Innlent

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ávarpaði málþing um jafnrétti á norðurslóðum

Mikilvægi kynjajafnréttis fyrir sjálfbæra þróun á norðurslóðum var helsta umfjöllunarefnið í ávarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á málþingi um jafnréttismál á norðurslóðum. Málþingið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindi á norðurslóðum, sem er samstarfsverkefni sendiráðs Íslands í Ottawa, sendiráðs Kanada í Reykjavík, Polar Knowledge Canada og Norðurslóðanets Íslands. 

Þórdís Kolbrún lagði áherslu á mikilvægi jafnréttis á svæðinu þegar hún opnaði málþingið í dag. „Jafnrétti kynjanna er forsenda sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum og undirstaða samfélagslegrar velferðar og stöðugleika. Um er að ræða grundvallar mannréttindi sem leggja grunninn að eftirsóknarverðu og réttlátu samfélagi,“ sagði hún í ávarpinu.

Jafnrétti kynjanna er einn af megin þáttum í starfi Íslands á alþjóðavettvangi og hefur Ísland lengi lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál á norðurslóðum. Málaflokkurinn var meðal áherslusviða í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu árin 2019-2021 og hefur Ísland einnig stutt við verkefnið Kynjajafnrétti á norðurslóðum (e. Gender Equality in the Arctic – GEA) allt frá því að það var sett á laggirnar árið 2013. 

Á málþinginu var rætt um alþjóðlega skýrslu GEA um stöðu kynjajafnréttis á norðurslóðum sem kom út síðasta vor. Að baki skýrslunni standa tíu aðalhöfundar auk um 80 meðhöfunda og var mikil áhersla lögð á samstarf og virka þátttöku samstarfs- og hagaðila við undirbúning og vinnslu skýrslunnar.

„Skýrslan sýnir meðal annars fram á mikilvægi þess safna þurfi kyngreindum gögnum í tengslum við sérstöðu norðurslóða. Gögn og tölfræði sem varpa ljósi á mismunandi sjónarmið fólks eða áhrif breytinga á líf þess, eru lykilatriði fyrir upplýsta stefnumótun.“ sagði Þórdís Kolbrún. 

Fyrirlestraröðin Vísindi á norðurslóðum er hluti af verkefnum tengdum 75 ára afmæli stjórnmálasamskipta Íslands og Kanada.

Skýrslur GEA má finna á heimasíðu verkefnisins.

Innlent

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Halda áfram að lesa

Innlent

Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve.

Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía og hún setti þar fram tillögur að stefnumótun sem snúa meðal annars að þjálfun starfsmanna lögreglu, dómsstóla og fjölmiðla. Verðlaun fyrir lokaverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.

Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launavísitala hækkaði um 1,6% í apríl

Flýtileið yfir á efnissvæði