Landsspítali

Umsækjendur um störf forstöðumanna á Landspítala

Þann 18. október 2019 voru auglýst ellefu störf forstöðumanna þjónustukjarna, í samræmi við nýtt skipurit Landspítala sem staðfest hefur verið af heildbrigðisráðherra. Umsóknarfrestur rann út að kvöldi 11. nóvember.
Alls bárust 70 umsóknir um störfin en fimm umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Umsækjendur um störfin eru sem hér segir: 

Forstöðumaður aðfanga og umhverfis

1. Arna Lind Sigurðardóttir 
2. Atli Ómarsson
3. Birna Helgadóttir
4. Grétar Áss Sigurðsson
5. Guðbrandur Guðmundsson
6. Guðrún Kristjánsdóttir
7. Helga Helgadóttir
8. Herdís Gunnarsdóttir
9. Ingi Jarl Sigurvaldason
10. Ingibjörg Ólafsdóttir
11. Ingólfur Þórisson
12. Jóhannes Helgason 
13. Lúvísa Sigurðardóttir
14. Peter Markus
15. Sigrún Hallgrímsdóttir
16. Teitur Ingi Valmundsson
17. Tryggvi Þorsteinsson
18. Unnur Ágústsdóttir
19. Þórunn Marinósdóttir

Forstöðumaður bráðaþjónustu

1. Árný Sigríður Daníelsdóttir
2. Helga Pálmadóttir
3. Helga Rósa Másdóttir
4. Herdís Gunnarsdóttir
5. Jón Magnús Kristjánsson
6. Ragna María Ragnarsdóttir

Forstöðumaður geðþjónustu

1. Helga Sif Friðjónsdóttir
2. María Einisdóttir
3. Nanna Briem
4. William Sarfo-Baafi

Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu

1. Davíð Ottó Arnar
2. Karl Konráð Andersen

Forstöðumaður krabbameinsþjónustu

1. Agnes Þórólfsdóttir
2. Halldóra Hálfdánardóttir
3. Herdís Gunnarsdóttir
4. Margrét Grímsdóttir

Forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu

1. Linda Kristmundsdóttir

Forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu

1. Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
2. Björn Logi Þórarinsson
3. Guðni Arnar Guðnason
4. Kristján Erlendsson
5. Runólfur Pálsson

Forstöðumaður rannsóknarþjónustu

1. Áskell Löve
2. Björn Rúnar Lúðvíksson
3. Maríanna Garðarsdóttir
4. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
5. Steinunn Erla Thorlacius

Forstöðumaður skurðlækningaþjónustu

1. Eiríkur Orri Guðmundsson
2. Herdís Gunnarsdóttir
3. Ingibjörg Hauksdóttir
4. Margrét Grímsdóttir
5. Margrét Guðjónsdóttir

Forstöðumaður skurðstofa og gjörgæsla

1. Árný Sigríður Daníelsdóttir
2. Magnús Karl Magnússon
3. Ólafur Guðbjörn Skúlason
4. Vigdís Hallgrímsdóttir

Forstöðumaður öldrunarþjónustu

1. Anna Björg Jónsdóttir
2. Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir
3. Guðný Valgeirsdóttir
4. Helga Atladóttir
5. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
6. Ragnheiður Guðmundsdóttir
7. Steinunn Þórðardóttir
8. Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir
9. Þóra Gunnarsdóttir 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Aðgengi, gestir og heimsóknir á Landspítala frá 1. júlí 2021

Í samræmi við almennar tilslakanir vegna farsóttar COVID-19 taka reglur um gesti og heimsóknir á Landspítala nokkrum breytingum 1. júlí 2021.

1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við innganga hjá öryggisvörðum.

2. Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi.

5. Grímuskylda gildir áfram á Landspítala.

Heimsóknartímar á Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gefðu fimmu til stuðnings Rjóðri

Fjársöfnunin „Gefðu fimmu“ sem stendur yfir er til stuðnings Rjóðri, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi sem rekið er af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.

Jón Gunnar Geirdal og fleiri standa fyrir þessari söfnun en hann hefur allt frá árinu 2005 verið óþreytandi í því að fá fólk og fyrirtæki til að létta undir með Rjóðri.

Ætlunin er að að nýta söfnunarféð til þess að bæta við annarri aðstöðu til endurhæfingar og skynörvunar í Rjóðri.  Þar er fyrir skynörvunar- og slökunarherbergi sem nýtur mikilla vinsælda. Einnig er þörf á að laga útisvæðið sem er fyrir aftan húsið niður við Kópavoginn og setja hugsanlega upp ný tæki til að bæta aðstöðuna fyrir börnin.

Gefdufimmu.is

Vefur Rjóðurs

Halda áfram að lesa

Heilsa

Birtingasjóði Landspítala ætlað að hvetja starfsmenn til vísindastarfa og birtinga á vísindagreinum

Birtingasjóður Landspítala, sem stofnaður var á árinu 2021, hefur þann tilgang að hvetja starfsmenn spítalans til vísindastarfa og birtinga á vísindagreinum í öflugum og virtum vísindaritum.

Birtingarsjóðurinn er þannig til kominn að stofnframlagið er fengið með sölu Landspítala á hlutabréfum í nýsköpunarfyrirtækinu Oculis, sem Einar Stefánsson prófessor stofnaði á sínum tíma og er nú skráð á markað.

Birtingasjóður fellur undir skipulagsskrá Landspítalasjóðs Íslands. Stofnfé hans var 35,3 milljónir króna. Reglur um starfsemi sjóðsins hafa verið samþykktar af stjórn hans sem er skipuð stjórnendum á Landspítala; forstjóra, framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar, yfirlækni vísindadeildar og formanni vísindaráðs.

Í 2. grein reglnanna er markmiðum sjóðsins lýst:

Birtingasjóði er ætlað að styðja við vísindastarf starfsfólks Landspítala. Mögulegir umsækjendur eru starfsmenn spítalans. Umsækjendur þurfa að vera fyrsti eða síðasti höfundur á vísindagrein sem lýsir rannsóknaniðurstöðum verkefna sem unnin eru á Landspítala og eru merktar honum. Markmiðið er tvíþætt; 1) Hvetja vísindafólk á Landspítala til að skipuleggja framkvæmd metnaðarfullra vísindaverkefna sem líkleg eru til að leiða til birtinga í erlendum vísindaritum með háan áhrifastuðul (Impact Factor = IF). 2) Búa til hvata fyrir starfsfólk Landspítala til að verja tíma sínum í að stunda vísindarannsóknir þar sem vísindamenn spítalans eru leiðandi aðilar rannsóknar.

Stjórn Birtingasjóðs Landspítala ákveður upphæðir styrkveitinga og úthlutun styrkja árlega í samræmi við hlutverk sjóðsins. Verkefnastjóri vísindaráðs hefur daglega umsjón með sjóðnum. Á stjórnarfundi 16. apríl var fjallað um upphæðir styrkja:

Tillaga lá fyrir stjórn um að upphæð hvatningastyrks til starfsmanns fyrir grein sem birtist í tímariti í flokki A verði 150 þúsund krónur, 75 þúsund krónur fyrir grein sem birtist í tímiriti af flokki B og 50 þúsund krónur fyrir grein sem birtist í tímariti af flokki C. Upphæð styrks fyrir birta grein getur þannig hæst orðið 150 þúsund krónur á hvern starfsmann og heildarupphæð fyrir hverja grein orðið hæst 300 þúsund krónur. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Áætlað er að árleg fjárútlát vegna þessara greiðslna geti numið 4-8 milljónum króna árlega.

Birtingasjóður Landspítala – reglur

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin