Innlent

Vestnorrænt samstarf í loftslagsmálum verði eflt

Ástæða er til að styrkja samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja í loftslagsmálum og hreinum orkuskiptum. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á málþingi Vestnorræna ráðsins um loftslagsmál í gær. Guðlaugur Þór sagði ríkin búa um margt við svipaðar aðstæður og að þau geti lært margt af hverju öðru, á sviði vísinda, loftslagsaðgerða og viðskipta.

Ráðstefna Vestnorræna ráðsins um loftslagsmál og græn umskipti var haldin í netheimum í gær, en auk Guðlaugs Þórs tóku þátt í henni Kalistat Lund og Magnus Rasmussen, ráðherrar umhverfismála í Grænlandi og Færeyjum, auk vísindamanna, sérfræðinga og annarra fulltrúa frá löndunum þremur. Sérstök kynning var á Norðurslóðastarfi á Akureyri, sem er þar í miklum blóma.

Guðlaugur Þór benti á að löndin búi um margt við svipaða ógn hvað loftslagsbreytingar varðar, en að efnahagur og samfélag allra ríkjanna byggi á gæðum hafsins og því þurfi að bregðast við súrnun hafsins, breytingu á hafís og straumum og öðru sem hafi áhrif á lífríki sjávar. Þá búi löndin yfir gnægð af endurnýjanlegri orku, s.s. á sviði vinds, vatnsorku og sjávarstrauma, auk jarðhita á Íslandi. Þetta gefi vestnorrænu ríkjunum færi á að vera í fararbroddi varðandi hrein orkuskipti. Hann nefndi að Ísland hafi nýlega ákveðið að banna olíuleit í íslenskri lögsögu, en áður hafi Grænlendingar tekið slíkt skref.

Guðlaugur Þór hvatti til aukins samtals og samvinnu ríkjanna á sviði orku- og loftslagsmála, m.a. á vísindasviðinu en einnig séu tækifæri til að efla vestnorræna samvinnu og rödd innan þess ramma sem þegar sé til staðar í norrænni samvinnu og Norðurslóðamálum. Hann benti á að á Íslandi væri vilji til að efla samvinnu á flestum sviðum við nágrannanna  á Grænlandi og í Færeyjum og að í fyrra starfi sem utanríkisráðherra hefði hann beitt sér fyrir tillögum og aðgerðum í því skyni.

Innlent

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Halda áfram að lesa

Innlent

Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve.

Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía og hún setti þar fram tillögur að stefnumótun sem snúa meðal annars að þjálfun starfsmanna lögreglu, dómsstóla og fjölmiðla. Verðlaun fyrir lokaverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.

Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launavísitala hækkaði um 1,6% í apríl

Flýtileið yfir á efnissvæði