Heilsa

Tillaga að starfsleyfi fyrir Matfugl ehf, að Hurðarbaki

16. desember.2021 | 15:41

Tillaga að starfsleyfi fyrir Matfugl ehf, að Hurðarbaki

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Matfugl ehf. að Hurðarbaki Hvalfjarðasveit, er varðar þéttbært eldi alifugla (kjúklinga). Um er að ræða stækkun á eldisheimild Matfugls ehf. Tillagan gerir ráð fyrir eldisrými fyrir 136.000 fugla, og að uppfylltum skilyrðum frekari stækkun í eldisrými fyrir 192.000 fugla. 

Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og birti Skipulagsstofnun álit vegna þessa þann 14. ágúst 2019. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin telji að neikvæðustu áhrif vegna stækkaðs kjúklingabús verði vegna ólyktar frá eldishúsum og að áhrif á loftgæði á nærliggjandi bæjum vestan við Hurðarbak verði talsvert neikvæð. Vegna óvissu um hversu mikil óþægindi nágrannar Hurðabaks muni upplifa í kjölfar stækkunarinnar lagði Skipulagsstofnun til að ekki yrði ráðist í fulla stækkun í 192.000 fuglastæði í einum áfanga, heldur yrði heimiluðu stækkun bundin við smærri áfanga.  Að teknu tilliti til álits Skipulagsstofnunar og hagkvæmra eininga rekstraraðila leggur Umhverfisstofnun því til að fyrsti áfangi stækkunar verði 136.000 fuglastæði. Að loknum tveggja ára reynslutíma af rekstri eldishúsanna og ákveðnum skilyrðum uppfylltum, er snúa að losun lyktarvaldandi ammoníaks (NH3), verði heimilt að hefja rekstur í viðbótareldishúsum að fengnu samþykki Umhverfisstofnunar og heildareldisrými verði þá fyrir allt að 192.000 fugla. 

Starfsleyfistillagan tekur tillit til þeirra krafna sem gerðar eru í bestu aðgengilegu tækni (BAT-niðurstaðna) og starfsreglum um góða búskaparhætti í landbúnaði ásamt krafna skv. stjórn vatnamála m.t.t.: starfsvenja, losunar í loft (ryk/lykt) og mögulegrar losunar næringarefna í nærliggjandi vatnshlot vegna meðhöndlunar húsdýraáburðar.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 16. desember til og með 15. janúar 2022. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merkt UST202010-035, umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.


Tengd skjöl
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga um starfsleyfi Matfugls ehf. að Hurðarbaki
Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrsla
Umsögn Umhverfisstofnunar um frummatsskýrslu
BAT niðurstöður
BAT skýrsla
Starfsreglur um góða búskaparhætti

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
  • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin