Heilsa

Uppgjör losunarheimilda 2021

12. maí.2022 | 09:52

Uppgjör losunarheimilda 2021

Allir íslenskir þátttakendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) gerðu upp heimildir sínar innan tímamarka fyrir losun ársins 2021 innan ETS- kerfisins, eða fjórir flugrekendur og sex rekstraraðilar í staðbundnum iðnaði. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 267.043 tonn CO2 ígilda, en í iðnaði var losunin 1.843.588 tonn af CO2 ígildum. Heildarlosun innan ETS kerfisins fyrir árið 2021 var því 2.110.601 tonn af CO2 ígildum, sem er aukning um 7% frá árinu 2020. 

Framkvæmdastjórn ESB hefur birt lista yfir alla þá flugrekendur og rekstraraðila sem hafa gert upp losun sína. Má finna listann hér: https://ec.europa.eu/clima/ets/allocationComplianceMgt.do

Á myndunum hér að neðan má sjá uppgerðar losunarheimildir frá staðbundnum iðnaði og flugsamgöngum sem féllu undir viðskiptakerfið og eru í umsjón Íslands. 

Flugrekendur 

Uppgerðar losunarheimildir flugrekenda jukust um 42% milli 2020 og 2021, sem skýrist að langmestu leyti af auknum flugsamgöngum þar sem heimsfaraldur af völdum COVID-19 var í rénun. Losunin er þó enn talsvert minni en hún var 2019. 

Einn nýr íslenskur flugrekandi hóf starfsemi árið 2021 (Fly Play) en auk þess féll annar flugrekandi (Papier-Mettler), sem hefur ekki fallið undir kerfið áður, undir kerfið árið 2021. Seinni flugrekandinn er erlendur en Ísland er samt sem áður umsjónarríki þess flugrekanda.    

Árið 2021 var losunin 267.043 tonn af CO2 en var 187.687 tonn af CO2 árið 2020. Hér er þó ekki um alla losun flugrekenda að ræða, heldur eingöngu þá losun sem á sér stað innan EES svæðisins og til Bretlands. Þar sem t.d. Ameríkuflug er ekki innan gildissviðs kerfisins er losun vegna þess flugs ekki með í þessum tölum. 

Staðbundinn iðnaður

Losunin í iðnaði jókst á milli ára, eða um 3,6%, úr 1.780.064 tonnum af CO2 ígildum árið 2020 í 1.843.588 tonn af CO2 ígildum árið 2021. Helsta ástæða þessarar aukningar er að PCC Bakki jók við framleiðslu sína árið 2021. Einum færri rekstraraðili gerði upp heimildir sínar fyrir 2021 miðað við árið áður, þar sem Fiskmjölsverksmiðja Loðnuvinnslunnar hf., Fáskrúðsfirði er undanskilin ETS kerfinu frá og með 2021 skv. 14. gr. a laga nr. 70/2012 um loftlagsmál. Rekstraraðilar í staðbundnum iðnaði sem gerðu upp heimildir sínar 2021 voru því sex talsins.

* Verne Data Center losar aðeins 0,002% af losun frá staðbundnum iðnaði í ETS-kerfinu á Íslandi

Heildarlosun í Evrópska ETS-kerfinu

Innan ETS kerfisins í Evrópu í heild sinni jókst losunin 2021 um 7,3% miðað við losun árið 2020.

Heildarlosun allra flugrekenda innan ETS kerfisins var 26,7 milljón tonn CO2 ígildi árið 2021 sem er 8,7% aukning miðað við árið 2020. Losunin 2021 var þó enn 61% minni en hún var fyrir heimsfaraldur árið 2019.

Heildarlosun allra rekstraraðila í staðbundinni starfsemi innan ETS kerfisins í Evrópu var 1,311 milljarðar tonna CO2 ígilda árið 2021 sem er 7,3% aukning miðað við árið 2020. Losunin er þó enn 4,4% minni 2021 en hún var árið 2019. 

Heilsa

Opið fyrir umsóknir um styrki í Doktorsnemasjóð

20. maí.2022 | 14:50

Opið fyrir umsóknir um styrki í Doktorsnemasjóð

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Doktorsnemasjóð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Sjóðurinn styrkir rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags.

„Loftslagsmálin eru ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Landnotkun og skógrækt eru stærsti einstaki losunarflokkurinn, en mikil óvissa ríkir í dag um mat og mælingar vegna þeirra. Nauðsynlegt er að geta metið og talið áhrif aðgerða vegna landnotkunar á sama hátt og aðra losun og bindingu og þess vegna er mikilvægt að styðja við grunnrannsóknir á þessu sviði. Bætt landnýting í þágu loftslagsmála þarf að gegna lykilhlutverki í að ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi árið 2040 ,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 15. júní 2022, kl 15:00.

Auglýsing á vef Stjórnarráðsins 
Á vef Rannís má nálgast allar nánari upplýsingar og aðgang að rafrænu umsóknarkerfi

Halda áfram að lesa

Heilsa

Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi

Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi við Hringbraut var tekin 19. maí 2022 og er liður í uppbyggingu Landspítala þar.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þóranna Elín Dietz frá Háskóla Íslands einnig skóflustungu að húsinu.

Nýtt bílastæða- og tæknihús verður um 19.000 fermetrar að stærð með um 500 bílastæði. Auk þess eru um 200 hjólastæði í húsinu en einnig eru 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra: „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða- og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar á svæðinu myndi eina heild,“

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala: „Jarðvinnu vegna rannsóknahússins er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða- og tæknihúsinu. Eftir alútboð var samið við Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd og markar því dagurinn eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu við Hringbraut.“

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni.“

Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf: „Við hjá Eykt þekkjum vel til Hringbrautarverkefnisins því við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýjan Landspítala og húsið sem nú fer í byggingu er enn ein ný áskorun.“

Um bílastæða- og tæknihúsið

Bílastæða- og tæknihúsið verður um 19.000 fermetrar að stærð og er átta hæðir, fimm ofanjarðar og þrjár neðanjarðar. Bílastæða og tæknihús (BT húsið) mun rúma stæði fyrir 510 bíla. Í húsinu verður hjólageymsla fyrir 200 hjól. Bíla- og hjólastæði svæðisins verða til framtíðar nægjanleg miðað við allar framtíðarspár. Einnig er verið að byggja bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegan bílakjallara Hörpu, sem verður á tveimur hæðum með 200 bílastæðum ætluð sjúklingum og gestum.  Þar verður gott aðgengi beint inn í spítalann. Úr bílastæða- og tæknihúsinu verður einnig hægt að fara milli húsa eftir göngum. Tæknihluti hússins er afar mikilvægur, þar verður tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítala þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu spítalasvæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns og það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Þá verður í húsinu kælikerfi, loftinntök og loftræstibúnaður vegna spítalastarfseminnar.

Rauða örin á myndinni fyrir neðan vísar á hvar nýja bílastæða- og tæknihúsið á að rísa.

Vefur Nýs Landspítala ohf

Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi

Halda áfram að lesa

Heilsa

Starfsemisupplýsingar Landspítala apríl 2022

Í Starfsemisupplýsingum Landspítala eru birtar tölur og myndrænar talnaupplýsingar um starfsemi spítalans.

Spítalinn var á hættustigi vegna COVID-19 faraldursins í þessum tiltekna mánuði.

Starfsemisupplýsingar Landspítala apríl 2022

 

 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin