Heilsa

Tvöfalt fleiri Græn skref í desember

Mynd: Starfsfólk stofnana og fyrirtækja í ríkisrekstri fagnar Grænum skrefum í desember.

22. desember.2021 | 10:36

Tvöfalt fleiri Græn skref í desember

Stofnanir og fyrirtæki í ríkiseigu hafa tekið sjötíu Græn skref í desembermánuði. Það eru tvöfalt fleiri skref en í meðalmánuði. Þau keppast nú við að ljúka Grænu skrefunum fyrir lok árs með því skila inn loftslagsstefnu til yfirlestrar. 

Frábær árangur á árinu 

Hluti af aðgerðaráætlun loftslagsstefnu Stjórnarráðsins felst í því að allar ríkisstofnanir uppfylli öll fimm Grænu skrefin og ljúki loftslagsstefnugerð sinni á þessu ári. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hversu mikið kapp starfsfólk ríkisstofnannna hefur lagt á að ná þessu markmiði“ segir Jóhannes B. Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis.  

Umhverfisstofnun hefur lagt áherslu á að leiðbeina og hvetja stofnanir og fyrirtæki í ríkiseigu til að klára Grænu skrefin á þessu ári. Aldrei hafa fleiri stofnanir skráð sig í Grænu skrefin og í ár, eða 39 stofnanir.  

Um hundrað loftslagsstefnur í vinnslu 

Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri miðar að því að minnka umhverfisáhrif af starfsemi ríkisstofnana, t.a.m. með því að draga úr samgöngum og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Mikil áhersla er lögð á minni úrgangsmyndum með minni innkaupum og aukinni flokkun til endurvinnslu, auk þess sem horft er til matarsóunar og kolefnisspors matvæla almennt.  

Grænu skrefin eru fimm talsins, og undir hverju og einu þeirra eru 30-40 aðgerðir sem starfsfólk Umhverfisstofnunar fylgir eftir að séu framkvæmdar. Samhliða skrefunum setja ríkisaðilar sér loftslagsstefnu ásamt markmiðasetningu og aðgerðaráætlun, og skila inn grænu bókhaldi árlega til Umhverfisstofnunar. Nærri hundrað loftslagsstefnur hafa nú borist Umhverfisstofnun til yfirferðar. 

„Hvert einasta Grænt skref sem er stigið hefur áhrif og það er gaman að sjá kraftinn sem ríkisaðilar hafa sett í verkefnið á árinu. Eins og á við um loftslags- og umhverfismál almennt er verkefninu þó hvergi nærri lokið“ segir Jóhannes.

Umhverfisstofnun og starfsfólk Grænna skrefa hlakkar til áframhaldandi samvinnu á nýju ári.  

Heimasíða Grænna skrefa

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Mynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis, afhendir starfsfólki úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fimmta Græna skrefið í desember 2021.

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
  • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin