Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun takmarkar umferð í hella í Þeistareykjahrauni

11. september.2020 | 14:07

Umhverfisstofnun takmarkar umferð í hella í Þeistareykjahrauni

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar um að takmarka aðgengi að hellum í Þeistareykjahrauni í Þingeyjasveit í verndarskyni. Umferð um alla hella í hrauninu, að undanskildum Togarahelli, verður bönnuð fyrir aðra en þá sem sinna lögbundnum rannsóknum á hellunum eða hafa lögbundið eftirlit með verndun þeirra. Ákvörðunin byggist á heimild í 25.gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Ákvörðunin hefur verið birt í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 888/2020. 

Í Þeistareykjahrauni hefur fundist nokkur fjöldi ósnertra hraunhella á undanförnum árum. Verndargildi þessara nýfundnu hella þykir sérlega hátt sökum mikils fjölda viðkvæmra hraunmyndana. Þéttleiki þeirra myndana er slíkur að erfitt er um vik að ferðast um hellana án þess að valda óafturkræfu tjóni. Þeistareykjahraun er að miklu leyti ókannað með tilliti til hraunhellarannsókna og er því viðbúið að fleiri hellar muni finnast með áframhaldandi rannsóknum.

Hraunhellar eru fágætar jarðmyndanir á heimsvísu, en sökum jarðfræðilegrar sérstöðu er Ísland sérlega ríkt af slíkum hellum. Fjölmargir nafnkunnir hellar hafa orðið fyrir óafturkræfum skaða á liðnum áratugum þar sem hraunstrá og dropsteinar hafa verið brotin og fjarlægð úr hellunum eftir því sem aðsókn í þá jókst. Með slíkri umgengni skerðist verðmæti hellana varanlega. 

Með  takmörkunum á aðgangi í hellana í Þeistareykjahrauni vonast Umhverfisstofnun til að hægt verði að fyrirbyggja skaða á ósnertum hellum í hrauninu. 

Ákvörðun þessi var unnin í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Hellarannsóknarfélag Íslands og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, ásamt því sem leitað var umsagnar Landsvirkjunar. Ákvörðunin verður endurskoðuð árlega. 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

24. júní.2021 | 13:30

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf., Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi þar sem breytingin fól í sér að bæta við tegundinni gullinrafa í eldið.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. maí 2021 til og með 21. júní 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

Halda áfram að lesa

Heilsa

Nýir sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun

23. júní.2021 | 15:52

Nýir sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun

Inga Dóra Hrólfsdóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir hafa verið ráðnar til starfa sem sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun.

Aðalbjörg Birna er ráðin í starf sviðsstjóra sviðs mengunarvarna, vatns, lofts og jarðvegs. Hún er með B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í umhverfis – og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám í umhverfisstjórnun á Ítalíu og umhverfisverkfræði í Danmörku.

Aðalbjörg Birna hefur góða stjórnunarreynslu auk víðtækrar þekkingar á málaflokkum sviðs mengunarvarna. Hún hefur starfað hjá Umhverfisstofnun síðustu tólf ár, þar af síðustu fjögur ár sem verkefnisstjóri fyrir innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins á Íslandi þ.m.t. við áætlanagerð. Áður starfaði hún sem teymisstjóri fyrir mengandi starfsemi og mat á umhverfisáhrifum í fjögur ár, sem deildarstjóri náttúruverndarmála í tvö ár og sem sérfræðingur í náttúruvernd fyrstu tvö árin hjá stofnuninni. Aðalbjörg Birna starfaði auk þess í sjö ár samhliða störfum sínum hjá Umhverfisstofnun sem gestafyrirlesari og þátttakandi í rannsóknarverkefnum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði hjá Háskóla Íslands. Birna hefur störf sem sviðsstjóri þann 1. september, samhliða gildistöku nýs skipurits.

Inga Dóra er ráðin í starf sviðsstjóra náttúruverndar og grænna áfangastaða. Inga Dóra er með B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Chalmers Tækniháskóla í Svíþjóð. Auk þess er hún með D-vottun í verkefnastjórnun IPMA og er að ljúka AMP stjórnunarnámi frá IESE Háskólanum í Barcelona.

Inga Dóra hefur víðtæka reynslu af stjórnun. Hún hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í tæp tuttugu ár og undanfarin tvö ár hefur hún gegnt stöðu verkefnisstjóra stefnumótandi verkefna, þar sem hún sá m.a. um verkefnastýringu SPARCS Evrópuverkefnis og hélt utan um verkefni tengd umhverfismálum. Áður starfaði Inga Dóra sem framkvæmdastjóri hjá Veitum ohf. í fimm ár en fyrirtækið annast rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu í almannaþágu. Fram að því var hún í ýmsum öðrum stjórnunarstörfum hjá OR en hún hefur starfað þar sem framkvæmdastjóri veitusviðs, framkvæmdastjóri þróunar, sviðsstjóri framkvæmda, sviðsstjóri tæknimála og deildarstjóri landupplýsingakerfis. Inga Dóra hefur störf þann 1. ágúst.

Mikill fengur er af þessum reyndu stjórnendum til að leiða öflugan hóp starfsfólks Umhverfisstofnunar til áframhaldandi árangurs í náttúru- og umhverfisvernd á grundvelli framsýni og samstarfs.   

Halda áfram að lesa

Heilsa

Skotpróf vegna hreindýraveiða, frestur til og með 30. júní

22. júní.2021 | 10:55

Skotpróf vegna hreindýraveiða, frestur til og með 30. júní

Umhverfisstofnun vill minna hreindýraveiðimenn, sem eru með úthlutað leyfi, á að taka skotpróf vegna hreindýraveiða fyrir 1.júlí.

Nú þegar þetta er skrifað eiga um 700 veiðimenn eftir að taka skotpróf. Tíminn styttist og því hvetjum við veiðimenn til að fara í prófið sem fyrst til að losna við örtröð sem getur myndast síðustu dagana. Upplýsingar um skotprófið  má finna á hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin