Lögreglan

Útivistarreglurnar

1 Maí 2020 10:00

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma.

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í símanum eða tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.

Halda áfram að lesa

Innlent

Samstarfssamningur lögreglunnar á Austur- og Suðurlandi

1 Júlí 2022 11:19

Samstarfssamningur milli lögreglunnar á Austurlandi og lögreglunnar á Suðurlandi var undirritaður í vikunni á Djúpavogi. Markmiðið er að styrkja og efla löggæslu á Suður og Austurlandi og þá sérstaklega á svæðinu frá Höfn í Hornafirði að Djúpavogi.

Stefnt er að auknu samstarfi meðal annars um umferðarlöggæslu, leit og björgun og rannsóknir og þjálfunarmál með það að markmiði að tryggja öryggi íbúa og annarra sem búa, dvelja eða fara þar um. (Sjá samninginn hér.)

Frá undirritun samstarfssamnings í stjórnsýsluhúsinu Geysi á Djúpavogi.  Frá vinstri; Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi, Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri á Austurlandi, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi og Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Brautryðjendur

Sigurður M Þorsteinsson, Dóra Hlín Ingólfsdóttir og Friðrik Pálsson.

30 Júní 2022 16:19

Á þessum degi fyrir 48 árum, eða 30. júní 1974, mátti sjá fyrstu einkennisklæddu lögreglukonurnar að störfum á Íslandi. Þetta voru Dóra Hlín Ingólfsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir. Dóra Hlín, sem nú er látin, starfaði í lögreglunni um áratugskeið og Katrín í allnokkur ár. Þær voru hluti af svokallaðri kvenlögregludeild hjá lögreglunni í Reykjavík, en deildin var sameinuð almennri löggæslu þess embættis 11. maí 1976.

Á annarri myndinni frá 30. júní 1974 má sjá Dóru Hlín með Sigurði M. Þorsteinssyni og Friðriki Pálssyni, en á hinni er Katrín með Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra. Dóra Hlín og Katrín eru svo með Guðlaugu Sverrisdóttir varðstjóra á þriðju myndinni.

Sigurður M Þorsteinsson, Dóra Hlín Ingólfsdóttir og Friðrik Pálsson.

Katrín Þorkelsdóttir og Sigurjón Sigurðsson.

Dóra Hlín, Guðlaug Sverrisdóttir og Katrín.

Halda áfram að lesa

Innlent

Fyrirmyndarakstur á Flókagötu í Reykjavík

24 Júní 2022 10:24

Nær allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Flókagötu í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Flókagötu í austurátt,  við Kjarvalsstaði. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 139 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema tveimur ekið á löglegum hraða. Hinir brotlegu mældust á 60 og 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði.

Vöktun lögreglunnar á Flókagötu er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að sól og þurrt var á meðan hraðamælingunni stóð.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin