þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri var 8 í Reykjavík, en það er þremur dögum færri en í meðalaprílmánuði. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri þrjá daga mánaðarins, helmingi færri daga en í meðalári.

Snjór

Í Reykjavík var jörð var alhvít einn morgun mánaðarins, einum færri en að meðaltali árin 1991 til 2020. Jörð var einnig aðeins alhvít einn morgun á Akureyri, en þar er jörð að jafnaði alhvít fimm aprílmorgna.

Sólskinsstundafjöldi

Mánuðurinn var þungbúinn í Reykjavík, en sólskinsstundir mældust 135,0 sem er 30,1 stund minna en í meðalaprílmánuði árin 1991 til 2020. Sólskinsstundir voru álíka margar á Akureyri þennan mánuðinn, eða 134,7 stundir. Það er 7,2 stundum yfir meðallagi aprílmánaðar á Akureyri.

Vindur

Vindur á landsvísu var 1,0 m/s undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Apríl hefur ekki verið jafn hægviðrasamur síðan árið 1989. Hvassast var þ. 5. og 6. (norðnorðaustananátt), þ. 14. (austsuðaustanátt) og þ. 15. (sunnanátt).

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur mánaðarins mældist 1016,6 hPa í Reykjavík og er það 7,3 hPa yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.

Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1036,0 hPa á Kollaleiru í Reyðarfirði þ. 22. Lægsti mældi loftþrýstingur mánaðarins var 990,8 hPa þ. 14. á Gufuskálum.

Fyrstu fjórir mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins var 1,9 stig. Það er 0,4 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,1 stigi undir meðallagi undanfarins áratugar. Meðalhitinn raðast í 32. sæti á lista 152 ára. Á Akureyri var meðalhiti janúar til apríl 0,9 stig. Það er 0,6 stigum yfir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 en 0,1 stigi yfir síðustu tíu ára. Þar raðast meðalhitinn í 22. til 23.sæti á lista 142 ára.

Það sem af er ári hefur verið mjög úrkomusamt í Reykjavík. Alla mánuði ársins hefur úrkoman verið yfir meðallagi tímabilsins 1991 til 2020 og marsmánuður hefur aldrei verið jafn úrkomusamur og í ár. Heildarúrkoma janúar til aprílmánaða mældist 536,9 mm sem er 69 % umfram meðalúrkomu fyrstu fjögurra mánaða áranna 1991 til 2020. Hún hefur aðeins einu sinni verið meiri fyrstu fjóra mánuði ársins frá upphafi mælinga, en það var árið 1921 þegar það mældust 594,9 mm. Á Akureyri mældist heildarúrkoman 198,2 mm, eða 7% umfram meðallag.

Skjöl fyrir apríl

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í apríl 2022 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægt að sækja í sérstaka töflu.

Veður

Ný met slegin á árinu 2021 ef litið er til lykilþátta loftslagsbreytinga

The-state-of-the-global-climate-2021_2022-05-17_151326

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins – „State of the Global Climate“


Síðustu sjö ár hafa verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust.

19.5.2022

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins  – „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt sem unnin er af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar og afleiðingum loftslagsbreytinga.

Four key climate change indicators – greenhouse gas concentrations, sea level rise, ocean heat and ocean acidification – set new records in 2021.

Í skýrslunni fyrir árið 2021 kemur fram að ný met voru slegin á árinu ef litið er til lykilþátta loftslagsbreytinga – magns gróðurhúsalofttegunda, hækkunar sjávarborðs, sjávarhita og sýrustigs sjávar.

This is yet another clear sign that human activities are causing planetary scale changes on land, in the ocean, and in the atmosphere, with harmful and long-lasting ramifications for sustainable development and ecosystems, according to the World Meteorological Organization (WMO).

Í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kemur fram að þetta sé enn eitt óhrekjanlegt merki þess að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru að leiða til hnattrænna breytinga á landi, í hafi og í andrúmslofti, sem hafi skaðleg og varanleg áhrif á sjálfbæra þróun og vistkerfi jarðar. Einnig kemur fram í skýrslunni að síðustu sjö ár hafa verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust.

Extreme weather – the day-to-day “face” of climate change – led to hundreds of billions of dollars in economic losses and wreaked a heavy toll on human lives and well-being and triggered shocks for food and water security and displacement that have accentuated in 2022.

Veðuröfgar- ein birtingarmynd loftslagsbreytinga – hafa valdið mörg þúsund milljarða fjárhagslegu tjóni, miklu manntjóni og dregið verulega úr lífsgæðum. Að auki hafa veðuröfgar dregið úr fæðu- og vatnsöryggi sem og valdið fólksflótta sem hefur aukist árið 2022.

United Nations Secretary-General António Guterres used the publication of the WMO flagship report to call for urgent action to grab the “low-hanging fruit” of transforming energy systems away from the “dead end” of fossil fuels.

Við kynningu á skýrslunni, sem er leiðandi rit Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar ár hvert, hvatti António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna eindregið til þess að nýta þær lausnir “sem blasa við” til þess að umbreyta orkukerfum jarðar þannig að þau rati út úr þeirri “blindgötu” sem notkun jarðefnaeldsneytis er.

1290_Statement_2021_-lykilskilabod-isl-1.UPPFAERTpng

Nánar um skýrsluna á heimasíðu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO

Halda áfram að lesa

Veður

Fundur Vísindaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi

Mynd sem sýnir skjálftavirkni 6.-13. maí á svæðinu við Svartsengi. Appelsínugulir þríhyrningar eru skjálftastöðvar, bláir eru GPS mælistöðvar. (Mynd úr skjálftavefsjá Veðurstofunnar)


18.5.2022

Vísindaráð almannavarna hélt fund þriðjudaginn 17. maí 2022.  Tilefni fundarins var aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hreyfingar sem mælst hafa á svæðinu.  Sunnudaginn 15. maí lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, yfir óvissustigi almannavarna og á mánudag færði Veðurstofa Íslands fluglitakóðann fyrir eldstöðvakerfi Reykjaness/Svartsengis á gult.

Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan  Þorbjarnar.  Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna.  Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020.  Umfang og staðsetning kvikusöfnunarinnar núna er mjög áþekk því sem var 2020 og veldur kvikusöfnunin umtalsverðri jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni hefur verið yfir meðallagi á Reykjanesskaga og hafa mælst yfir 3800 skjálftar á svæðinu við Þorbjörn (frá Eldvörpum í vestri að Stóra Skógfelli í austri) undanfarna viku. Frá 15. maí, hafa mælst 17 skjálftar yfir 3 af stærð og tveir yfir 4 af stærð. Stærsti skjálftinn var af stærðinni 4,3 , kl. 17:38 þann 15. maí. Mesta skjálftavirknin er á 4-6 km dýpri. Jarðskjálftavirkni hefur verið veruleg undanfarið og stærsti skjálftinn varð í Þrengslunum 14. maí af stærð 4,8. 

Í aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli var vakin athygli á því að skjálfti uppá 6,5 gæti orðið í Brennisteinsfjöllum sem hefði veruleg áhrif á Höfuðborgarsvæðinu.  Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum.  Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun. 

Vísindafólk mun meta hvort mælanet á þessu svæði sé ásættanlegt og koma með tillögur að úrbótum ef þurfa þykir.  Mjög vel er fylgst með öllum hreyfingum á svæðinu og boðað verður aftur til fundar ef breyting verður á atburðarrásinni.

Halda áfram að lesa

Veður

Talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaganum

Mynd sem sýnir skjálftavirkni 6.-13. maí á svæðinu við Svartsengi. Appelsínugulir þríhyrningar eru skjálftastöðvar, bláir eru GPS mælistöðvar. (Mynd úr skjálftavefsjá Veðurstofunnar)


Vísbendingar um lítilsháttar þenslu við Svartsengi

14.5.2022

Talsverð skjálftavirkni hefur mælst á Reykjanesskaganum síðustu vikuna og hefur virknin verið hvað mest við Svartsengi og í nágrenni Grindavíkur. Alls hafa um 1.700 skjálftar mælst í sjálfvirka kerfinu á þessu svæði í vikunni, sá stærsti um 2.9 að stærð.

Í frétt sem var birt í lok síðasta mánaðar kom fram að GPS mælanetið á Reykjanesskaganum sem nemur færslur á yfirborði jarðar sýnir þenslumerki sem bendir til kvikusöfnunnar á talsverður dýpi við Fagradalsfjall. GPS stöðvar í nágrenni við Þorbjörn hafa á síðustu tveimur vikum sýnt breytingar sem benda til lítilsháttar þenslu við Svartsengi. „Þessar færslur sem við sjáum eru ennþá litlar, í kringum 10-15mm þar sem þær eru mestar“, segir Benedikt G. Ólafsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga á Veðurstofu Íslands, en Benedikt í samvinnu við Jarðvísindastofnun Háskólans fylgist náið með jarðskorpuhreyfingum á svæðinu. „Færslan sem við greinum nú svipar til þeim sem við greindum á sömu slóðum fyrri hluta árs 2020“, segir Benedikt.

InSAR gervitunglamyndir sem spanna tímabilið 29. apríl – 7 maí og 21. apríl – 8. maí, sýna sambærilegar breytingar og mælst hafa á GPS stöðvunum. „Það sem við höfum lært af eldsumbrotunum á Reykjanesskaga er að aukning í skjálftavirkni og aflögun getur verið fyrirvari eldgoss, en þá er það alls ekki alltaf raunin“, segir Michelle Maree Parks, en Michelle er ein af vísindamönnum í aflögunarteymi Veðurstofunnar, sem fylgist meðal annars með landrisi. „Eins og oft áður þurfum við hreinlega að sjá hver þróunin verður. Við erum að keyra líkön til að meta t.d. á hvaða dýpi kvikan er á þessu tiltekna svæði. Eins eigum von á nýjum InSAR myndum síðar í mánuðinum og þær eru hluti af þeim gögnum sem við munum vinna úr til að átta okkur betur á þróuninni á svæðinu við Svartsengi”, segir Michelle.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin