Heilsa

Tillaga að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði

11. október.2021 | 13:00

Tillaga að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði. Um er að ræða sjókvíaeldi með allt að 4.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma.

Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og birti Skipulagsstofnun álit vegna þessa þann 13. júlí 2020. Framkvæmdin rúmast bæði innan burðarþolsmats og áhættumats Hafrannsóknarstofnunar fyrir Arnarfjörð. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að eldið muni hafa áhrif vegna aukinnar uppsöfnunar næringarefna undir og nálægt kvíum og verði talsvert neikvæð. Áhrifin muni ráðast af aðstæðum á hverjum stað og vera að að mestu afturkræf með nægjanlegri hvíld svæða og ef eldi verði hætt.
Í því ljósi telur Skipulagsstofnun mikilvægt að svæði séu hvíld nægjanlega og tilhögun eldisins stjórnist að raunástandi á eldissvæðum. Umhverfisstofnun veitti umsagnir í matsferli framkvæmdarinnar.

Að mati Umhverfisstofnunar geta áhrif uppsöfnunar næringarefna verið talsvert neikvæð á eldissvæðum en afturkræf og munu því ekki hafa varanleg áhrif á ástand sjávar og botndýralíf. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Umhverfisstofnun bendir á að í tillögu að starfsleyfi stofnunarinnar fyrir starfseminni eru ákvæði þess efnis að stofnunin geti einhliða frestað útsetningu seiða, bendi niðurstöður vöktunar til þess að umhverfisaðstæður séu óhagstæðar á eldissvæði og það þarfnist frekari hvíldar. Gerð er krafa um vöktun svæða í starfsleyfi sem útfærð eru í vöktunaráætlun rekstaraðila.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merkt UST202003-450. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 9. nóvember 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði
Álit Skipulagsstofnunar
Matsáætlun Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði
Vöktunaráætlun Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði

Heilsa

Forstjórapistill: Umhverfis spítalann á 80 dögum

Kæra samstarfsfólk!

Skjótt skipast veður í lofti. Eins og ykkur er kunnugt ákvað Páll Matthíasson að láta af störfum sem forstjóri Landspítala eftir átta farsæl ár. Það verður ekki auðvelt fyrir nýjan forstjóra að fylla það skarð. Fyrir hönd starfsfólks Landspítala færi ég Páli innilegar þakkir fyrir hans góðu störf á krefjandi tímum.
Þessar breytingar bar brátt að og í kjölfarið var ég beðin um að gegna starfi forstjóra til áramóta. Í dag, föstudag, var staðan auglýst laus til umsóknar og veitist hún frá 1. mars 2022.
Frá því ég tók við forstjórastarfinu og til áramóta eru um 80 dagar. Þetta tímabil mætti kalla ferð umhverfis spítalann á 80 dögum sem er tilvísun í fræga bók Jules Verne um ferðalag Phileasar Fogg og félaga umhverfis jörðina á 80 dögum.

Þetta eru mikil tímamót og viðkvæmur tími í ýmsum skilningi. Þar vega nokkrir þættir hvað þyngst; má þar fyrst nefna mönnun spítalans, nýtingu legurýma, biðlista eftir þjónustu, stöðuna í heimsfaraldrinum, útskriftarvanda og birtingarmynd hans á bráðamóttökunni. Í ytra umhverfi má nefna að það hefur ekki verið mynduð ríkisstjórn og því óljóst hver verður næsti heilbrigðisráðherra og hvaða áherslur sá ráðherra kemur til með að hafa hvað varðar spítalann. Þá er óvíst hvernig fjárheimildir til spítalans koma til með að vera á næsta ári. Allt þetta kallar á athygli, ákvarðanir og eftirfylgni.

Framkvæmdastjórn og forstöðumenn héldu sameiginlegan fund s.l. þriðjudag með það markmið að leita allra leiða til að draga úr álagi og því ástandi sem orðið er viðvarandi á bráðamóttökunni.  Þau atriði sem ég lagði sérstaka áherslu á á fundinum voru eftirfarandi:

  • Ákvarðanir sem við tökum eru fyrst og fremst út frá hagsmunum sjúklinga
  • Nýta skipurit stofnunarinnar til hins ítrasta, þar með framlínustjórnendur
  • Mikilvægi þess að horfa inn á við, á starfsemina og starfsfólkið
  • Styðja eins og kostur er við starfsfólk sem hefur starfað undir álagi mánuðum saman
  • Tryggja fjármagn til rekstrar og fullnægjandi mönnun

Á fundinum voru teknar nokkrar ákvarðanir og má þar nefna fjölgun legurýma fyrir áramót, vinna við að endurskoða læknisfræðilega ábyrgð eða tilfærslu ábyrgðar, fyrirkomulag endurkoma til bæklunarlækna, aðgengi að myndgreiningarþjónustu að nóttu og skipulag blóðtöku á legudeildum. Við munum fara betur yfir þessi verkefni sem og fleiri á fundi með stjórnendum í byrjun nóvember sem verður auglýstur síðar.

Við þurfum eins og Phileas Fogg að veðja á og trúa því staðfastlega að okkur takist ætlunarverkið. Til þess þurfum við að nota öll verkfærin og bjargráðin sem við eigum í sameiningu. Keðjan er aðeins eins sterk og veikasti hlekkurinn og því þurfum við öll að standa saman fyrir skjólstæðinga okkar, samstarfsfólk, nemendur og fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.

Með góðri kveðju,
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. október: Staðan

Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum). 
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.

Staðan kl. 9:00

3 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, allir fullorðnir. Enginn á gjörgæslu.  Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár.

Nú er 501 sjúklingur, þar af 200 börn, í COVID göngudeild spítalans.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 123 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Tölur verða næst uppfærðar mánudaginn 18. október.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Goðafoss í 6 vikna kynningarferli

14. október.2021 | 15:37

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Goðafoss í 6 vikna kynningarferli

Unnið hefur verið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti. Goðafoss var friðlýstur sem náttúruvætti þann 11. júní 2020.

Gerð áætlunarinnar var í höndum fulltrúa Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda.

Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri. Ásýnd fossins er fjölbreytileg eftir vatnsmagni, veðurfari og árstíð. Fossinn er 9-17 m hár og um 30 m breiður.

Eins og áður segir liggja drög að áætluninni nú frammi til kynningar og er öllum frjálst að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna hennar.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 29. nóvember 2021

 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin