Heilsa

Tvö hágæslustæði opnuð á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut

Tvö hágæslustæði hafa verið opnuð á gjörgæsludeildinni á Landspítala Hringbraut.

Nýju hágæðslustæðin verða í tengslum við gjörgæslustæði sem fyrir eru. Einnig er fyrirhugað að opna tvö hágæslustæði á gjörgæsludeildinni í Fossvogi í janúar 2022 og önnur tvö þar síðar á árinu. Hágæslurými gjörgæsludeildanna verða sérstaklega merkt sem slík á skjáborði deildanna.

Sjö gjörgæslurými eru opin á hvorri gjörgæsludeild en hágæslustæði hafa ekki verið til staðar á sjúkrahúsinu. Hágæslusjúklingar hafa því að jafnaði vistast á gjörgæsludeildunum en nú er verið að auðvelda slíkar innlagnir, meðal annars með því að breyta mönnun í kringum þessa sjúklinga.

Undir venjulegum kringumstæðum þurfa gjörgæslusjúklingar hjúkrunarmönnun sem byggir á að einn hjúkrunarfræðingur sinni einum sjúkling (1:1). Á hágæsludeild er gert ráð fyrr að einn hjúkrunarfræðingur sinni tveimur sjúklingum (1:2) og einn sjúkraliði fjórum sjúklingum (1:4).

Fjöldi gjörgæslusjúklinga er nokkuð breytilegur á hverjum tíma en nú er gert ráð fyrir 7 gjörgæslustæðum á hvorri gjörgæsludeild. Fjöldi COVID sjúklinga á gjörgæsludeildunum getur haft áhrif á fjölda opinna gjörgæslurúma og hágæslurúma þar sem gjörgæslumeðferð COVID sjúklings er tvöfalt mannaflafrekari og það þarf meira rými fyrir hvern sjúkling.  Innlagnir eru ákveðnar í samráði vakthafandi gjörgæslulækni gjörgæslu og hágæsludeildar og vakthafandi sérfræðings í þeirri sérgrein sem sjúklingurinn tilheyrir. Endanleg ákvörðun um innlögn á hágæsludeild/gjörgæslu er í höndum sérfræðings á vakt gjörgæsludeildar í samráði við vaktstjóra gjörgæslu eftir rýmastöðu og mönnun. Að jafnaði á sjúklingur ekki að liggja lengur en 72 klukkustundir á hágæslueiningu.

Markmið með opnun hágæslurýma er að tryggja öryggi og vöktun á veikum sjúklingum sem þurfa náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nægjanlega stöðugt til að flytjast á almenna bráðalegudeild.

Tvö hágæslustæði opnuð á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut
Tvö hágæslustæði opnuð á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
  • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin