Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ

22.02.2021

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum 18. febrúar tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ sbr. hér neðar.

Framlag á fjárlögum 2021 er 97,0 m.kr. sem er óbreytt frá árinu 2020. Áhersla með styrknum er sem fyrr að vinna að því grundvallaráhersluatriði sem sett var í upphafi að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við sambandsaðila með rekstri eigin skrifstofu.  Styrkirnir eru greiddir út í þrennu lagi.  Fyrsta greiðsla 30. mars n.k., önnur greiðsla 30. júlí n.k. og lokagreiðsla 30. nóvember.  Lokagreiðslan er háð skilum á fjárhagslegu uppgjöri og greinargerð um nýtingu styrksins.

 Sérsamband:  Upphæð: 
 Akstursíþróttasamband Íslands  2.750.000 
 Badmintonsamband Íslands  3.140.000
 Blaksamband Íslands  3.140.000
 Bogfimisamband Íslands   2.300.000
 Borðtennissamband Íslands      2.750.000
 Dansíþróttasamband Íslands  3.140.000
 Fimleikasamband Íslands  3.420.000 
 Frjálsíþróttasamband Íslands  3.420.000
 Glímusamband Íslands  1.700.000
 Golfsamband Íslands     3.420.000
 Handknattleikssamband Íslands  3.420.000
 Hjólreiðasamband Íslands         2.750.000
 Hnefaleikasamband Íslands  2.750.000
 Íshokkísamband Íslands  3.140.000
 Íþróttasamband fatlaðra  2.000.000
 Júdósamband Íslands    2.950.000
 Karatesamband Íslands  2.950.000
 Keilusamband Íslands  2.750.000
 Knattspyrnusamband Íslands  3.420.000
 Kraftlyftingasamband Íslands  2.750.000
 Körfuknattleikssamband Íslands  3.420.000
 Landssamband hestamannafélaga  3.420.000
 Lyftingasamband Íslands          2.750.000
 Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands  2.750.000
 Siglingasamband Íslands  2.750.000
 Skautasamband Íslands  2.950.000
 Skíðasamband Íslands  3.140.000
 Skotíþróttasamband Íslands  3.140.000
 Skylmingasamband Íslands  2.750.000
 Sundsamband Íslands  3.420.000
 Taekwondosamband Íslands    2.950.000
 Tennissamband Íslands  2.750.000
 Þríþrautarsamband Íslands  2.750.000

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Ástæða til að sýna varkárni og huga vel að sóttvörnum

20.04.2021

Undanfarna daga hefur þeim fjölgað mjög sem greinst hafa með Covid-19 og munu næstu dagar segja mikið til um hvert framhaldið verður hér á landi.

Almannavarnir og sóttvarnalæknir ráðleggja öllum að forðast mannmarga staði, halda mannamótum í lágmarki og ekki ferðast á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til. Eins er mikilvægt að minna á það að allir sem finna fyrir einkennum ættu að bóka sýnatöku á www.heilsuvera.is.

Helstu einkenni Covid-19 eru hiti, hálssærindi, hósti, andþyngsli, þreyta, slappleiki, bein- og vöðvaverkir, meltingafæraeinkenni (einkum hjá börnum), skyndileg breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Benedikt Jónsson kjörinn formaður UÍA

17.04.2021

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hélt ársþing sitt fyrr í dag. Þingið var fjarþing vegna takmarkana á samkomum. Góð þátttaka var á þinginu og var þingstjórn í öruggum höndum Stefáns Boga Sveinssonar, fyrrum formanns UÍA.

Gunnar Gunnarsson, sem hefur verið formaður UÍA síðastliðin níu ár, gaf ekki kost á sér endurkjörs og var nýr formaður kjörinn Benedikt Jónsson, sem setið hefur í stjórn UÍA frá árinu 2017. Auk Benedikts voru Guðjón Magnússon og Björgvin Stefán Pétursson kjörnir nýjir inn í stjórn. Fyrir voru Þórunn María Þorgrímsdóttir og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, sem einnig er varaformaður sambandsins.

UÍA, sem verður 80 ára á árinu, er með trausta fjárhagsstöðu og horfir nýkjörin stjórn björtum augum til framtíðar.

Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, sat þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Á myndinni má sjá fráfarandi formann og nýkjörinn formann UÍA, við formannsskiptin.  Mynd: UÍA

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

75. Íþróttaþing ÍSÍ verður fjarþing

15.04.2021

Í dag, 15. apríl, voru kynntar verulegar tilslakanir er varða samkomur í landinu. Íþróttaþing ÍSÍ fellur þó utan þeirra tilslakana enda eiga um 240 þingfulltrúar seturétt á þinginu, sem verður haldið 7. maí nk.  Með vísan í þær aðstæður sem uppi eru í heiminum og þær reglur sem gilda um takmarkanir á samkomum sem settar eru yfir landsmenn af stjórnvöldum þá hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ ákveðið að þingið verði fjarþing í stað hefðbundins þings. Tæknivinna við þingið verður í höndum Advania. Á þinginu verður kosið til forseta og sjö meðstjórnenda til næstu fjögurra ára.

Farið verður eftir lögbundinni dagskrá þingsins eins og kostur er og stefnt að því að afgreiða allt sem hægt er á þinginu en gera má ráð fyrir að fresta verði afgreiðslu einstaka dagskrárliða eða tillagna til framhaldsþings. Ef til framhaldsþings kemur þá má gera ráð fyrir því að tilaga verði gerð um að það verði haldið 1. og/eða 2. október nk. 

Nánari útfærslur á fyrirkomulagi verða kynntar þegar nær dregur þingi og ljóst verður hvaða tillögur liggja fyrir þinginu.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin