Lögreglan

Útivistarreglurnar

1 Maí 2020 10:00

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma.

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í símanum eða tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.

Halda áfram að lesa

Innlent

Líkamsárás – áframhaldandi gæsluvarðhald

18 Júní 2021 15:41

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 25. júní, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi.

Rannsókn málsins miðar vel.

Halda áfram að lesa

Innlent

Maðurinn úr lífshættu

16 Júní 2021 13:55

Karlmaður sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags er kominn úr lífshættu.

Rætt verður við manninn um leið og ástand hans leyfir.

Rannsókn málsins miðar annars vel, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Halda áfram að lesa

Innlent

Aðgerðir gegn mansali

16 Júní 2021 09:23

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á  ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum og er ákvæðið nú í samræmi við lagaþróun á Norðurlöndum.

Samhliða hefur verið tryggt að þolendur geta leitað og fengið sérhæfða hjálp í gegnum vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Einnig er unnið að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar, undir forystu RLS. Sjá má nánari upplýsingar um aðgerðirnar hér en um er að ræða samstarfsverkefni lögreglu, neyðarlínu og dómsmálaráðuneytis.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin