Innlent

Utanríkisráðherrar Evrópuráðsins funda í Tórínó

Mikilvægi þess að standa vörð um lýðræðisleg gildi, mannréttindi og réttarríkið bar hæst í ávarpi utanríkisráðherra á árlegum ráðherrafundi Evrópuráðsins sem fer fram í Tórínó á Ítalíu í dag. Utanríkisráðherra Ítalíu, Luigi Di Maio, var gestgjafi fundarins. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í nóvember 2022 og verður gestgjafi fundarins á næsta ári. 

Í ávarpi sínu lagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra áherslu á hlutverk Evrópuráðsins við að efla grunngildi stofnunarinnar, lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Þá áréttaði hún mikilvægi þess að Evrópa standi saman í stuðningi við Úkraínu og írekaði stuðning íslenskra stjórnvalda við úkraínsku þjóðina. Jafnframt sagði ráðherra að í formennskutíð Íslands í Evrópuráðinu verði unnið að lausnum að lýðræðislegri uppbyggingu til að efla framtíðaröryggi Evrópu.

Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að ráðherrar 46 aðildarríkja Evrópuráðsins komi saman við núverandi aðstæður til að ræða stöðu mála. „Á fundinum fengum við tækifæri til að ræða hvernig hægt er að stuðla að friði og öryggi innan Evrópu og tryggja að mannréttindi séu virt innan álfunnar,“ segir utanríkisráðherra.

Þórdís Kolbrún átti einnig tvíhliða fundi með forseta Evrópuráðsþingsins og kollegum frá Andorra, Bretlandi, Írlandi, Möltu og Serbíu. Staða mála í Úkraínu, mikilvægi mannúðaraðstoðar, virðing fyrir mannréttindum og komandi formennska Íslands í Evrópuráðinu var til umræðu á öllum fundunum. 

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 13. – 14. júní 2022

01. júlí 2022

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu fjármálafyrirtækja og fjármálakerfis, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðuna á fasteignamarkaði og eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja. Jafnframt ræddi nefndin um öryggi og skilvirkni fjármálainnviða og mikilvægi þeirra fyrir stöðugleika fjármálakerfisins. Nefndin fékk upplýsingar um skilaáætlanir fyrir kerfislega mikilvæga banka og um gerð opinberrar stefnu um fjármálastöðugleika sem Fjármálastöðugleikaráð vinnur að.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90% í 85% en að halda hlutfallinu fyrir aðra kaupendur óbreyttu í 80%. Nefndin ákvað jafnframt að setja viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar í reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána til neytenda. Viðmiðið er að lágmarki 3% fyrir vexti verðtryggðra íbúðalána og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Nefndin ákvað jafnframt að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár. Fjármálastöðugleikanefnd ákvað við ársfjórðungslegt endurmat á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi hans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í september sl. mun hann hækka úr 0% í 2% í lok september 2022.

Þá áréttaði nefndin mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 13. -14. júní 2022 (13.fundur). Birt 1. júlí 2022.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar

Halda áfram að lesa

Innlent

Tiltekinn fjöldi tapaðra tanna ekki eina forsenda þátttöku sjúkratrygginga vegna slyss

 

Í lögum um sjúkratryggingar er ekki kveðið með tæmandi hætti á um hvaða rétt fólk hefur til fjárhagslegrar aðstoðar vegna tannréttinga. Sama gegndi um reglugerðarákvæði þar að lútandi. 

Halda áfram að lesa

Innlent

Utanríkisráðherra ávarpar sérstaka umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan

Mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna bar hæst í ávarpi utanríkisráðherra fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í sérstakri umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan í dag. Ráðherra tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. 

„Síversnandi staða mannréttinda kvenna og stúlkna í Afganistan er gífurlegt áhyggjuefni. Ekkert ríki í alþjóðasamfélaginu neitar stúlkum um grunnskólamenntun með aðeins einni undantekningu, Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ávarpi fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þá lagði hún áherslu á að alþjóðasamfélagið haldi áfram að styðja við afgönsku þjóðina og hvatti til stofnsetningu réttmæts kjörins stjórnvalds sem fulltrúi þjóðarinnar sem virðir jafnframt mannréttindi allra, þar með talið kvenna og stúlkna. 

Ávarp sem utanríkisráðherra flutti á fundinum í dag má lesa í heild sinni hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin