Landsspítali

Umsækjendur um störf forstöðumanna á Landspítala

Þann 18. október 2019 voru auglýst ellefu störf forstöðumanna þjónustukjarna, í samræmi við nýtt skipurit Landspítala sem staðfest hefur verið af heildbrigðisráðherra. Umsóknarfrestur rann út að kvöldi 11. nóvember.
Alls bárust 70 umsóknir um störfin en fimm umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Umsækjendur um störfin eru sem hér segir: 

Forstöðumaður aðfanga og umhverfis

1. Arna Lind Sigurðardóttir 
2. Atli Ómarsson
3. Birna Helgadóttir
4. Grétar Áss Sigurðsson
5. Guðbrandur Guðmundsson
6. Guðrún Kristjánsdóttir
7. Helga Helgadóttir
8. Herdís Gunnarsdóttir
9. Ingi Jarl Sigurvaldason
10. Ingibjörg Ólafsdóttir
11. Ingólfur Þórisson
12. Jóhannes Helgason 
13. Lúvísa Sigurðardóttir
14. Peter Markus
15. Sigrún Hallgrímsdóttir
16. Teitur Ingi Valmundsson
17. Tryggvi Þorsteinsson
18. Unnur Ágústsdóttir
19. Þórunn Marinósdóttir

Forstöðumaður bráðaþjónustu

1. Árný Sigríður Daníelsdóttir
2. Helga Pálmadóttir
3. Helga Rósa Másdóttir
4. Herdís Gunnarsdóttir
5. Jón Magnús Kristjánsson
6. Ragna María Ragnarsdóttir

Forstöðumaður geðþjónustu

1. Helga Sif Friðjónsdóttir
2. María Einisdóttir
3. Nanna Briem
4. William Sarfo-Baafi

Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu

1. Davíð Ottó Arnar
2. Karl Konráð Andersen

Forstöðumaður krabbameinsþjónustu

1. Agnes Þórólfsdóttir
2. Halldóra Hálfdánardóttir
3. Herdís Gunnarsdóttir
4. Margrét Grímsdóttir

Forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu

1. Linda Kristmundsdóttir

Forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu

1. Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
2. Björn Logi Þórarinsson
3. Guðni Arnar Guðnason
4. Kristján Erlendsson
5. Runólfur Pálsson

Forstöðumaður rannsóknarþjónustu

1. Áskell Löve
2. Björn Rúnar Lúðvíksson
3. Maríanna Garðarsdóttir
4. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
5. Steinunn Erla Thorlacius

Forstöðumaður skurðlækningaþjónustu

1. Eiríkur Orri Guðmundsson
2. Herdís Gunnarsdóttir
3. Ingibjörg Hauksdóttir
4. Margrét Grímsdóttir
5. Margrét Guðjónsdóttir

Forstöðumaður skurðstofa og gjörgæsla

1. Árný Sigríður Daníelsdóttir
2. Magnús Karl Magnússon
3. Ólafur Guðbjörn Skúlason
4. Vigdís Hallgrímsdóttir

Forstöðumaður öldrunarþjónustu

1. Anna Björg Jónsdóttir
2. Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir
3. Guðný Valgeirsdóttir
4. Helga Atladóttir
5. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
6. Ragnheiður Guðmundsdóttir
7. Steinunn Þórðardóttir
8. Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir
9. Þóra Gunnarsdóttir 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Lionklúbburinn Fjörgyn tryggir barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, áframhaldandi rekstur á tveimur bifreiðum sem klúbburinn safnaði fyrir og keypti árin 2015 og 2019. Samkomulag Fjörgynjar um stuðning vid BUGL var undirritaður 1. september 2021.

Lionsklúbburinnn Fjörgyn hefur verið traustur bakhjarl BUGL í mörg ár og stutt starfsemina með fjölmörgum gjöfum af ýmsu tagi, þar á meðal með því að gefa bíla og tryggja bílareksturinn með samstarfsfyrirtækjum sínum.  Fjörgyn hefur nú ákveðið að framhald verði á því næstu þrjú árin með myndarlegri aðstoð frá N1 og Sjóvá. Einnig nýtur Fjörgyn viðskiptakjara hjá BL. hf. varðandi viðhaldsþjónustu.

Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:

1. Lionsklúbburinn Fjörgyn sér alfarið um rekstur Dacia Duster og Renault Clio bifreiða BUGL, að undanskyldum þætti N1 og Sjóvár.

2. Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu beggja bifreiðanna út samningstímann.

3. N1 tekur þátt í rekstri bifreiðanna með framlagi sem nemur allt að 390 þúsund krónum fyrir hvert ár sem ætti að tryggja eldsneytnisnotkun og dekkjaþjónustu beggja bifreiðanna út samningstímann.

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 24. september: Staðan

Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum). 
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.

Staðan kl. 9:00

8 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, þar af 1 barn. Á bráðalegudeildum spítalans eru 4. Á gjörgæslu er 4 sjúklingar, 2 þeirra í öndunarvél.  

Nú eru 352 sjúklingar, þar af 128 börn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 6 gulir og þurfa nánara eftirlit.

Tölur verða næst uppfærðar mánudaginn 27. september.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Landspítala lýkur föstudaginn 24. september

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Landspítala vegna alþingiskosninga 2021 lýkur á morgun, föstudaginn 24. september. 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu á allmörgum deildum Landspítala að undanförnu fyrir sjúklinga á spítalanum.

  • Í dag, 23. september, er hægt að greiða atkvæði á líknardeildinni í Kópavogi til kl. 16:30.
  • Á morgun, 24. september, lýkur utankjörfundaratkvæðagreiðslunni á spítalanum. Þá verður hægt að greiða atkvæði við Hringbraut milli kl. 14:00 og 17:00 á pallinum fyrir framan 13E og 13G á 3. hæð.
  • Farið er inn á lokaðar deildir geðþjónustunnar á Landspítala með utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Búið er að fara á Klepp og 24. september verður farið á geðdeildina við Hringbraut.

Ekki mun hafa reynt á það á spítalanum að grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana vegna Covid sjúklinga í einangrun.

Á kjördag, 25. september, er ekki boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Landspítala. 

Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin