Heilsa

Vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga

03. mars.2021 | 18:54

Vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga

Vísbendingar eru um að eldgos gæti verið yfirvofandi í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Ef til goss kemur má búast við einhverri gasmengun. Vegna þessa hefur Umhverfisstofnun sett upp tækjabúnað í Vogum til að mæla styrk brennisteinsdíoxíð (SO2). Mælar verða einnig settir upp í fleiri sveitafélögum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er. 

Hér að neðan eru almennar ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun. 

Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum

Hér að neðan má sjá töflu meðráðleggingum um viðbrögð við mismunandi styrk brennisteinsdíoxíð. Litirnir í töflunni miða eingöngu við styrk SO2 í 10-15 mínútur, en inn á loftgæði.is er hægt að fylgjast með meðaltali SO2 fyrir klukkustundargildi. Háir toppar gætu því jafnast út fyrir klukkustund en Umhverfisstofnun ásamt viðbragðsaðilum vaktar loftgæði vegna eldgosa og tilkynningar verða sendar út ef háir toppar mælast.

Heilsuverndarmörk SO2 fyrir klukkutíma eru 350 µg/m3 og fyrir sólarhring eru heilsuverndarmörkin 125 µg/m3. Ef meðaltalsstyrkur fyrir 3 klukkustundir fer yfir 500µg/m3 er talað um viðvörunarmörk.

Áhrif loftmengunar á heilsu eru háð þeim tíma sem fólk dvelur í menguninni. Ef dvalið er lengur en 10-15 mínútur í mengun má búast við meiri áhrifum á heilsu en taflan segir til um. 

* Öll börn. Fullorðnir með astma (sögu um ýlog/eða surg fyrir brjósti, eða greindan astma), berkjubólgu, lungnaþembu og hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar leiðbeiningar gilda einnig um barnshafandi konur.

Hægt er að senda inn ábendingar/fyrirspurnir á Umhverfisstofnun | Ábendingar (ust.is)

Almennar ráðleggingar ef eldgos verður

  • Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
  • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikilli mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.
  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
  • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálægt gosstöðvum þurfa að hafa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk.
  • Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.

Almennar upplýsingar um loftmengun í eldgosum má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar: Loftmengun í eldgosum

Heilsa

Dagskrá Vísinda á vordögum 28. apríl 2021

Árleg uppskeruhátíð vísinda á Landspítala, Vísindi á vordögum, verður miðvikudaginn 28. apríl 2021.

Formleg dagskrá verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut og vegna COVID-19 verður henni streymt beint.

Sérstök vefsíða verður opnuð þar sem hátíðinni verða gerð skil og veggspjöld kynnt. Birt verður yfirlit vísindastarfs á Landspítala og fjallað um starfsemi vísindaráðs og Vísindasjóðs Landspítala auk helstu vísindaverkefna starfsfólks spítalans á árinu 2020.

Afhentir verða styrkir úr Vísindasjóði Landspítala.

Dagskrá

13:00 Fundur settur
Ávarp:
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

13:10 Heiðursvísindamaður Landspítala 2021
Kynning: Rósa B. Barkardóttir, formaður vísindaráðs Landspítala
Heiðursvísindamaðurinn heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar
Viðtalshorn Vísinda á vordögum 2021

13:50 Ungur vísindamaður Landspítala 2021
Kynning: Sigurbergur Kárason, vísindaráði
Ungur vísindamaður Landspítala kynnir rannsóknir sínar
Viðtalshorn Vísinda á vordögum 2021

14:20 Verðlaunaafhending úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar
Kynning: Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Verðlaunahafi heldur fyrirlestur um rannsóknir sínar
Viðtalshorn Vísinda á vordögum 2021

15:00 Opnun veggspjaldasíðu – Verðlaun fyrir ágrip/veggspjald
Kynning: Jóna Freysdóttir, vísindaráði
Verðlaunahafar kynna verkefni sín með örfyrirlestrum

15:20 Ávarp – Formleg úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Landspítala 2021
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala og formaður Vísindasjóðs Landspítala

Fundarstjórn: Jóna Freysdóttir ónæmisfræðingur og prófessor, vísindaráði

Viðtalsstjórnandi: Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga

Halda áfram að lesa

Heilsa

Tillaga að friðlýsingu fólkvangs í Garðahrauni í Garðabæ

Hafa samband

ust@ust.is

Hikaðu ekki við að senda línu

591-2000

Símatími virka daga 08:30 – 15:00

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Opið virka daga frá 08:30 – 15:00

Halda áfram að lesa

Heilsa

Loftslagvernd í verki – hvað getur þú gert fyrir loftslagið?

20. apríl.2021 | 12:42

Loftslagvernd í verki – hvað getur þú gert fyrir loftslagið?


Umhverfisstofnun hefur á síðustu misserum unnið með Landvernd að þróun á námskeiðinu Loftslagvernd í verki.
Um er að ræða 6 – 8 vikna námskeið á vegum Landverndar ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins. Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu. Námskeiðið er unnið í litlum hópum og með gagnvirkri þátttöku í Vefskóla Landverndar.

Enginn getur allt – en allir geta eitthvað
Þeir sem skrá sig verða hluti af 5 – 8 manna hópi sem ferðast saman í gegnum námskeiðið. Hópurinn vinnur sig í gegnum nokkra áfanga sem miða að því að hver þátttakandi skoði eigin lífsstíl, hvort sem er á heimilinu, í starfi eða sem almennur borgari. Þátttakendur hafa þannig stuðning og fá hugmyndir frá öðrum í hópnum – og í framhaldinu geta þeir velt fyrir sér til hvaða aðgerða sé hægt að grípa. Í kjölfarið setja þátttakendur sér raunhæf markmið til skemmri og lengri tíma. Fjallað er um samgöngur, matarvenjur, húsnæði, neyslu og hvernig við getum hvatt fleiri til dáða. 

Skemmtilegt að vinna í hóp
Þeim sem skrá sig til þátttöku býðst að taka þátt í hópi þátttakenda eða jafnvel mynda hópa í kringum sig sjálfa, t.d. í fjölskyldunni, innan vinnustaðar eða í skóla. Fjarfundabúnaður er nýttur eftir þörfum og því hægt að taka þátt óháð búsetu. Hóparnir eru leiddir áfram af leiðbeinendum sem hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. 
Skráðu þig til þátttöku hér – https://landvernd.is/vefskoli/

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin