Heilsa

Útgáfa starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð EBK ehf.

22. febrúar.2021 | 13:25

Útgáfa starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð EBK ehf.

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð EBK ehf., Fálkavelli 8, Keflavíkurflugvelli. Með útgáfu starfsleyfisins fellur úr gildi starfsleyfi sem gefið var út fyrir olíubirgðastöðina af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þann 7. mars 2007.

Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt sé geyma allt að 7.116 m3 af olíu í stöðinni. Stærsti geymirinn er 3.800 m3.
Tillaga að starfsleyfi ásamt umsókn og grunnástandsskýrslu frá rekstraraðila var aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 21. desember 2020 til 21. janúar 2021 og gafst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins var tekin.

Ein athugasemd barst á auglýsingatíma en rekstraraðili ítrekaði fyrri athugasemdir um orðalag varðandi hvers konar olíu mætti geyma í stöðinni og setti fram andmæli gegn þeirri skilgreiningu sem fram kom í auglýsingu en hún vísaði í að gufuþrýstingur olíunnar yrði undir tilteknum mörkum. Fallist var á að breyta skilgreiningunni og breyttust því ákvæði starfsleyfisins um umfang lítillega í starfsleyfinu og er nú tilgreint nákvæmlega hvaða tegund af olíu má geyma í stöðinni. Einnig var bætt við tilvísun í nýútkomna reglugerð um mengaðan jarðveg og lagfæringar gerðar á orðalagi á stöku stað.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, öðlast þegar gildi og gildir til 18. febrúar 2037.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi
Fylgibréf vegna útgáfu starfsleyfis
Niðurstaða skipulagsnefndar

 

Heilsa

Forstjórapistill: Jarðskjálftar, annríkið á bráðamóttökunni og Bráðadagurinn í beinni útsendingu

Kæra samstarfsfólk!

Jarðhræringar síðustu daga hafa ekki farið fram hjá neinum. Á Landspítalanum fundum við rækilega fyrir jarðskjálftum fyrsta daginn í þessari hrinu en skemmdir urðu blessunarlega minni háttar. Segja má að þar hafi byggingar og kerfin okkar staðist álagspróf. Viðbragðsstjórn spítalans kom saman og yfirfór helstu viðbragðsáætlanir og mikilvægt er að allir starfsmenn séu áfram vakandi fyrir hættum, sérstaklega í umhverfi sjúklinganna. Við fylgjumst áfram náið með framvindu mála enda atburðirnir enn í fullum gangi.

Enn erum við í þeirri stöðu á spítalanum að mikið álag er hjá okkur og er birtingarmynd þess almenningi einna helst sýnilegt í annríki bráðamóttöku. Þar er mjög mikið að gera en það sama gildir um legudeildir spítalans þar sem mikið er um yfirlagnir. Ástæðan fyrir þessu er sem fyrr einkum sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð komast ekki frá okkur þar sem þjónustu við þá skortir utan spítalans. Svo háttar nú um tæplega hundrað einstaklinga hjá okkur en af þeim eru um helmingur í biðrýmum en aðrir á legudeildum spítalans. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsemi spítalans en mikilvægast er þó að þessir einstaklingar fái viðeigandi þjónustu. Er stöðugt unnið að því af hálfu heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstofnana að laga kerfið og þjónustuna að breyttum þörfum. Okkar markmið er að veita öllum eins góða þjónustu og mögulegt er en þetta eru sannarlega krefjandi aðstæður fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Bráðadagurinn er í dag! Þetta er mikill hátíðisdagur hjá okkur á spítalanum en auðvitað sér í lagi hjá kempunum okkar í bráðaþjónustunni. Nú ber þó aldeilis vel í veiði fyrir alla áhugasama því að þessi árlega metnaðarfulla dagskrá verður nú öllum opin í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landspítala kl. 13-17. Þema ráðstefnunnar er samskipti og samvinna og verða kynntar spennandi rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu í landinu. Þetta er sannkölluð uppskeruhátíð og verða flutt bæði vísindaleg ávörp og innlegg af öðrum toga og eru framsögumenn bæði innlendir og erlendir. Þetta er auðvitað hluti af símenntun starfsfólks og ánægjulegt að sem flestir geti tekið þátt í þessari rafrænu ráðstefnu. Þess má geta að ráðstefnan verður aðgengileg í upptöku á samfélagsmiðlum spítalans að útsendingu lokinni.

Góða helgi!

Páll Matthíasson

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útsending frá útdrætti hreindýraveiðileyfa 2021

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

05. mars.2021 | 16:34

Útsending frá útdrætti hreindýraveiðileyfa 2021

Útsending hefst kl 14:00 laugardaginn 6. mars. Reikna má með að útsendingin taki um eina og hálfa klukkustund. Niðurstöður útdráttar verður sendar til umsækjenda með tölvupósti eftir helgi auk þess að birtast á veiðivef þar sem menn sóttu um hreindýrið. Krafa verður stofnuð í heimabanka fljótlega til þeirra sem fá dýri úthlutað en greiða þarf fyrir leyfið eigi síðar en 15. apríl. Gjaldið er kr. 150.000 fyrir tarf en kr. 86.000 fyrir kú. Frestur til að taka skotpróf er svo til 1.júlí.

Alls bárust 3.343 umsóknir um þau 1.220 dýr sem eru í boði en af þeim eru 13 ógildar þar sem umsækjandi er ekki með B-skotvopnaréttindi.

Það eru 46 umsækjendur á fimmskipta lista en hér að neðan má hvernig fimmskiptalistinn dreifist á svæðin.

Smellið hér til að komast inn á útsendinguna https://bit.ly/3uVVOF6

Tarfar

Kýr

Svæði

Fjöldi

Svæði

Fjöldi

9

0

9

0

8

0

8

0

7

2

7

0

6

7

6

0

5

1

5

0

4

0

4

0

3

6

3

0

2

11

2

1

1

17

1

1

Halda áfram að lesa

Heilsa

Bein útsending frá Bráðadeginum 5. mars frá kl. 13:00

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin