Alþingi

Tölfræðilegar upplýsingar um 152. löggjafarþing, fram að jólahléi

3.1.2022

Þingfundum 152. löggjafarþings var frestað 28. desember 2021 en þingið var að störfum frá 23. nóvember.

Þingfundir voru samtals 19 og stóðu í tæpar 112 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 56 mínútur. Lengsti þingfundurinn stóð í 12 klukkustundir og 36 mínútur. Lengsta umræðan var um fjárlög 2022 og stóð hún í 35 klukkustundir og 36 mínútur. Þingfundadagar voru alls 17.

Stjórnarfrumvörp sem lögð voru fram voru 19 talsins, þar af urðu 10 að lögum. 9 stjórnartillögur voru lagðar fram og 5 samþykktar. 67 þingmannafrumvörp hafa verið lögð fram og 45 þingmannatillögur, einnig var eitt nefndarfrumvarp lagt fram og samþykkt.

3 skriflegar skýrslur ráðherra voru lagðar fram. 2 beiðnir um skýrslur hafa komið fram til ráðherra. 1 munnleg skýrsla ráðherra var flutt.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 49. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 7 og bíða þær svars. 42 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 8 þeirra svarað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 208 og tala prentaðra þingskjala var 295.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 27.

Samtals höfðu verið haldnir 53 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 28. desember, þar af flestir í fjárlaganefnd (18) og næstflestir í efnahags- og viðskiptanefnd (11). Þá var haldinn opinn fundur í velferðarnefnd eftir frestun þingfunda, þann 29. desember. Nefndir komu saman, ein eða fleiri, samtals 17 daga á haustþinginu, þar af 4 heila daga.

Alþingi

Sérstök umræða miðvikudaginn 19. janúar um sölu Símans hf. á Mílu ehf.
19.1.2022Miðvikudaginn 19. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um sölu Símans hf. á Mílu ehf. Málshefjandi er Ásthildur Lóa Þórsdóttir og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

AsthildurLoa_KatrinJakobs

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. janúar
18.1.2022Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 20. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara innviðaráðherra og vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Sérstök umræða þriðjudaginn 18. janúar um stöðuna í heilbrigðiskerfinu
18.1.2022Þriðjudaginn 18. janúar um kl. 14 verður sérstök umræða um stöðuna í heilbrigðiskerfinu.

Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

OddnyHardardottir_WillumThor

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin