Heilsa

Tólf einstaklingar og fimm hópar heiðraðir á ársfundi Landspítala 2021

Tólf einstaklingar og fimm hópar voru heiðraðir á ársfundi Landspítala í Hringsal 7. maí 2021.  Gunnar Ágúst Beinteinsson framkvæmdastjóri mannauðsmála og Páll Matthíasson forstjóri kynntu hvaða einstaklingar og hópar voru heiðraðir í ár.

Landspítali heiðrar árlega starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar undangengin misseri. Við valið er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu Landspítala – öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur – og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.

Allir starfsmenn Landspítala eiga kost á að vera heiðraðir, ekki aðeins þeir sem eiga langan starfsaldur að baki

Í valnefnd vegna heiðrana voru Gunnar Ágúst Beinteinsson framkvæmdastjóri mannauðsmála, Kristín Jónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra, Páll Helgi Möller, yfirlæknir á meðferðarsviði, Viktor Ellertsson, mannauðsstjóri á þjónustusviði og Vigdís Hallgrímsdóttir forstöðumaður aðgerðarsviði. 

Einstaklingar 

Arnfríður Gísladóttir hjúkrunarfræðingur
Árni Kristófer Grétarsson sérhæfður starfsmaður
Elínborg V. Jónsdóttir ljósmóðir
Hrefna Harðardóttir sjúkraliði
Jóhanna Soffía Mar Óskarsdóttir yfirsjúkraþjálfari
Kristján Sturlaugsson verkfræðingur
Sveinbjörg M. Dagbjartsdóttir félagsráðgjafi
Soffía Guðrún Þorsteinsdóttir geislafræðingur
Stefanía Arnardóttir deildarstjóri
Svava Engilbertsdóttir næringarfræðingur
Vigdís Fjóla Stefánsdóttir erfðaráðgjafi
Þorvaldur Jónsson sérfræðilæknir

Hópar 

COVID göngudeild
Gæðateymi 21A
Rakningarteymi Landspítala
Samskiptadeild
Starfsmannahjúkrunarfræðingar

Umsagnir

Lesa hér umsögn um hina heiðruðu (23,6 MB)

Heilsa

Aðgengi, gestir og heimsóknir á Landspítala frá 1. júlí 2021

Í samræmi við almennar tilslakanir vegna farsóttar COVID-19 taka reglur um gesti og heimsóknir á Landspítala nokkrum breytingum 1. júlí 2021.

1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við innganga hjá öryggisvörðum.

2. Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi.

5. Grímuskylda gildir áfram á Landspítala.

Heimsóknartímar á Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

24. júní.2021 | 13:30

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf., Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi þar sem breytingin fól í sér að bæta við tegundinni gullinrafa í eldið.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. maí 2021 til og með 21. júní 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gefðu fimmu til stuðnings Rjóðri

Fjársöfnunin „Gefðu fimmu“ sem stendur yfir er til stuðnings Rjóðri, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi sem rekið er af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.

Jón Gunnar Geirdal og fleiri standa fyrir þessari söfnun en hann hefur allt frá árinu 2005 verið óþreytandi í því að fá fólk og fyrirtæki til að létta undir með Rjóðri.

Ætlunin er að að nýta söfnunarféð til þess að bæta við annarri aðstöðu til endurhæfingar og skynörvunar í Rjóðri.  Þar er fyrir skynörvunar- og slökunarherbergi sem nýtur mikilla vinsælda. Einnig er þörf á að laga útisvæðið sem er fyrir aftan húsið niður við Kópavoginn og setja hugsanlega upp ný tæki til að bæta aðstöðuna fyrir börnin.

Gefdufimmu.is

Vefur Rjóðurs

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin