Connect with us

Umhverfisstofnun

Tillaga að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Akureyri

Published

on

01. júlí.2020 | 11:20

Tillaga að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Akureyri

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. á Akureyri (Krossanesi). Stöðin hefur nú undanþágu frá starfsleyfi vegna þess að vafi lék á um að rúmmál lekavarnar væri nægilegt og hafði gerð starfsleyfistillögu dregist vegna þess. Málið leystist hins vegar þegar rekstraraðili ákvað að falla frá því í bili að gera breytingar á stöðinni sem hefðu þrengt lekavörnina og var þá hægt að staðfesta að stöðin muni uppfylla kröfur um rúmmál lekavarnar.

Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að heimilt sé geyma allt að 25.000 m3 af olíu í stöðinni og þar af olíu í stærsta geymi allt að 7.900 m3 og allt að 6.000 m3 af bensíni, auk móttöku úrgangsolíu.

Tillaga að starfsleyfi ásamt umsókn og grunnástandsskýrslu frá rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 1. júlí til og með 29. júlí 2020 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 29. júlí 2020.

Tengd skjöl:
Starfsleyfistillaga
Umsókn um starfsleyfi
Grunnástandsskýrsla

Continue Reading

Heilsa

Tillaga að starfsleyfi Rifós hf. á Kópaskeri

Published

on

26. febrúar.2021 | 11:58

Tillaga að starfsleyfi Rifós hf. á Kópaskeri

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Rifós hf. Um er að ræða landeldi á Röndinni á Kópaskeri þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 400 tonn.

Að mati Umhverfisstofnunar munu helstu áhrif aukningarinnar vera í formi aukins magns næringarefna en dregið er verulega úr þeirri aukningu með notkun tromlusía þannig að nær eingöngu verður um uppleyst næringarefni sem rekstaraðili mun losa í umhverfið. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó. Mælingar eru gerðar á fráveituvatni þannig að hægt er að fylgjast með losun og bregðast við hún fer yfir þau viðmiðunarmörk sem kveðið er á í starfsleyfi.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merkt UST202012-031. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 29. mars 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi Rifós hf.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu
Tilkynning vegna matsskyldu

Continue Reading

Heilsa

Umsóknarfrestur hreindýraveiðileyfa 2021 til og með 1. mars

Published

on

Eins og áður hefur verið auglýst þá er frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi til miðnættis mánudagsins 1. mars. Sótt er um á ust.is/veidimenn.

Continue Reading

Heilsa

Samstarf um opinbera nýsköpun

Published

on

25. febrúar.2021 | 13:12

Samstarf um opinbera nýsköpun

Til þess að leysa þann fjölþætta vanda sem við stöndum frammi fyrir í umhverfismálum þarf allt að hjálpast að, í lykilhutverki er nýsköpun sem styður við umbreytingu til umhverfisvænna samfélags.  Ein leið sem farin hefur verið hjá Umhverfisstofnun er að halda svokölluð hakkaþon eða hugmyndasmiðjur sem miða að því að finna lausnir. Þar sem undirbúningur við slíka viðburði getur verið flókinn útbjó stofnunin Leiðarvísir um Hakkaþon sem nú er komin á vef um opinbera nýsköpun. Vefurinn sem er á forræði fjármála- og efnahagsráðuneytisins er ætlaður opinberum aðilum til þess að miðla verkefnum sín á milli og endurnýta góðar hugmyndir. Við hvetjum alla til að skoða leiðbeiningarnar og aðrar góðar hugmyndir sem á vefnum má finna.

Umhverfisstofnun leggur áherslu á að vera í virku samstarfi við mismunandi aðila samfélagsins. Þar á meðal stofnanir sem í störfum sínum sinna tengdum eða líkum verkefnum. Einnig er lögð áhersla á að miðla þeirri reynslu og þekkingu sem stofnunin öðlast í störfum sínum sem geta nýst öðrum í sambærilegum sporum og þá er vefur eins og þessi frábær vettvangur.

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin