Seðlabankinn

Upplýsingar um stöðu NOVIS

logo-for-printing

23. október 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) vísar til fyrri frétta frá 18. og 29. september 2020, þar sem greint var frá tímabundnu banni við nýsölu vátryggingarsamninga með fjárfestingaþætti sem Seðlabanki Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS) setti við nýsölu NOVIS Insurance Company, NOVIS Versicherungsgesellschaft, NOVIS Compagnia di Assicurazioni, NOVIS Poisťovňa a.s. (NOVIS).

NBS birti yfirlýsingu 25. september síðastliðinn þar sem finna má nánari upplýsingar um ákvörðun NBS um tímabundið bann, þ.e. ástæðu, efni, gildissvið og -tíma hennar.

Ákvörðun NBS gerir ráð fyrir sölubanni nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Framangreind skilyrði snúa að því að virði fjárfestinga sé hærra en endurkaupavirði samninga. Þá felur ákvörðunin einnig í sér að NOVIS er skylt að fjárfesta öllum iðgjöldum þegar gerðra vátryggingarsamninga í þágu vátryggingartaka í samræmi við skilmála vátryggingarsamninganna.

NBS metur mánaðarlega hvort skilyrðin séu uppfyllt á grundvelli upplýsinga frá NOVIS sem sendar eru í lok hvers almanaksmánaðar. Meti vátryggingafélagið það svo í lok hvers mánaðar að skilyrðum ákvörðunarinnar sé fullnægt, er NOVIS heimilt að ljúka samningum frá upphafi til loka næsta mánaðar. NBS getur endurskoðað þetta mat NOVIS.

Ákvörðun NBS tók gildi 11. september og NOVIS uppfyllti ekki skilyrði til að ljúka gerð samninga í september. Hinn 21. október 2020 komst NBS að niðurstöðu um að NOVIS uppfyllti skilyrðin um síðustu mánaðamót sem heimilar NOVIS að ljúka gerð samninga í október.

Fjármálaeftirlitið ítrekar að ákvörðunin nær eingöngu til þess að ljúka gerð (e. conclude) samninga í október. NBS mun áfram endurskoða mat NOVIS á grundvelli gagna frá félaginu við hver mánaðamót á meðan ákvörðunin er í gildi.

Hér má finna tilkynningu EIOPA um tímabundið bann NBS.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman upplýsingar til íslenskra neytenda í ljósi tímabundins banns NBS.

Til baka

Halda áfram að lesa

Innlent

Grein um fullveldi og peningastefnu birt í nýjustu útgáfu Efnahagsmála

24. júní 2021

Ritið Efnahagsmál nr. 10 með greininni „Fullveldi og peningastefna“ eftir Arnór Sighvatsson hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í greininni er fjallað um peningalegt fullveldi, hvernig hugmyndir um það hafa þróast í gegnum aldirnar og því verið beitt til tekjuöflunar, eflingar viðskipta eða hagstjórnar.

Þá er fjallað um takmörk peningalegs fullveldis, m.a. í ljósi óheftra fjármagnshreyfinga og alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, hvernig þróun hagfræðikenninga hefur haft áhrif á skilning stjórnvalda og fræðimanna á hlutverki peningalegs fullveldis, togstreitu sem myndast getur á milli trúverðugleika peningastefnu og þarfar fyrir sveigjanleika í hagsstjórn, valið á milli leiða samtryggingar og sjálfstryggingar og samband fullveldis og athafnafrelsis einstaklinga og fyrirtækja.

Efnahagsmál nr. 10 með umfjöllun Arnórs Sighvatssonar um fullveldi og peningastefnu má nálgast hér: Efnahagsmál nr. 10 – Fullveldi og peningastefna.

Sjá hér nánari upplýsingar um útgefin rit Seðlabanka Íslands: Rit og skýrslur

Halda áfram að lesa

Innlent

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2021

22. júní 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 05/2021 dagsett 20. maí sl. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 1,75%.

Dráttarvextir verða því óbreyttir 8,75% fyrir tímabilið 1. – 31. júlí 2021.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir verða sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. júlí 2021:

• Vextir óverðtryggðra útlána verða 3,45% – (voru 3,30%)
• Vextir verðtryggðra útlána verða 1,90%
• Vextir af skaðabótakröfum verða 2,30% – (voru 2,20%)

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Brot Íslandsbanka hf. á fjárfestingarheimildum vörsluaðila lífeyrissparnaðar

21. júní 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Í desember 2020 barst Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands tilkynning frá Íslandsbanka hf. um brot á heimildum fjárfestingarleiðar vegna séreignarsparnaðar. Í tilkynningunni kom fram að eign umræddrar fjárfestingarleiðar í verðbréfasjóði (UCITS) hafi farið yfir 20% lögmælt hámark af heildareignum fjárfestingarleiðarinnar, sbr. 3. mgr. 39. gr. b. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1.-10. desember 2020.

Sjá nánar: Brot Íslandsbanka hf. á fjárfestingarheimildum vörsluaðila lífeyrissparnaðar

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin