Innlent

Tillögur um eflingu netöryggis gervigreindar settar fram í nýrri vísindagrein

Vísindagrein um öryggi gervigreindar birtist í gær í sérstakri ritröð fræðiritsins Nature um málefni gervigreindar. Í greininni („Governing AI safety through independent audits“) eru settar fram tillögur um hvernig gera megi átak í að bæta stjórnskipulag öryggis gervigreindar með óháðum úttektum en örugg notkun gervigreindar ein megináskorun netöryggis samtímans. 

Aðalhöfundur greinarinnar er Dr. Gregory Falco sem hefur dvalið á Íslandi undanfarið ár sem Fulbright fræðimaður og m.a. kennt námskeið um netöryggi við Háskóla Íslands. 19 vísindamenn frá ýmsum löndum lögðu fram efni í greinina, þ.á m. Dr. Sigurður Emil Pálsson, sérfræðingur ráðuneytisins og formaður Netöryggisráðs.

Í greininni er lagt er til að öll tækni sem byggist á gervigreind verði tekin út og vottuð af óháðum aðilum á grunni viðurkenndrar aðferðafræði. Í greininni er þessu lýst nánar svo: „… independent audit of AI systems would embody three ‘AAA’ governance principles of prospective risk Assessments, operation Audit trails and system Adherence to jurisdictional requirements. Independent audit of AI systems serves as a pragmatic approach to an otherwise burdensome and unenforceable assurance challenge.“

Ritröðin sem greinin birtist í nefnist Nature Machine Intelligence. Greinin er öllum aðgengileg til lestrar án endurgjalds á vefnum, en til að vista eða prenta greinina þarf greiðslu eða áskrift.

Í febrúar gekkst ráðuneytið fyrir alþjóðlegri vefráðstefnu um netöryggisáskoranir gervigreindar en þar fluttu 4 vísindamenn erindi um rannsóknir sínar og starf á því sviði. Dr. Gregory Falco var einn þeirra sem flutti erindi á ráðstefnunni.

Innlent

Hyundai á Íslandi innkallar 105 Hyundai Tucson bifreiðar

28.07.2021

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 105 Hyundai Tucson NX4 HEP/PEHV af árgerð 2020-2021. Ástæða innköllunarinnar er að viðkomandi ökutæki uppfylla ekki Evrópureglugerðir um lyklalaust aðgengi ef bilun á sér stað.

Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis eða símleiðis

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

Halda áfram að lesa

Innlent

Um grímuskyldu

Nokkurrar óvissu hefur gætt um framkvæmd reglugerðar nr. 587/2021frá 25. júlí s.l. um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Óvissan hefur einkum beinst að því hversu langt skyldan til að bera andlitsgrímur nær.

SVÞ finnst því ástæða til að skýra þessi atriði frekar.

Samkvæmt skýru ákvæði reglugerðarinnar er einungis um að ræða skyldu til að bera andlitsgrímu inni í verslunum og öðrum sambærilegum stöðum, þegar ekki er hægt að tryggja a.m.k eins metra fjarlægð milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Ákvæði sem upphaflega var í reglugerðinni þess efnis að einnig bæri að bera anliltsgímur þegar loftræsting væri ófullnægjandi, hefur verið felld út.

Eftir þessu er það lagt í hendur hvers fyrirtækis fyrir sig að meta hvenær ekki er hægt að tryggja nálægðartakmörkun með fullnægjandi hætti.

Halda áfram að lesa

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 28. – 29. júní

27. júlí 2021

Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar
Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 28. – 29. júní 2021 hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndarmenn ræddu meðal annars um stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika, stöðu efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, stöðu og áhættu í fjármálakerfinu og í rekstri einstakra fjármálafyrirtækja, vanskil, fasteignamarkaðinn, álagspróf, kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, fjármálasveifluna, ný heildarlög um gjaldeyrismál, sveiflujöfnunaraukann og takmörkun á fasteignalánum.

Sjá hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 28. – 29. júní 2021 (8.fundur). Birt 27. júlí 2021.

Sjá nánari upplýsingar um nefndina hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin