Innlent

Umbætur í girðingamálum geta skilað margþættum ávinningi

Starfshópur um umbætur og hagræðingu vegna girðinga í eigu hins opinbera hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu þar sem birtar eru tölur um umfang girðinga á vegum opinberra aðila, stofnana og sveitarfélaga. Jafnframt birtir hópurinn þar greiningu á helstu hagsmunum, áskorunum og tækifærum til úrbóta við núverandi aðstæður s.s. með tilliti til kostnaðar, gróðurverndar, ræktunar, dýraverndar og umferðaröryggis.

Starfshópurinn var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra, og eiga í honum sæti fulltrúar Vegagerðarinnar, Landgræðslunnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skógræktarinnar, Matvælastofnunar og Bændasamtakanna.

Í skýrslunni kemur fram að starfshópurinn telji mikilvægt að tengja saman ólíka hagsmuni t.d. sauðfjárbúskap, landvernd, ferðaþjónustu, umferðaröryggi og skógrækt. Á vissum stöðum geti falist tækifæri í því að sameinast um að girða ákveðin landsvæði af til beitar. Annars staðar geti tækifæri falist í því að banna lausagöngu búfjár, en styrkja eigendur búfjár jafnframt til þess að girða sitt búfé af.

Heildarkostnaður opinberra aðila við girðingar á árabilinu 2015 til 2020 er 2.149 milljónir, eða um 358 milljónir á ári. Ekki bárust gögn frá öllum aðilum og því líklegt að þessi kostnaður sé vanáætlaður.

Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að:

  • Taka saman eignasafn girðinga opinberra aðila sem inniheldur a.m.k. stofnár, lengd og tegund girðingar.
  • Unnin verði sameiginlegur gagnagrunnur opinberra aðila um girðingar og honum deilt í vefsjá.
  • Farið verði yfir ástand girðinga og hvort þær eru í nægilega góðu ástandi til að sinna vörslugildi.
  • Lög og reglugerðir sem gilda um girðingar og ábyrgð á þeim verði samræmd og endurskoðuð.
  • Unnin verði þarfagreining á girðingum eftir landshlutum og í kjölfarið stefna og áætlun um girðingar opinberra aðila.
  • Lög sem gilda um búfjárhald verði samræmd og endurskoðuð. Samspil búvörusamninga og girðinga verði kortlagt.
  • Kannað verði hver sé ávinningur þess að vera með afgirt hólf/landsvæði. Til þess þarf að tengja saman ólíka hagsmunaaðila og finna sameiginlegar lausnir með bætta landnýtingu að leiðarljósi.

Starfshópurinn mun starfa áfram og vinna að gerð tillagna að verkefnum sem leitt geta til ávinnings og sem byggja á samráði við þá sem best þekkja til aðstæðna á hverju svæði. Gert er ráð fyrir að slíkar tillögur verði kynntar fyrir ráðuneytum umhverfis- og auðlindamála, landbúnaðar og samgöngu- og sveitarstjórna eigi síðar en 1. október nk.

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin