Alþingi

Tölfræðilegar upplýsingar um 152. löggjafarþing, fram að jólahléi

3.1.2022

Þingfundum 152. löggjafarþings var frestað 28. desember 2021 en þingið var að störfum frá 23. nóvember.

Þingfundir voru samtals 19 og stóðu í tæpar 112 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 56 mínútur. Lengsti þingfundurinn stóð í 12 klukkustundir og 36 mínútur. Lengsta umræðan var um fjárlög 2022 og stóð hún í 35 klukkustundir og 36 mínútur. Þingfundadagar voru alls 17.

Stjórnarfrumvörp sem lögð voru fram voru 19 talsins, þar af urðu 10 að lögum. 9 stjórnartillögur voru lagðar fram og 5 samþykktar. 67 þingmannafrumvörp hafa verið lögð fram og 45 þingmannatillögur, einnig var eitt nefndarfrumvarp lagt fram og samþykkt.

3 skriflegar skýrslur ráðherra voru lagðar fram. 2 beiðnir um skýrslur hafa komið fram til ráðherra. 1 munnleg skýrsla ráðherra var flutt.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 49. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 7 og bíða þær svars. 42 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 8 þeirra svarað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 208 og tala prentaðra þingskjala var 295.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 27.

Samtals höfðu verið haldnir 53 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 28. desember, þar af flestir í fjárlaganefnd (18) og næstflestir í efnahags- og viðskiptanefnd (11). Þá var haldinn opinn fundur í velferðarnefnd eftir frestun þingfunda, þann 29. desember. Nefndir komu saman, ein eða fleiri, samtals 17 daga á haustþinginu, þar af 4 heila daga.

Alþingi

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda fimmtudaginn 30. júní 2022

30.6.2022

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda kl. 15:00:


Halda áfram að lesa

Alþingi

Tilkynning um vinnslu umsókna um ríkisborgararétt

22.6.2022

Á tímabilinu frá 2. október 2021 til 1. maí 2022 bárust Útlendingastofnun 71 umsókn um ríkisborgararétt sem lagðar voru fyrir Alþingi. Allsherjar- og menntamálanefnd bárust nauðsynleg gögn vegna hluta þeirra umsókna. Sá hluti lá til grundvallar umfjöllun undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar og frumvarpi nefndarinnar um veitingu ríkisborgararéttar, sbr. þingskjal 1331. Umfjöllun nefndarinnar um aðrar umsóknir frestast þar til nauðsynleg gögn hafa borist. Vakin er athygli á því að nefndin hefur fengið staðfest að þótt umfjöllun um hluta umsókna seinki verður það ekki til þess að staða umsækjenda breytist á meðan umsókn um ríkisborgararétt er í vinnslu.

Samkvæmt ákvörðun allsherjar- og menntamálanefndar var skipuð ný undirnefnd sem falið verður að endurskoða ferli varðandi umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar með lögum og meðferð slíkra umsókna. Þá verður undirnefndinni falið að leggja fyrir nefndina tillögur að framtíðarfyrirkomulagi og verklagi við veitingu ríkisborgararéttar með lögum eigi síðar en 15. október 2022. Skipan undirnefndarinnar er í samræmi við samkomulag þingflokka við frestun 152. löggjafarþings.

Undirnefndina leiðir formaður allsherjar- og menntamálanefndar, Bryndís Haraldsdóttir. Auk hennar sitja í undirnefndinni þingmennirnir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigmar Guðmundsson.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Tölfræðilegar upplýsingar um 152. löggjafarþing

20.6.2022

Þingfundum 152. löggjafarþings var frestað 16. júní 2022. Þingið var að störfum frá 23. nóvember til 28. desember 2021 og frá 17. janúar til 16. júní 2022.

Þingfundir voru samtals 94 og stóðu í rúmar 550 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 47 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 13 klst. og 40 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2022 en hún stóð samtals í 35 klst. og 36 mínútur. Þingfundadagar voru alls 80.

Af 205 frumvörpum varð alls 81 að lögum, 121 var óútrætt, tvö voru kölluð aftur og eitt ekki samþykkt. Af 147 þingsályktunartillögum voru 29 samþykktar, 116 tillögur voru óútræddar og tveimur var vísað til ríkisstjórnarinnar.

22 skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Níu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af sex til ráðherra og þrjár til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 377. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 35 og var 30 svarað en ein kölluð aftur. 342 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 249 þeirra svarað, 93 biðu svars er þingi var frestað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 765 og tala prentaðra þingskjala var 1402.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 200. Sérstakar umræður voru 21.

Samtals höfðu verið haldnir 374 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. júní.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin