Lögreglan

Verslunarmannahelgin fram undan

31 Júlí 2020 18:29

Þá er verslunarmannahelgin fram undan og viðbúið að margir verði á faraldsfæti þótt að veðurspáin sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Reyndar var umferðin á Suðurlandsvegi fyrr í dag, þegar við vorum þar við hraðamælingar, miklu minni en á sama tíma í fyrra. Sama átti líka við á Suðurlandsvegi í gær, umferðin var mun minni og færri á leið út úr borginni í samanburði við aðdraganda verslunarmannahelgarinnar í fyrra og kemur svo sem ekki á óvart. Veðurútlitið setur strik í reikninginn og ekki síður þetta bannsetta Covid-19.

Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins!

Góða helgi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Líkamsárás – áframhaldandi gæsluvarðhald

18 Júní 2021 15:41

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 25. júní, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi.

Rannsókn málsins miðar vel.

Halda áfram að lesa

Innlent

Maðurinn úr lífshættu

16 Júní 2021 13:55

Karlmaður sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags er kominn úr lífshættu.

Rætt verður við manninn um leið og ástand hans leyfir.

Rannsókn málsins miðar annars vel, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Halda áfram að lesa

Innlent

Aðgerðir gegn mansali

16 Júní 2021 09:23

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á  ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum og er ákvæðið nú í samræmi við lagaþróun á Norðurlöndum.

Samhliða hefur verið tryggt að þolendur geta leitað og fengið sérhæfða hjálp í gegnum vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Einnig er unnið að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar, undir forystu RLS. Sjá má nánari upplýsingar um aðgerðirnar hér en um er að ræða samstarfsverkefni lögreglu, neyðarlínu og dómsmálaráðuneytis.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin