Innlent

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði í júlí

18 Ágúst 2022 10:22

Skráð voru 765 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í júlí og fækkaði þessum brotum lítillega á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júlí 2022.

Tilkynningum um þjófnað fækkaði lítillega á milli mánaða. Heilt yfir bárust þó álíka margar tilkynningar og hafa borist að meðaltali síðustu 12 mánuði á undan. Af þjófnaðarbrotum fækkaði innbrotum mest á milli mánaða. Alls bárust 82 tilkynningar um innbrot í júlí miðað við 105 tilkynningar í júní. Það sem af er ári hafa þó borist álíka margar tilkynningar um innbrot líkt og bárust að meðaltali fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan.

Alls barst 121 tilkynning um ofbeldisbrot í júlí og fækkaði þessum tilkynningum á milli mánaða. Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði einnig á milli mánaða. Í júlí var tilkynnt um 19 kynferðisbrot, er það þónokkur fækkun tilkynninga miðað við síðustu mánuði á undan. Það sem af er ári hafa verið skráð um 13 prósent færri kynferðisbrot á höfuðborgarsvæðinu samanborið við meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan.

Alls bárust 15 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í júlí sem er fjölgun á milli mánaða. Heilt yfir hafa þó borist um 34% færri beiðnir það sem af er ári miðað við síðustu þrjú ár á undan.

Þónokkur fjölgun var á tilkynningum um nytjastuld ökutækja í júlí. Alls bárust 32 tilkynningar sem eru um 44 prósent fleiri tilkynningar en að meðaltali síðustu sex mánuði á undan. Það sem af er ári hafa þó borist færri tilkynningar um nytjastuld en árin á undan.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða og var eitt stórfellt fíkniefnabrot skráð í júlí.  Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði á milli mánaða en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði.

Hagstofan

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2022, er 555,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 460,0 stig og hækkar um 0,09% frá ágúst 2022.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og verð á raftækjum til heimilsnota hækkaði um 5,4% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9% (-0,42%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,0%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2022, sem er 555,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.970 stig fyrir nóvember 2022.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustigi aflýst á Austurlandi og Suðurlandi

Ríkislögreglutjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi aflýsir hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24.-26. september.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefútsending á morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika

27. september 2022

Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt á vef Seðlabankans kl. 8.30 á morgun 28. september. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vefnum kl. 8.35. Klukkan 9.30 hefst vefútsending frá kynningunni vegna yfirlýsingar nefndarinnar. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.

Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleika má finna sérstakri síðu, sjá hér.

Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika.

Vefútsending verður aðgengileg hér (tengill settur hér von bráðar).

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin