Lögreglan

Útivistarreglurnar

1 Maí 2020 10:00

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma.

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í símanum eða tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.

Halda áfram að lesa

Innlent

Kynferðisbrot

23 September 2021 19:48

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kynferðisbroti, sem tilkynnt var um í nótt, miðar vel. Karlmaður var handtekinn í þágu rannsóknarinnar snemma í morgun, en hann er nú laus úr haldi.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Halda áfram að lesa

Innlent

Hegningarlagabrotum fækkar á milli mánaða

22 September 2021 11:51

Skráð voru 776 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og fækkaði þessum brotum töluvert á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágúst 2021.

Tilkynningum um þjófnaði fækkaði töluvert á milli mánaða sem og tilkynningum um innbrot. Það sem af er ári hafa borist um tíu prósent fleiri tilkynningar um þjófnaði en bárust að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan.

Alls bárust 109 tilkynningar um ofbeldisbrot í ágúst. Tilvikum þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi fjölgaði lítilega á milli mánaða en alls voru tilkynnt átta tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi.

Tilkynningum um heimilisofbeldi fækkaði á milli mánaða og voru alls skráðar 54 tilkynningar í ágúst. Það sem af er ári hafa hins vegar borist um 14 prósent fleiri tilkynningar samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan.

Tilkynningum um eignaspjöll fjölgaði örlítið á milli mánaða en alls voru 149 tilkynningar skráðar í ágúst. Skráðar voru 19 tilkynningar um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum í ágúst og fækkaði þessum tilkynningum töluvert á milli mánaða.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða og var eitt stórfellt fíkniefnabrot skráð í ágúst. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fækkaði einnig á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Í ágúst voru skráð 689 umferðarlagabrot (að hraðamyndavélum undanskildum). Það sem af er ári hafa verið skráð um 28 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.

Halda áfram að lesa

Innlent

Helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi fyrstu átta mánuði ársins

9 September 2021 11:26

Í samræmi við stefnu lögreglunnar á Austurlandi um gagnsæi og sýnileika hefur hún tekið saman helstu tölur um afbrot og verkefni fyrstu átta mánaða ársins og borið saman við sama tímabil áranna 2015 til 2020.

Fjöldi skráðra hegningarlagabrota fer lítillega niður frá árinu 2019. Brotin voru 87 árið 2019 og 77 árin 2020 og 2021.

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgar úr 18 í fyrra í 27 í ár. Þau voru hinsvegar 43 talsins árið 2019. Umferðarlagabrotum fjölgar milli ára, úr 1.027 skráðum brotum í fyrra í 1.221 í ár. Hraðakstursbrot eru langflest umferðarlagabrota og þarf ekki að orðlengja hættu sem af þeim stafar. Lögregla hvetur ökumenn því sem fyrr til að gæta sérstaklega að ökuhraða og stuðla þannig að auknu umferðaröryggi.

Skráðum brotum vegna aksturs undir áhrifum áfengis fjölgar nokkuð milli ára meðan brotum vegna fíkniefnaaksturs fækkar. Ökumönnum sem gerst hafa sekir um að aka réttindalausir fækkar.

Brotum vegna notkunar farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja við akstur fjölgar mikið milli ára sem og brotum vegna vanrækslu á notkun bílbelta. Þá fjölgar brotum umtalsvert frá árinu 2017 vegna ökutækja sem er ólöglega lagt.

Umferðaslys það sem af er ári fjölgar lítillega frá árunum 2019 og 2020. Þau eru hinsvegar enn hlutfallslega fá ef miðað er við árin 2006 til 2018. (Tölur um umferðarslys eru frá árinu 2006 og þá fyrir allt árið 2006 til 2018.)

Skráðum heimilisófriðarmálum fækkar frá síðasta ári eftir talsverða fjölgun það ár.

Tölur lögreglu má finna hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin