Heilsa

Tillaga að breytingum á starfsleyfi Als Álvinnslu ehf. (auglýst aftur)

17. ágúst 2022 | 11:26

Tillaga að breytingum á starfsleyfi Als Álvinnslu ehf. (auglýst aftur)

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að breytingum á starfsleyfi Als Álvinnslu ehf. Fyrirhugað er að gera ýmsar breytingar á starfsleyfinu og er starfsleyfið því endurskrifað eins og um nýtt starfsleyfi væri að ræða.

Þegar hefur auglýst tillaga um breytt starfsleyfi farið í auglýsingu og var frestur til að skila umsögnum til og með 8. ágúst 2022. Að mati Umhverfisstofnunar þarf nú að hefja auglýsingaferlið að nýju. Breytingin kemur til vegna breyttra áforma rekstraraðila sem óskað hefur eftir að hámarksmagn af álgjalli sem taka megi í vinnslu verði 15.000 tonn á ári sem er eins og í núverandi starfsleyfi.

Rétt er að taka það fram að þær athugasemdir sem fram komu í fyrri auglýsingu eru áfram í fullu gildi og ekki er þörf á að endurtaka þær.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimilað verði að vinna ál úr allt að 15.000 tonnum á ári af álgjalli sem til fellur hjá álverum. Í eldra starfsleyfi var eingöngu gefin heimild til að vinna ál úr álgjalli með saltferli (með íblöndun salts (Na og K söltum)) en í tillögu að nýju starfsleyfi er gert ráð fyrir að heimilt sé að vinna með saltlausum ferli.

Breytingartillagan felur í sér að uppfyllt eru skilyrði 14. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um að taka tillit til allra nýrra eða uppfærðra BAT-niðurstaðna, í þessu tilfelli niðurstaðna um bestu aðgengilega tækni vegna iðnaðar með járnlausan málm. Þetta felur í sér allmargar breytingar, bæði á starfsleyfisskilyrðum og vöktun, til samræmis við reglur á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 17. ágúst til og með 16. september 2022. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merktar UST202008-210. Umsagnir skulu vera á íslensku og öllum er heimilt að senda umsögn. Umsagnir verða birtar við útgáfu starfsleyfisins nema annars sé óskað. Frestur til að skila umsögnum er til og með 16. september 2022.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Auglýst starfsleyfistillaga
Grunnástandsskýrsla lóðar
Skýringarmynd af vinnsluferli

Heilsa

Anna Sigrún til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar – Þórunn Oddný tekur við rekstri skrifstofu forstjóra

Anna Sigrún Baldursdóttir lætur þann 1. október 2022 af störfum á skrifstofu forstjóra og heldur til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Eins og kunnugt er stendur yfir vinna við skipulagsbreytingar á Landspítala og verða því við þetta tilefni tímabundnar breytingar á verkefnum og starfsemi skrifstofunnar.

Þórunn Oddný Steinsdóttir lögfræðingur tekur nú við rekstri skrifstofunnar sem skrifstofustjóri og mun heyra undir forstjóra. Þórunn er starfsemi Landspítala vel kunn enda starfað undanfarin 8 ár sem sérfræðingur, staðgengill skrifstofustjóra og settur skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Síðustu mánuði hefur hún unnið að stefnumótun og endurskoðun á löggjöf á sviði stjórnar fiskveiða í matvælaráðuneytinu.

Meðal helstu verkefna Þórunnar má nefna störf vegna nýrrar stjórnar Landspítala sem og framkvæmdastjórnar en að öðru leyti einkum stjórnsýsluleg verkefni skrifstofunnar, nýsköpunarmál, alþjóðlegt samstarf og endurskoðun skjalavistunarmála sem nú stendur yfir. Klínísk verkefni sem Anna Sigrún sinnti færast eftir atvikum til framkvæmdastjóra.

Þórunn Oddný er boðin innilega velkomin og Önnu Sigrúnu þökkuð farsæl störf á spítalanum undanfarin ár.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Kristján Óskarsson endurráðinn yfirlæknir barnaskurðlækninga

Kristján Óskarsson hefur verið endurráðinn yfirlæknir barnaskurðlækninga á Landspítala.

Kristján lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1990 og sérnámi í barnaskurðlækningum á barnaskurðdeild Rigshospitalet í Danmörku.  Hann hlaut sérfræðingsréttindi á Íslandi árið 2001. Kristján hefur starfað á Landspítala frá árinu 2001, fyrst sem sérfræðingur í barnaskurðlækningum en síðan í október 2017 sem yfirlæknir barnaskurðlækninga. Hann hefur stundað kennslu heilbrigðisstarfsfólks, sinnt vísindastörfum samhliða starfi og verið aðjúnkt við Háskóla Íslands frá 2017.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Hulda Hjartardóttir endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis

Hulda Hjartardóttir hefur verið endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala.

Hulda lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1988 og stundaði sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítala 1989-1991 og við sjúkrahús í Leeds og Bradford á árunum 1991-1998. Hún lauk MRCOG prófi árið 1994 og fékk sérfræðiréttindi á Íslandi 1997 og í Bretlandi 1998. Frá því ári hefur hún starfað sem sérfræðilæknir á kvennadeild Landspítala með aðaláherslu á fósturgreiningu og áhættumæðravernd auk fæðingarhjálpar. Hún var settur yfirlæknir á meðgöngu- og fæðingadeildum 2007-2009 og hefur verið yfirlæknir fæðingateymis frá því í maí 2017.

Hulda hefur sinnt kennslu og vísindastörfum samhliða starfi og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í maí 2021. Ritgerðin fjallaði um ómskoðanir í fæðingum. Gæðastörf deildarinnar eru ávallt í fyrirrúmi og hefur Hulda lagt áherslu á áframhaldandi þróun í þeim efnum. Að auki er sífellt reynt að auka samstarf við heilsugæslu, önnur sjúkrahús og stofnanir á Norðurlöndunum í því augnamiði að tryggja sem besta meðferð í meðgöngu og fæðingu.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin