Lögreglan

Umhverfi löggæslu á Íslandi 2020-2024

Síðast uppfært: 30 Desember 2019 klukkan 16:20

Ríkislögreglustjóri hefur í dag gefið út stefnumiðaða greiningarskýrslu um umhverfi löggæslu á Íslandi 2020-2024. Í skýrslunni er fjallað um stöðu lögreglunnar og líklega þróun á næstu árum. Skýrslunni fylgir viðauki þar sem fjallað er um einstök lögregluumdæmi og mun viðaukinn birtast á næstu dögum.

Tengill:Umhverfi löggæslu á Íslandi 2020-2024

Halda áfram að lesa

Innlent

Hraðakstur í Bjarkarholti í Mosfellsbæ

24 Maí 2022 10:02

Brot 41 ökumanns var myndað í Bjarkarholti í Mosfellsbæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bjarkarholt í vesturátt, við Framhaldsskólann. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 107 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 38%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 52.

Vöktun lögreglunnar í Bjarkarholti er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að sól og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.

Halda áfram að lesa

Innlent

Fimm í gæsluvarðhaldi

23 Maí 2022 16:20

Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Lagt var hald á umtalsvert magn af marijúana, eða um 40 kg, en leitir voru framkvæmdar á allmörgum stöðum, bæði í húsum og ökutækjum. Um var að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis, en lögreglan tók einnig í sína vörslu ökutæki, peninga og tölvubúnað. Nokkrir tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum, en við þær naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Alls voru tíu manns handteknir í þágu rannsóknarinnar og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald eins og áður sagði, en varðhaldið er til tveggja vikna.

Rannsókn málsins miðar vel.

Halda áfram að lesa

Innlent

Fannst látin

19 Maí 2022 18:00

Kona fannst látin í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík eftir hádegi í gær.

Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin