Heilsa

Velkomin á norrænu vatnaráðstefnuna í Reykjavík 30. ágúst 2022

22. júní.2022 | 10:52

Velkomin á norrænu vatnaráðstefnuna í Reykjavík 30. ágúst 2022

Norræna vatnaráðstefnan (Nordic WFD Conference) verður haldin á Hilton Reykjavik Nordica í Reykjavík dagana 30. ágúst til 1. september 2022.

Vatnaráðstefnan er samstarfsvettvangur fyrir norræna aðila sem sinna innleiðingu vatnatilskipunar (Water Framework Directive).

Markmið ráðstefnunnar er að deila reynslu og ræða um þær áskoranir sem felast í vatnaáætlun ríkjanna og verndun vatns, en Ísland staðfesti nýverið sína fyrstu vatnaáætlun.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar, 30. ágúst, er opinn öllum. Dagskráin samanstendur af opnum fyrirlestrum og umræðum. Dagskráin fer fram á ensku. Þátttakendur geta valið um að mæta á Hilton Reykjavik Nordica eða fylgjast með í streymi.

Síðari tveir dagar ráðstefnunnar eru fyrir sérfræðinga í stjórnsýslu vatnamála.

Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar: nordicwfd2022.vatn.is

Dagskrá

Drög að dagskrá þann 30. ágúst (á ensku):

Presentation from the European Commission – Bettina Doeser – Head of Sustainable Freshwater Management, Directorate General Environment, EU

National Overview of the WFD – Progress in the Nordic countries

 • Iceland – Sigrún Ágústsdóttir, Director of The Environment Agency of Iceland
 • Norway – Tor Simon Pedersen, Senior adviser, The Norwegian Ministry of Climate and Environment
 • Sweden – Signhild Nerheim, Head of unit, Water Management at Swedish Agency for Marine and Water Management
 • Finland – Turo Hjerppe, Senior specialist at the Ministry of Environment
 • Denmark – Nanna Granlie Vossen, Freshwater biologist at the Danish Environmental Protection Agency

Water Governance and Sector Integration

 • Experiences and lessons learned from the first Swedish DMP – Drought management plan. Irene Bohman – Director in the South Baltic water district authority.
 • Collaborative water management across England – An overview of the Catchment Based Approach (CaBA). Damian Crilly a Manager at the Strategic Catchment Partnerships at the Environment Agency of United Kingdom and Dr. Collins, Director of Policy and Science at the Rivers Trust and Chair of the CaBA National Support Group.
 • Legal implications of the WFD. Kirsten Vielwerth – Policy advisor at the Ministry of the Environment of Denmark
 • Water Governance: An OECD perspective. Oriana Romano – Head of Unit, Water Governance and Circular Economy of OECD.
 • Setting WFD objectives in N2000 sites. Ann-Karin Thorén – Senior Analyst at the Swedish Agency for Marine and Water Management
 • LIFE IP Rich Waters: Creating momentum for implementation of the WFD in Sweden. Rosita Ericsson – Communication officer at Life IP Rich Waters

Outputs from Research Projects and New Technologies

 • The MERLIN project for mainstreaming river and wetland restoration in Europe. Dr. Sebastian Birk – Scientist and coordinator of Merlin restoration project.
 • Securing biodiversity, functional integrity & ecosystem services in DRYing rivER networks (DRYvER). Thibault Datry – Research director at DRYvER.
 • Safeguard Biodiversity and improve Climate Adaptation in catchment areas under pressure: Tools and Solutions (SABICAS). Dr. Benjamin Kupilas – Researcher at NIVA
 • Environmental design of regulated rivers to maintain hydro-morphological processes and biodiversity. Atle Harby – Senior Research Scientist at SINTEF Energy research
 • The practical application of the ‘nature-based’ approach in river management: Multi-scale case study on the Andakílsá River, Iceland. Hamish Moir – Specialist from Cbec restoration in Scotland. 

Öll áhugsöm um málefni vatns eru hvött til þess að taka þátt.

Hlökkum til að sjá sem flest. 

nordicwfd2022.vatn.is

Mynd: Markmið Norrænu vatnaráðstefnunnar er meðal annars að ræða verndun vatns / Unsplash.

Heilsa

Fagráð Landspítala tilnefnir í stjórn spítalans

Fagráð Landspítala hefur tilnefnt tvo áheyrnarfulltrúa í væntanlega stjórn spítalans.

Alþingi samþykkti í vor breytingu á heilbrigðislögum þess efnis að setja Landspítala stjórn.  Í henni verða sjö manns, heilbrigðisráðherra skipar fimm aðalmenn og tvo varamenn.
Fagráðið tilnefnir tvo áheyrnarfulltrúa og einn varaáheyrnarfulltrúa.

Þau sem fagráð Landspítala tilnefnir eru:

Aðalmenn

Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður fagráðs
Hjúkrunarfræðingur, BSc 2010, master í verkefnastjórnun (MPM) 2017, hefur unnið á hjartadeildum, meltingar- og nýrnadeild og menntadeild. Vinnur núna a verkefnastofu og á meltingar- og nýrnadeild í afleysingum. Hefur unnið á Landspítala frá 2007

Örvar Gunnarsson
Útskrifaðist úr læknadeild HÍ 2005 og lauk kandidatsári á Landspítala  árið 2006. Vann sem deildarlæknir á lyflækningasviði spítalans til 2009. Sérnám í almennum lyflækningum frá Boston University 2009-2012. Sérnám í blóð- og krabbameinslækningum frá University of Pennsylvania 2012-2015. Hefur unnið á krabbameinsdeild Landspítala frá 2015. Í stjórn Félags lyflækna frá 2015 og í lyfjanefnd Landspítala frá 2021. Einnig þáttakandi í Choosing wisely, verkefni félags Evrópusamtaka lyflækna, frá 2018 og hefur sinnt klínískum lyfjarannsóknum á Landspítala frá 2019.

Varamaður

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
Ólafur er náttúrufræðingur, einingarstjóri stofnfrumuvinnslu, rannsóknar og nýsköpunar í Blóðbankanum. Ólafur er einnig klínískur prófessor við læknadeild og prófessor í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík

Halda áfram að lesa

Heilsa

Spornum við sóun í sumarfríinu

30. júní.2022 | 11:04

Spornum við sóun í sumarfríinu

Að ýmsu er að huga þegar farið er að heiman í frí. Eitt af því er ísskápurinn.  

Hér eru nokkur góð ráð til þess að undirbúa brottför og sporna við matarsóun (og slæmri lykt við heimkomu):

 • Vöndum innkaup síðustu dagana. Fyllum ekki ísskápinn af ferskvöru rétt áður en lagt er af stað í frí. Reynum að saxa á það sem til er og höldum innkaupum í lágmarki
 • Gefum ferskvöru. Ef mikið er til af ferskvöru er um að gera að koma henni á góðan stað; til ættingja, vina eða nágranna sem munu geta nýtt sér matinn áður en hann skemmist
 • Frystum. Kannski er eitthvað í eldhúsinu sem mun nýtast þegar heim er komið ef við frystum matinn? Niðurskornir ávextir geta til dæmis nýst í drykki úr blandaranum eða í spennandi sultur. Munum líka að mjólkurvörur frystast vel; mjólk, smjör, rjómi og ostur sem dæmi. Og auðvitað brauðið!
 • Nýtum í nesti. Tökum með okkur mat úr ísskápnum í ferðalagið, hvort sem það er í nestistöskuna til neyslu samdægurs eða til lengri tíma í kæliboxið

Á pökkunarlistann

Ýmsar góðar venjur úr hversdagslífinu riðlast gjarnan þegar farið er í frí. Hér eru nokkrir hlutir sem gott er að pakka niður í töskuna áður en lagt er í hann:

 • Fjölnota vatnsbrúsi
 • Fjölnota kaffimál
 • Fjölnota borðbúnaður
 • Fjölnota poki fyrir búðarferðir

Góða ferð! 

Meira um matarsóun á heimasíðu Saman gegn sóun

Meira um grænan lífstíl á graenn.is

Mynd: Munum eftir að pakka fjölnota borðbúnaði fyrir ferðalagið / Shutterstock.
  

Halda áfram að lesa

Heilsa

Aðgerðir sem beinast gegn rusli í Norðaustur-Atlantshafi

29. júní.2022 | 14:38

Aðgerðir sem beinast gegn rusli í Norðaustur-Atlantshafi

Önnur aðgerðaáætlun OSPAR til að takast á við rusl í Norðaustur-Atlantshafi kom út þann 28. júní 2022. Aðgerðaáætlunin nær yfir tímabilið 2022-2030.

Aðgerðaáætlunin inniheldur 25 aðgerðir sem tengjast allar áskorunum við að draga úr rusli bæði frá landi og sjó. Þar á meðal að:

 • Takast á við rusl úr ám
 • Fasa út fleiri einnota plasthluti
 • Draga úr losun örplasts frá skipum og skipaflutningum
 • Takast á við rusl frá fiskeldi og atvinnu- og frístundaveiðum

Fulltrúi Umhverfisstofnunar í gerð aðgerðaáætlunar OSPAR situr í vinnuhóp um rusl í hafi. Hópurinn fylgist einnig með þróun á magni og gerð rusls á ströndum, hafsbotni og yfirborði sjávar með reglulegri vöktun.  

Sjá nánar um vöktun plastmengunar á Íslandi.

Aðgerðaáætlunin kom formlega úr á hliðarviðburði við hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon í Portúgal.  

Sjá fréttatilkynningu frá OSPAR.

Tengt efni:

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin