Heilsa

Tillaga að aðgerðaáætlun um notkun plöntuverndarvara

07. maí.2021 | 14:43

Tillaga að aðgerðaáætlun um notkun plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun auglýsir til umsagnar tillögu að endurskoðaðri aðgerðaáætlun um notkun plöntuverndarvara 2021-2036 sem umhverfis- og auðlindaráðherra gefur út til 15 ára í senn. Aðgerðaáætlunina skal endurskoða á fimm ára fresti.

Aðgerðaáætlunin nær til markaðssetningar og notkunar á plöntuverndarvörum og var gefin út í fyrsta skipti árið 2016. Í áætluninni er tekið saman hversu mikið af plöntuverndarvörum er sett á markað hér á landi, í hvaða ræktun þær eru notaðar og af hvaða hópum, auk þess sem fram kemur samanburður við notkun á plöntuverndarvörum í öðrum löndum.

Núverandi endurskoðun á aðgerðaáætluninni varðar uppfærslu á tölulegum upplýsingum um notkun plöntuverndarvara, endurskoðun á markmiðum áætlunarinnar og breytingu á áhættuvísi um innflutning á plöntuverndarvörum í kg af virku efni á hvern ha nytjaðs landbúnaðarlands. Þá snýr endurskoðunin einnig að breyttri hugtakanotkun í kjölfar breytinga á efnalögum nr. 61/2013.

Athugasemdir við breytinguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merktar UST202003-563. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. júní 2021.

Tengd skjöl:
Tillaga að endurskoðaðri aðgerðaráætlun um notkun plöntuverndarvara 2021-2036

Heilsa

Aðgengi, gestir og heimsóknir á Landspítala frá 1. júlí 2021

Í samræmi við almennar tilslakanir vegna farsóttar COVID-19 taka reglur um gesti og heimsóknir á Landspítala nokkrum breytingum 1. júlí 2021.

1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við innganga hjá öryggisvörðum.

2. Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi.

5. Grímuskylda gildir áfram á Landspítala.

Heimsóknartímar á Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

24. júní.2021 | 13:30

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf., Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi þar sem breytingin fól í sér að bæta við tegundinni gullinrafa í eldið.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. maí 2021 til og með 21. júní 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gefðu fimmu til stuðnings Rjóðri

Fjársöfnunin „Gefðu fimmu“ sem stendur yfir er til stuðnings Rjóðri, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi sem rekið er af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.

Jón Gunnar Geirdal og fleiri standa fyrir þessari söfnun en hann hefur allt frá árinu 2005 verið óþreytandi í því að fá fólk og fyrirtæki til að létta undir með Rjóðri.

Ætlunin er að að nýta söfnunarféð til þess að bæta við annarri aðstöðu til endurhæfingar og skynörvunar í Rjóðri.  Þar er fyrir skynörvunar- og slökunarherbergi sem nýtur mikilla vinsælda. Einnig er þörf á að laga útisvæðið sem er fyrir aftan húsið niður við Kópavoginn og setja hugsanlega upp ný tæki til að bæta aðstöðuna fyrir börnin.

Gefdufimmu.is

Vefur Rjóðurs

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin