Lögreglan

Útivistarreglurnar

1 Maí 2020 10:00

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma.

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í símanum eða tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.

Halda áfram að lesa

Innlent

Helstu verkefni liðinnar viku á Suðurlandi 10. til 16. janúar 2022

17 Janúar 2022 10:43

Lögreglumenn hafa undanfarið farið á veitinga og gististaði á Suðurlandi til að kanna með hvernig reglum um sóttvarnir er fylgt eftir.   Tilefni hefur verið til ábendinga á einhverjum stöðum vegna þessa og eru rekstraraðilar hvattir til að gæta þess að þessir hlutir séu í lagi.   Eins og kunnugt er eru mörg smit að greinast í samfélaginu og smittölur fyrir Suðurland má finna á vef HSU (hér)

14 ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku.  Flestir þeirra erlendir ferðamenn og sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst  Sektin 120 þúsund.  Greidd á vettvangi líkt og flestir þeir sem stöðvaðir voru kusu að gera enda veittur 25% afsláttur ef greitt er innan 30 daga frá álagningu sektarinnar.

4 ökumenn kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna í vikunni og skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið sem reyndist ótryggð í umferð.

3 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Einn þeirra á bíl með stolnum númeraplötum og með barn sitt í bílnum.

Umferðareftirlitsmenn okkar skoðuðu ástand og réttindi hjá 10 leigubifreiðastjórum í vikunni,  bæði í Reykjavík og á Suðurnesjum og reyndust þeir almennt með mál sín til fyrirmyndar.    Þá kærðu þeir ökumann  fyrir að draga of þunga kerru aftan í fólksbíl sínum á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt.

2 mál er varða heimilisofbeldi / ágreining milli skyldra eða tengdra komu upp í vikunni og hljóta viðeigandi meðferð eftir eðli þeirra.

Maður gisti fangageymslur á Selfossi um liðna helgi eftir að hafa slegið annan þannig að sá hlaut skurð á höfði af.   Einnig hafði viðkomandi brotið rúðu í útihurð íbúðarhúss sem var vettvangur málsins.  Hann yfirheyrður þegar áfengisvíman rann af honum og frjáls ferða sinna að því loknu.  Sjúkrabifreið var kölluð til fyrir þann sem sleginn var og var gert að sárum hans á heilbrigðisstofnun.  Málið áfram til rannsóknar.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vikn frá og með 3. til og með 9. janúar 22 á Suðurlandi – yfirlit

10 Janúar 2022 11:05

Í liðinni viku voru 19 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu.  Af þeim eru 4 í Sveitarfélaginu Hornafjörður, 4 í Skaftárhreppi,  3 í Rangárþingi og 8 í Árnessýslu.  3 ökumenn sem lögregla hafði afskipti af eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.  Einn þeirra gisti fangageymslur þar til hann var fær um að gefa skýrslu en hann hafði reynt að koma sér undan sök sinni með því að færa sig í aftursæti bifreiðarinnar þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum.   Játaði brot sitt þegar af honum var runnin áfengisvíman og honum sleppt að skýrslugjöf lokinni.  Öðrum varð það á að missa stjórn á bifreið sinni í Hveradalabrekkunni og lenda þar utan í vegriði og sá þriðji var stöðvaður að morgni dags og kvaðst ekki hafa áttað sig á því að hann væri mögulega að fara of snemma af stað eftir drykkju næturinnar.  Aðrir 3 ökumenn eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja við akstur bifreiða sinna.   Einn velti bifreið sinni á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.  Ekki talinn alvarlega slasaður.   Annar var stöðvaður við Kotströnd og færður á stöð.   Í bifreið hans fundust kannabisefni í neysluskömmtum.   Sá þriðji stöðvaður í almennu eftirliti á Hellu og færður á stöð á Hvolsvelli til blóðsýnatöku.

Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja beltagröfu sem var breiðari en leyft er í almennri umferð á palli bifreiðar án þess að hafa aflað sér undanþágu til slíks.    Annar var kærður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar sinnar.   40 þúsund króna sekt við því broti.

3 slys voru tilkynnt í liðinni viku þar sem fólk féll og slasaðist.   Tvö slysanna urðu í þéttbýli, annarsvegar í Vík og hins vegar á Hvolsvelli en það þriðja varð þann 4. janúar þegar maður í ísklifri við Öxarárfoss féll niður stálið og slasaðist á fæti.    Mikil hálka á vettvangi og voru björgunarsveitir kallaðar til til aðstoðar og að tryggja að flytja mætti sjúklinginn með öruggum hætti í sjúkrabifreið og þaðan á sjúkrahús.   Meiðsl ekki talin alvarleg.

12 umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.   Fæst með meiðslum.    Vörubifreið í bílaflutningi fór út af vegi og valt við Kirkjubæjarklaustur þann 6. janúar.   Mikið tjón á bifreiðinni og á bifreið sem hún flutti.  Ökumaður lemstraður en taldi ekki þörf á aðstoð sjúkraliðs.

Um helgina voru tveir einstaklingar handteknir á Selfossi grunaðir um að hafa verið að dreifa fíkniefnum.   Leit í bifreið sem þeir voru á og heima hjá öðrum þeirra leiddi í ljós nokkuð magn fíkniefna og fjármuni sem annar þeirra kannaðist við að væri afrakstur fíkniefnasölu.     Þeir lausir að frumrannsókn lokinni en málið áfram til rannsóknar og síðar ákærumeðferðar.

Tvö mál er varða ágreining milli skyldra-/tengdra komu upp í vikunni.  Í öðru þeirra er jafnframt til rannsóknar minniháttar líkamsárás milli feðga.   Málin til hefðbundinnar meðferðar með viðkomandi barnaverndaryfirvöldum.

Tvö mál eru til meðferðar eftir vikuna þar sem aðilar sem sæta áttu einangrun vegna Covid smits eru grunaðir um að hafa ekki virt þá skyldu sína.     Hafa nú verið afgreidd yfir til ákærusviðs til ákvörðunar um framhald.

Halda áfram að lesa

Innlent

Jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefna.

6 Janúar 2022 16:55

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur endurnýjað jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefnu þess, sjá meðfylgjandi viðhengi.

Jafnréttisáætlun LVF

Jafnlaunastefna LVFHalda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin