Innlent

Tilkynning frá aðgerðastjórn, – COVID-19

10 Apríl 2021 15:23

Súrálsskip það sem kom í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði þann 20. mars síðastliðinn með tíu smitaða af nítján manna áhöfn hélt í dag kl. 14 til hafs á ný.  Sótthreinsun skipsins fór fram í gær en áður voru allir skipverjar útskrifaðir úr sóttkví og einangrun. Þeir eru við góða heilsu og allir um borð við brottför skipsins.

Það verkefni að fyrirbyggja frekara smit eftir komu skipsins til hafnar á Reyðarfirði var ærið. Má þar nefna skipverjana sjálfa er sinntu óaðfinnanlega smitvörnum um borð, umboðsmanni skipsins sem var tilbúinn hvenær sem var að veita liðsinni og útvega bjargir, hafnarstarfs- og björgunarsveitarmönnum í Fjarðabyggð er sáu um gæslu og ekki síst hafnsögumönnum við komu og brottför skipsins, sjúkraflutningamönnum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum er skipulögðu og sáu um flutning og móttöku eins skipverja á Landspítala er þurfti sérstakrar umönnunar við og Heilbrigðisstofnun Austurlands er hafði með stjórnun verkefnisins að gera. Sér aðgerðastjórn ástæðu til að senda þessum og öðrum er að komu sérstakt hrós fyrir þá vinnu sem þarna var unnin. Vel gert.

Norræna kom á miðvikudag og þáðu fjórir farþegar frá svokölluðum rauðum svæðum gistingu í sóttvarnarhúsi á Hótel Hallormsstað. Fimm aðrir sem einnig komu af rauðum svæðum voru með gistingu á eigin vegum. Allir farþeganna 38 voru skimaðir við komu. Þeirra bíður fimm daga sóttkví og sýnataka að nýju að þeim liðnum. Niðurstöður fyrri sýnatöku liggja fyrir og voru allar neikvæðar. Farþegar fá í öllum tilfellum skriflegar og munnlegar leiðbeiningar við komu til landsins um það hvernig haga skuli sóttkví. Smávægileg vandamál hafa engu að síður komið upp gegnum tíðina og þau verið leyst jafnóðum. Ekki hefur komið til þess að þurft hafi að beita viðurlögum nema í undantekningartilfellum.

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi í gær. Helstu breytingar lúta að sóttvarnarhúsum, sóttkví og einangrun. Stjórnarráðið | COVID-19: Aðgerðir á landamærum – breytt skilyrði um dvöl í sóttkví (stjornarradid.is)

Breytingar þessar ættu ekki að hafa mikil áhrif í fjórðungnum enda snúa þær helst að ferðamönnum er koma erlendis frá. Með persónubundnum sóttvörnum gerum við okkar sem fyrr til að koma í veg fyrir smit og treystum okkar ágætu gestum til hins sama. Áfram við.

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin