Landsspítali

Umsækjendur um störf forstöðumanna á Landspítala

Þann 18. október 2019 voru auglýst ellefu störf forstöðumanna þjónustukjarna, í samræmi við nýtt skipurit Landspítala sem staðfest hefur verið af heildbrigðisráðherra. Umsóknarfrestur rann út að kvöldi 11. nóvember.
Alls bárust 70 umsóknir um störfin en fimm umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Umsækjendur um störfin eru sem hér segir: 

Forstöðumaður aðfanga og umhverfis

1. Arna Lind Sigurðardóttir 
2. Atli Ómarsson
3. Birna Helgadóttir
4. Grétar Áss Sigurðsson
5. Guðbrandur Guðmundsson
6. Guðrún Kristjánsdóttir
7. Helga Helgadóttir
8. Herdís Gunnarsdóttir
9. Ingi Jarl Sigurvaldason
10. Ingibjörg Ólafsdóttir
11. Ingólfur Þórisson
12. Jóhannes Helgason 
13. Lúvísa Sigurðardóttir
14. Peter Markus
15. Sigrún Hallgrímsdóttir
16. Teitur Ingi Valmundsson
17. Tryggvi Þorsteinsson
18. Unnur Ágústsdóttir
19. Þórunn Marinósdóttir

Forstöðumaður bráðaþjónustu

1. Árný Sigríður Daníelsdóttir
2. Helga Pálmadóttir
3. Helga Rósa Másdóttir
4. Herdís Gunnarsdóttir
5. Jón Magnús Kristjánsson
6. Ragna María Ragnarsdóttir

Forstöðumaður geðþjónustu

1. Helga Sif Friðjónsdóttir
2. María Einisdóttir
3. Nanna Briem
4. William Sarfo-Baafi

Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu

1. Davíð Ottó Arnar
2. Karl Konráð Andersen

Forstöðumaður krabbameinsþjónustu

1. Agnes Þórólfsdóttir
2. Halldóra Hálfdánardóttir
3. Herdís Gunnarsdóttir
4. Margrét Grímsdóttir

Forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu

1. Linda Kristmundsdóttir

Forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu

1. Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
2. Björn Logi Þórarinsson
3. Guðni Arnar Guðnason
4. Kristján Erlendsson
5. Runólfur Pálsson

Forstöðumaður rannsóknarþjónustu

1. Áskell Löve
2. Björn Rúnar Lúðvíksson
3. Maríanna Garðarsdóttir
4. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
5. Steinunn Erla Thorlacius

Forstöðumaður skurðlækningaþjónustu

1. Eiríkur Orri Guðmundsson
2. Herdís Gunnarsdóttir
3. Ingibjörg Hauksdóttir
4. Margrét Grímsdóttir
5. Margrét Guðjónsdóttir

Forstöðumaður skurðstofa og gjörgæsla

1. Árný Sigríður Daníelsdóttir
2. Magnús Karl Magnússon
3. Ólafur Guðbjörn Skúlason
4. Vigdís Hallgrímsdóttir

Forstöðumaður öldrunarþjónustu

1. Anna Björg Jónsdóttir
2. Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir
3. Guðný Valgeirsdóttir
4. Helga Atladóttir
5. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
6. Ragnheiður Guðmundsdóttir
7. Steinunn Þórðardóttir
8. Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir
9. Þóra Gunnarsdóttir 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Hulda Hjartardóttir endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis

Hulda Hjartardóttir hefur verið endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala.

Hulda lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1988 og stundaði sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítala 1989-1991 og við sjúkrahús í Leeds og Bradford á árunum 1991-1998. Hún lauk MRCOG prófi árið 1994 og fékk sérfræðiréttindi á Íslandi 1997 og í Bretlandi 1998. Frá því ári hefur hún starfað sem sérfræðilæknir á kvennadeild Landspítala með aðaláherslu á fósturgreiningu og áhættumæðravernd auk fæðingarhjálpar. Hún var settur yfirlæknir á meðgöngu- og fæðingadeildum 2007-2009 og hefur verið yfirlæknir fæðingateymis frá því í maí 2017.

Hulda hefur sinnt kennslu og vísindastörfum samhliða starfi og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í maí 2021. Ritgerðin fjallaði um ómskoðanir í fæðingum. Gæðastörf deildarinnar eru ávallt í fyrirrúmi og hefur Hulda lagt áherslu á áframhaldandi þróun í þeim efnum. Að auki er sífellt reynt að auka samstarf við heilsugæslu, önnur sjúkrahús og stofnanir á Norðurlöndunum í því augnamiði að tryggja sem besta meðferð í meðgöngu og fæðingu.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Hjartasund 24. september til stuðnings fólki með gang- eða bjargráð – áheitasund fyrir yngsta hópinn

Í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum 29. september 2022 vekja starfsmenn hjartarannsóknarstofu Landspítala athygli á fólki sem er með gang- eða bjargráð og ætlar að stinga sér til sunds laugardaginn 24. september því til stuðnings.  Söfnunarfé áheitasunds rennur til að yngsta hópsins sem þarf á hjartaaðstoð að halda

Starfsfólk hjartarannsóknarstofu Landspítala hefur mikið við og tileinkar hátíðarhald vegna alþjóða hjartadagsins gang- og bjargráðsfólkinu sem er í eftirliti hjá því.

Göngudeild gangráða, eða „gangráðseftirlitið“ eins og það er kallað í daglegu tali, er hluti af hjartarannsóknarstofunni 10G. Á deildinni starfa 9 lífeindafræðingar, náttúrufræðingur, lífeindafræðinemi, 5 sjúkraliðar, 4 geislafræðingar og ritari við margvíslegar rannsóknir.

Í september taldist starfsfólki gangráðseftirlitsins til að þar væru 2.685 með gangráð og 462 með bjargráð í virku eftirliti eða alls 3.147 einstaklingar. Því fer fjarri að skjólstæðingarnir séu allt aldraðir, aldursbilið spannar allt frá ungabörnum til elstu manna.

  • Starfsmenn hjartarannsóknarstofu hyggjast stinga sér til sunds í Sundhöll Reykjavíkur kl. 10:00 laugardagsmorguninn 24. september og synda boðsund, 5 metra fyrir hvern einstakling með gang- eða bjargráð sem er í eftirliti þar eða alls 15.750 metra. Þangað er hægt að koma og hvetja sundfólkið og busla sig þannig í sameiningu í gegnum þetta fram eftir degi!
  • Hægt er að heita á sundhópinn með frjálsum fjárframlögum inn á reikning, bankanúmerið er 537-14-408511 kt: 281058-2829.
  • Söfnunarfé áheitasundsins rennur til að yngsta hópsins sem þarf á hjartaaðstoð að halda: Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Bólusetningar starfsmanna og verktaka haustið 2022 – spurt og svarað

Farsóttanefnd, sýkingavarnadeild og bólusetningarteymi Landspítala hyggjast bjóða öllum starfsmönnum og verktökum bólusetningu gegn inflúensu og fjórða skammt af bóluefni gegn COVID. Starfsmenn fá sms-skilaboð í þessa bólusetningu og gildir boðið í báðar bólusetningarnar.  Tilkynnt verður síðar um nákvæma tímasetningu.

Hverjir eru boðaðir núna í bólusetningu?

– Allir starfsmenn og verktakar eru boðaðir í inflúensubólusetningu og fjórðu bólusetningu gegn COVID óháð bólusetningastöðu þeirra eða hvort þeir hafi nýlega fengið COVID.

Hverjir ættu að þiggja bólusetningu gegn COVID á Landspítala núna?

– Þeir sem hafa fengið tvær eða þrjár bólusetningar og meira en 4 mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu.
– Þeir sem hafa fengið tvær eða þrjár bólusetningar, meira en 4 mánuðir frá síðustu bólusetningu og meira en 6 vikur frá síðustu COVID sýkingu.

Hverjir ættu ekki að þiggja bólusetningu á Landspítala núna?  

– Þeir sem eru óbólusettir verða að panta tíma á sinni heilsugæslustöð og hefja grunnbólusetningu sem er gerð með öðru bóluefni.
– Þeir sem hafa fengið eina sprautu af einhverju bóluefnanna verða að panta tíma á sinni heilsugæslustöð og ljúka grunnbólusetningu sem er gerð með öðru bóluefni.
– Þeir sem hafa nýlega fengið COVID ættu að bíða þar til meira en 6 vikur hafa liðið frá smiti.
– Þeir sem eru lasnir með kvefeinkenni og/eða hita ættu að bíða.
– Þeir sem hafa ofnæmi fyrir innihaldsefnum í inflúensubóluefninu – sjá upplýsingar um bóluefni.

Hvað ef ég vil ekki bæði bólusetningu gegn COVID og inflúensu?

– Þá mætirðu á boðuðum tíma og segir bólusetjara að þú viljir aðeins eina bólusetningu.
– Ef þú ætlar að fá báðar, en ekki á sama tíma, þá er mælt með að byrja á COVID bólusetningu og bíða í tvær vikur með að fá inflúensubólusetningu.
– Ef þú ætlar aðeins að fá inflúensubólusetningu þá er það í góðu lagi og þú færð bara COVID bólusetninguna síðar.

Hvað ef ég get ekki mætt á boðuðum tíma?

– Þú mátt mæta hvenær sem þér hentar innan auglýsts þjónustutíma og þarft ekki að láta vita.

Verður hægt að fá þessar bólusetningar síðar?

– Já, það verða opnir tímar í inflúensubólusetningu fram á haust meðan birgðir endast. Það verður auglýst á innri miðlum spítalans.
– Mælt er með að leita til heilsugæslunnar um COVID bólusetningu utan þess tímabils sem nú er bólusett er á Landspítala.

Er meiri hætta á að verða lasinn ef maður tekur bæði bóluefnin í einu?

– Nei, rannsóknir hafa sýnt að svo er ekki en svæðisbundin viðbrögð geta komið fram á báðum handleggjum.

Skiptir máli hversu oft og hvenær ég hef fengið COVID?

-Nei, það skiptir ekki máli hversu oft en mælt er með að láta 6 vikur líða frá sýkingu að bólusetningu.

Er COVID bóluefnið öðruvísi en það sem hefur verið boðið upp á áður?

– Já, þetta er ný útgáfa af COVID bóluefni sem er blanda af fyrra bóluefni og bóluefni sem virkar sérstaklega gegn ómíkron BA.1.

Má ég fá bólusetningu á meðgöngu eða ef ég er með barn á brjósti?

– Meðganga og brjóstagjöf eru ekki frábending sbr. fylgiseðil og texta á síðu Lyfjastofnunar / Lyfjastofnunar Evrópu.

Hvað ef ég hef fengið bólusetningar gegn COVID erlendis og þær eru ekki skráðar í íslenska bólusetningakerfið?

– Þá skaltu hafa samband við [email protected] eða netspjall Heilsuveru og óska eftir að bólusetning þín sé skráð í kerfið. Nauðsynlegt er að hafa upplýsingar um dagsetningar og tegund bóluefnis. Mynd af bólusetningavottorði er til bóta.

Nánari upplýsingar

Ef spurningar vakna sem ekki er svarað hér þá skaltu endilega senda þær á [email protected] sem fyrst.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin