Heilsa

Viktoría Jensdóttir ráðin deildarstjóri rekstrarþjónustu Landspítala

Viktoría Jensdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra rekstrarþjónustu sem er ný deild innan kjarna aðfanga og umhverfis (AFU) á þjónustusviði. Hin nýja deild tók til starfa 1. september 2021 og felur í sér sameiningu öryggisdeildar og þjónustudeildar.

Hlutverk rekstrarþjónustu er að sinna ýmsum þjónustustörfum fyrir deildir, svo sem flutningsþjónustu, öryggisþjónustu, símaþjónustu, rúmaþjónustu og ýmsum öðrum þjónustustörfum sem styðja við daglega starfsemi á spítalanum. Með stofnun deildarinnar er ætlunin að þétta samstarf milli þjónustueininga og þannig bæta og auka þjónustu til deilda á öllum starfsstöðvum spítalans.

Viktoría er iðnaðarverkfræðingur að mennt (M.Sc. frá Háskóla Íslands) og hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun og umbótastarfi hjá íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Hún starfaði sem ferilseigandi steypuskála og sem verkefnastjóri gæða og útflutnings hjá Alcoa 2006-2010, deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össuri 2010-2014 og deildarstjóri virðisþróunar hjá Símanum 2014-2015. Viktoría vann á Landspítala 2015-2018 sem verkefnastjóri við undirbúning nýs spítala og umbótaskólann og síðan hjá Össuri 2018-2021 sem Global Program Manager. Viktoría er einnig sérfræðingur og kennari í straumlínustjórnun (LEAN). Frá 2010 hefur hún stjórnað hinni árlegu ráðstefnu Lean Ísland (lean.is) og kennt straumlínustjórnun m.a. í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Viktoría hefur því víðtæka þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þeirri þróun og uppbyggingu stoðþjónustu á Landspítala sem framundan er á næstu árum.

Heilsa

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Lionklúbburinn Fjörgyn tryggir barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, áframhaldandi rekstur á tveimur bifreiðum sem klúbburinn safnaði fyrir og keypti árin 2015 og 2019. Samkomulag Fjörgynjar um stuðning vid BUGL var undirritaður 1. september 2021.

Lionsklúbburinnn Fjörgyn hefur verið traustur bakhjarl BUGL í mörg ár og stutt starfsemina með fjölmörgum gjöfum af ýmsu tagi, þar á meðal með því að gefa bíla og tryggja bílareksturinn með samstarfsfyrirtækjum sínum.  Fjörgyn hefur nú ákveðið að framhald verði á því næstu þrjú árin með myndarlegri aðstoð frá N1 og Sjóvá. Einnig nýtur Fjörgyn viðskiptakjara hjá BL. hf. varðandi viðhaldsþjónustu.

Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:

1. Lionsklúbburinn Fjörgyn sér alfarið um rekstur Dacia Duster og Renault Clio bifreiða BUGL, að undanskyldum þætti N1 og Sjóvár.

2. Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu beggja bifreiðanna út samningstímann.

3. N1 tekur þátt í rekstri bifreiðanna með framlagi sem nemur allt að 390 þúsund krónum fyrir hvert ár sem ætti að tryggja eldsneytnisnotkun og dekkjaþjónustu beggja bifreiðanna út samningstímann.

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Halda áfram að lesa

Heilsa

Vetrarfærð á fjöllum

Hafa samband

[email protected]

Hikaðu ekki við að senda línu

591-2000

Símatími virka daga 08:30 – 15:00

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Opið virka daga frá 08:30 – 15:00

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 24. september: Staðan

Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum). 
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.

Staðan kl. 9:00

8 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, þar af 1 barn. Á bráðalegudeildum spítalans eru 4. Á gjörgæslu er 4 sjúklingar, 2 þeirra í öndunarvél.  

Nú eru 352 sjúklingar, þar af 128 börn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 6 gulir og þurfa nánara eftirlit.

Tölur verða næst uppfærðar mánudaginn 27. september.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin